mánudagur, júlí 30, 2007

---Til hamingju með afmælið herra stálgæi-Arnie you´re my idol!---
Stay out of the cooler birdboy!

**
Homer: Are you saying you're never going to eat any animal again? What about bacon?
Lisa: No.
Homer: Ham?
Lisa: No.
Homer: Pork chops?
Lisa: Dad, those all come from the same animal.
Homer: Heh heh heh. Ooh, yeah, right, Lisa. A wonderful, magical animal.

Spennandi tímar já já já (sagt eins og konan í sjampóauglýsingunni)!
Simpsons the movie gaaaaa, hlakka mikið til að sjá hana. Svo er það Harry nokkur Potter, en ég hef reyndar lítið lesið af þessum bókum og bara séð eina mynd frekar en tvær. Er að spara því ég get þá verið ofsa spennt með Hrafnkeli þegar ég les þetta fyrir hann, já eða læt aupairinn lesa fyrir okkur á meðan housekeeperinn eldar og þvær þvott og poolgæjinn hreinsar pottana. Heitu pottana, Bjarki sér um eldhúspottana.
**
Er komin með æði fyrir svona parenting tímaritum, það er svo margt sniðugt og skemmtilegt í þeim. Er líka alvarlega að hugsa um að kaupa mér loksins saumavél og kannski fara að sauma á okkur fjölskylduna föt. Já það væri nú skondið...Öll í matching búta-heilgöllum sem ég sauma úr óléttufötunum mínum plús nokkrum sængurverum sem ég er búin að fá leið á. En þetta með saumavélina er samt gamall og langþráður draumur, ekki þetta með heilgallana, mér var bara að detta það í hug.

föstudagur, júlí 27, 2007

Var að koma úr bústað sem er allt gott og margblessað en...já en...þar voru svona húsflugur, litlar leiðinlegar og háværar húsflugur á sveimi um allt. Þær földu sig inni í herbergi og réðust svo á mann þegar maður var sofnaður og þá vaknaði maður. Skil þetta ekki, þær hreinlega gáfust ekki upp! Sem betur fer sef ég með lokaðan munn...

Tók eftir því að það voru engar köngulær á vappi sem útskýrir kannski þennan flugnafjölda. Ekki það að ég saknaði þess að sjá einhverjar loðnar creepy vibba lær-því ég er með fóbíu dauðans. Réttu mér pírana og ég skal flaka hann með tánum. Réttu mér kyrkislöngu og ég skal kyrkja hana með tungunni. Réttu mér tígur og ég skal stara hann í svefn. EN spider---nóbb sör e bob! Þá stirðna ég upp og mér verður flökurt. Skil þetta ekki!!??

Anyways, er stöðugt að hugsa um strönd þessa dagana. Stöðugt! Veit samt að ef ég færi á strönd þá væri ég orðin óróleg mjög fljótt. Reyndi einu sinni sólarlandaferð árið níutíu og eitthvað og það til Benidorm, en fílaði það ekki. Skemmtilegast var Sexy Barbara eða Sticky Vicky, man ekki hvora ég sá. Hún opnaði bjór með you know what og dró svo rakvélablað þaðan út líka...

Það sem fólki dettur í hug.

sunnudagur, júlí 15, 2007

Vakna ég ekki bara við að Hrafnkell prumpar svona hressilega og það án þess að umla. Honum virðist líða vel í þessu swaddle-kiddopotamus-flísreyfi og sefur ofsa vel ( 7 9 13 ). Litla krútt lítur út eins og gul lirfa í þessu en ég þyrfti eiginlega að taka bara af honum mynd, afar skondið.

Fór að hugsa eftir síðustu færslu...vil náttúrulega alls ekki að fólk haldi að þetta sé argasta helvíti hjá okkur og allt vonlaust. Langt í frá! Svo ofsa langt í frá!! Gætum ekki verið meira ánægð með þetta rúsínurassgat :) En sumir dagar eru einfaldega erfiðari en aðrir... Þetta virðist vera einskonar taboo eða þannig virkar þetta á mig stundum. Það tala afar fáir um þetta og kannski er það vegna þess að fólki finnst það ekki eins hæft eða af því finnst það ekki vera að gera hlutina rétt. Veit það ekki, en ég hafði sjálf aldrei heyrt um þessa kveisu áður. Íslenskar konur eru auðvitað svo svakalega stolltar og geta allt og gott betur en það. Kannski útskýrir þessi bæling ýmis vandamál...nei segi svona en mér finnst allavega betra að tala um hlutina, leita ráða og um leið prófa nýja hluti. Það hefur aldrei komið til greina að hanga hérna ein heima, með úfið hár og bitnar neglur. Ég væri þá löngu orðin týnd einhvers staðar!

