miðvikudagur, júní 25, 2008

Fjöldauppsagnir, verkföll, bensínhækkanir, verðbólga, fasteignalækkun, kreppa, djamm og djúserí. Fólk hefði átt að hlægja meira þegar maður valdi sér ríkið sem vinnuveitanda. Held við séum safe á þessu heimili, B sér um lagnir landans, amman kennir listir, frændinn selur hjól þeim sem neita að una bensínhækkunum og þið vitið hvað ég og Hrafnkell gerum.

Ég verð aldrei ofurfjáð en ég mun alltaf hafa tíma með barni eherm kannski börnum og ég mun ávallt vera svo til örugg með atvinnu. Plús það að ég hef ánægju af því sem ég geri ;)

En af hverju, af hverju í óksöpunum fór ég að versla (bara smá reyndar) í Hagkaupum í gær? Á milli fólks gengur tölvupóstur þar sem fólk er beðið um að boycotta stóru bensínstöðvarnar. Já, það er spurning. En eitt veit ég og það er að flugumferðastjórar munu semja og það verður ekkert af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum. Ég bara veit það því við ERUM að fara til NYC eftir tæpa viku og erum við að það rifna úr spenningi! Öfund, anyone? Æ nei hún er svosum ekkert of holl ;)

mánudagur, júní 23, 2008

Drengurinn hleypur á eftir gráa kisa með rauðan plasthamar og segir ahhhhh voða vænni röddu. Hvert er uppeldið að fara? Annars er afar fjörugt hjá okkur mæðginunum á daginn, alveg yndislegt að vera í fríi með honum og það svona lengi. Viðurkenni þó að á kvöldin er maður ansi undin pía ;) Litli gaur, sem er bara ekkert svo lítill, samkjaftar ekki og byrjar um leið og hann opnar augun á morgnana að þylja upp öll orðin sem hann kann plús nokkur sem hann býr til á staðnum. Endalaust fyndið og ég held að það sé ekki til betri leið að vakna en með honum!

Komin með prófskírteinið í hendurnar og nú er að sækja um leyfi frá landlæknisembættinu. Já pínku spes enda finnst mér að heilbrigðis-og félagsmálaráðuneytin megi sameinast. Örlítið verið að kasta ábyrgð og skyldum þarna á milli en í staðinn væri hægt að starfrækja betra batterý ef saman. Jájá...

Eftir viku og einn dag förum við til BNA og ekki laust við að nú sé spenningurinn að koma með bang. Einhvern veginn hefur verið svo mikið að gera hjá okkur síðan bara einhvern tíma, að NY ferðin hefur verið aftarlega í summer-activity röðinni. En núna er hún í rauninni bara næst á dagskrá. Erum ekki enn flutt inn en þetta feeeeer að koma. Meira um það síðar :)

miðvikudagur, júní 04, 2008


Keyptum ofsalega flott húsgagn í íbúðina í gær en fleira verður það ekki í bili. Ætlum að byrgja okkur upp í New York. Mig hefur dreymt lengi um Eames DSR stóla, get ekki ákveðið hvaða lit heillar mig mest og því kannski sniðugt að fá sér bara einn í hverjum lit. Sá svo í blaðinu í morgun að þeir kosta hérlendis ca. 27 þús. Kom pínku á óvart þar sem þeir eru að fara á 270 dollara úti plús/mínus nokkrir. Ohhh dreymi dreym.


Í gær kom restin af einkununumununum og ljóst að ég fæ að útskrifast ;) Er bara soldið stolt af þeim og leyfi mér bara alveg að monta mig...Lokaritgerðin gaf mér níu, hitt stóra námskeiðið/fagið gaf mér áttakommafimm og fyrir vettvangsnámið og verkefnin tengd því fékk ég staðið enda bara hægt að fá staðið eða fallið. Ætla barasta á halda upp á útkomuna ásamt þriðja tugnum á föstudaginn. Gleði gleði.

þriðjudagur, júní 03, 2008

Ég á svo erfitt með að fara snemma að sofa og það er svo innilega ekki sniðugt. Mikið að gera á daginn og svo er það sonurinn og íbúðin á kvöldin. B er svo brjálæðislega duglegur en ég vona að hann keyri sig bara ekki út. Nú fer þetta allt að koma, stíf málninga-parket vinna framundan og svo flutningar. Tökum okkur þó smá pásu á föstudagskvöldið en þá ætla ég að halda smá teiti í tilefni þriðja tugarins. Þér er að sjálfsögðu frjálst að mæta :0)

Fleiri einkunnir hafa ekki komið í hús en mér er svosum sama. Þær koma á endanum. Tíminn líður svo hratt og ólíkt öðrum sumrum eru allar helgar planaðar þangað til við förum út. Ættarmót, brúðkaup og svona. Ætla að sleppa útskriftarathöfninni fyrir ættarmótið, þurfum ekkert að ræða það hvað sá atburður (ættarmótið of course) verður miklu skemmtilegri. Stór og skrýtin fjölskylda hér á ferð!

Síðustu dagarnir í vinnunni eru núna en svo verður sjálfur afmælisdagurinn sá síðasti. Þá eru það bara ég og Hrafnkell sem munum hanga saman, en ég hlakka svo til að leika bara og slappa af. Tja fyrir utan að klára höllina. Eherm.