Ég verð aldrei ofurfjáð en ég mun alltaf hafa tíma með barni eherm kannski börnum og ég mun ávallt vera svo til örugg með atvinnu. Plús það að ég hef ánægju af því sem ég geri ;)
En af hverju, af hverju í óksöpunum fór ég að versla (bara smá reyndar) í Hagkaupum í gær? Á milli fólks gengur tölvupóstur þar sem fólk er beðið um að boycotta stóru bensínstöðvarnar. Já, það er spurning. En eitt veit ég og það er að flugumferðastjórar munu semja og það verður ekkert af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum. Ég bara veit það því við ERUM að fara til NYC eftir tæpa viku og erum við að það rifna úr spenningi! Öfund, anyone? Æ nei hún er svosum ekkert of holl ;)