Asnalegt að fá samviskubit þegar maður dregur bók úr hillunni sem ekki er skólabók. En ég ákvað að byrja á bók, svona "til-að-hvíla-sig-á-skólabókunum-bók". Sú bók heitir því ágæta nafni
Dream Brother; The lives and music of Jeff & Tim Buckley. Ég ætla ekkert nánar út í hana, en hún byrjar mjög vel og titillinn segir í rauninni allt. Næsta bók verður svo
From Joy Division to New Order, Bjarki lagði mikið á sig og pantaði að utan. Sá titill segir líka allt, en fjallar kannski mest um allt í kringum það þegar Joy Division varð New Order. Tónlist til að deyja fyrir eða bara yfir..
Við erum, síðan á laugardags eftirmiðdag, búin að horfa á 12 þætti af
Lost. Argasta snilld..úff orðið svooo spennandi! Allt Dröfn að kenna hoho ;)
Pöntun liggur fyrir á íbúð einni í
Prenzlauer Berg í Berlín í sumar, meira um það síðar :)
En var eitthvað að hugsa um svona tónlistargagnrýni eða uppáhaldstónlist núsins, en get það ekki. Fæ sömu tilfinnigu í magann og þegar ég drekk mjöög heita bollasúpu, innilokunarkennd heitir það víst. Það er alltof mikið af góðri músík og ég gæti aldrei gert upp á milli. Erfitt bara..er með bollasúpu í maganum bara af því að hugsa um þetta úff!!
Og ástæðan fyrir þessu öllu, bókavalinu það er að segja, er að þegar maður er lasinn þá má maður ekki fara út. Gat ekki farið á bóksafnið að sækja
"Hin hljóðu tár" sem er ævisaga, og um hana þarf ég að gera ritgerð í Sálfræði fullorðinsára. Þar að auki er ekkert hægt að fara með
Líffæra-og lífeðlisfræði bókina upp í rúm að lesa, því hún vegur svona 15 kg!