Farin að horfa á feðgana sofa :)

laugardagur, júlí 14, 2007

Klukkan er hálf tvö og af hverju er ég ekki sofnuð? Einfalt, síðustu nætur hefur mér fundist erfitt að sofa enda eru margir mánuðir síðan ég fékk meira en 3 tíma í svefn straight. Þegar ég var ólétt einhvern tíma...vá man ekki.

Auðvitað hljómar þetta hræðilega en er það nú kannski ekki alveg, Hrafnkell glaðvaknar oftast ekki alveg á nóttunni og ég er stundum í móki og gef honum og við sofnum bæði strax, inn á milli. Hingað til hefur þetta verið allt í lagi en núna er líkaminn minn að segja mér að hann sé þreyttur. Við höfum prófað hvert ráðið á fætur öðru en þegar þetta er sem erfiðast er erfitt að bíða í nokkra daga eftir einhverju til að virka. Veit ekki hvort þetta skiljist rétt...en þegar barnið manns grætur non stop þá hugsar maður hvað get ég gert til þess að honum líði betur núna, ekki eftir nokkra daga.

Við erum sem sagt búin að fara með hann nokkrum sinnum til læknis, engar áhyggjur flest skiptin voru endurkomur en læknirinn er frábær! Hrafnkell hefur farið á tvær tegundir lyfja sem og prófað jurtadropa við ungbarnakveisu, dropa við gasi og prófað að fá graut. Ekkert. Hann hefur farið í höfuðbeina og spjalhryggjajöfnuð, við höfum nuddað hann og við höfum fengið olíur hjá ilmolíufræðing. Ég ætti kannski ekki að segja ekkert, það er ekki satt, við höfum allavega komist að því að það er ekkert hræðilega alvarlegt að hrjá hann, höfum einnig lært heilmikið í leiðinni og jú við ilmum voða vel en það dæmi er okkur sérstakt þar sem nuddið með olíunum gefur okkur góða stund. Það er pínku súrt þegar fólk segir að þetta muni eldast af honum eða eitthvað í þá áttina. Við teljum okkur vita það en þangað til fólk eignast barn með slæma ungbarnakveisu þá skilur fólk þetta ekki fullkomlega. Einn dagur getur liðið mjööög hægt á meðan annar er horfinn áður en ég blikka! Auðvitað vill fólk bara vel, en þetta er erfitt að útskýra...

Ég elska þetta barn óendanlega mikið og þangað til kveisan kveður mun ég halda áfram að prófa allt! Í nótt er það kiddopotamus og svo skulum við sjá til. Stay tuned ;)

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Auðvitað er eins og ég sé í fríi en samt er ég það ekki. Dagarnir renna saman í einn og stundum hef ég ekki hugmynd hvaða dagur er. Mér finnst þetta frábært þótt vissulega geti þetta verið erfitt á köflum. Aldrei hefði mér dottið í hug fyrir ári að ég myndi eyða þessu sumri í fæðingarorlofi með yndislegasta barni sem fæðst hefur í þennan heim. Fyrir ári var ég að koma úr helgarútilegu með góðum vinum. Þessari helgi eyddi ég með mönnunum í mínu lífi og svo líka öðru góðu fólki. Hver veit nema maður skelli sér ekki í útilegu áður en sumarið kveður.

Það er svolítið þannig að þrátt fyrir að litla rúsínubollan mín öskri af öllum sálarkröftum, þá þarf ekki nema eitt lítið bros frá honum og ég gleymi...Hann er dásamlegur og ég fæ ekki nóg af því að knúsa hann. Tennurnar mínar eru farnar eyðast því ég gnísti tönnum nær undantekningarlaust þegar ég kjammsa hann!

Já ég er væmin, hef reyndar alltaf verið það en kannski verið að þykjast ekki vera það...Lúði ég. Ætli ég trítli ekki í háttinn-stundum á ég erfitt með að vekja hann ekki til að leika-en það er nú líka gott þegar greyið sefur.