fimmtudagur, desember 30, 2004

Já það var ekki laust við að ég hefði skammast mín örlítið en neh, gerðist ekki, næstum því samt...Why? Nú Saran mín hringdi og sagði:"mannstu hvað við vorum búin að ákveða með nýárskvöld..??" Og ég hmm umm kannski...Sem sagt ákveðið var síðasta sunnudagskvöld, í jólateitinu góða í Bogahlíðinni, að halda matarveislu-boð þann 1.jan. Sem by the way er afmælið hennar Söru. En þetta rifjaðist fljótt upp fyrir mér og mikið varð hjartað mitt ánægt og rólegt þegar ég heyrði nafn Friðgeirs nefnt. Hann sem sagt ætlar að elda aðalréttinn (þorskur), með tvö stælta hjálparkokka (Bjarki og Bjössi). Ditta gerir forréttinn (Blini´s) og Rósa kemur með eftirréttinn (kaloríubomban margumtalaða). Vá hvað þetta verður flott, stelpurnar náttúrlega snillingar en eins og flestir vita, þá er Friðgeir yfirkokkur á frönsku sveitahóteli sem er með michelin stjörnur!! Já fólk sem búið hefur í úglöndum, veit sko að það er ekkert lítið og það fær ekki hvaða búlla það í heiminum! Svo stolt af honum! Nú ég ætla sem segt að breyta stofunni í svona langborða herbergi, enda 11 manns á leiðinni! Mikið tilhlakk, oh gaman vantar samt Dröfn og Hring...ohh hvað ég sakna þeirra! Jú svo náttúrlega vantar Sunnuna líka sko!! ;) En sem sagt það verða: Moi und me amore Bjarki, Sara og Friðgeir, Ditta og Össi, Gary og Rósan, Birna ólétta og Bjössi, svo verður Julie vonkona Rósu frá US of A og ég geri passlega ráð við aðaltöffaranum og ný-uppáhaldinu mínu honum Julian Inga. En foreldrar hans, Sara og Fred, tilkynntu okkur, þar sem við sátum í makindum og spiluðum lestar-dominos (don´t ask), hvað þau hefðu verið að gera einmitt fyrir ári síðan...Yeah, sex is good huh! Greinilega vandað sig mjög, því engillinn þeirra er bara fullkominn and a half! Bjarki sagði að eggjastokkarnir mínir glóuðu (ef það er orð) en ég ekki sammála..oh well..smá ;)

Já líka, langar að útskýra, ég var ekki ofurölvi, ég bara man oft ekkert, sérstaklega þegar ég hef fengið mér smá að drekka ;( þetta vandamál útksýrir einnig alla gulu minnismiðana mína ÚT UM ALLT!

En já þessi romsa alveg að gera sig núna, Kringlan bíður mín, uppáhaldstaðurinn minn EKKI! En ætla að kaupa inn fyrir matinn og svo servíettur ofl.
Þú hefur unnið þér inn Braun krullujárn, fyrir að hafa lesið alla leiðina hingað! Til hamingju!
Vorum að koma út bíó, Bríet Jónsdóttir varð fyrir valinu. Önnur myndin í þessari viku, hin var Ocean´s Twelve. Ágætar ræmur. Fyndið eitt, hef stundum lesið þetta blogg og svona já fylgst með...þar las ég til dæmis um hópferð nokkurra vinkvenna á Bridget..viti menn þessi sami hópur var einmitt áðan í sama bíó...ekkert merkilegt samt...Lenti í skrítnu, ekkert sorglegt í myndinni, en það lak stundum tár úr því vinstra, og ef ég ignoraði það þá lak það niður á nef...ég held ég láti athuga kirtlana ??

Nú svo vorum við að hugsa, hvað með þetta blessaða gamlárskvöld, hvað á maður að gera eftir brennuna, skaupið og miðnæturkossinn?? En ef mannskapur fæst þá bara hér eða eitthvað, æi veit ekki, hvar er Dröfn á þessari ögurstundu? Da Planner!!! Jú hún er í tjaldi einhvers staðar upp í fjalli á Nýja Sjálandi, vonandi kemur engin svona freak snowstorm eins og vinkona mín hún Siobhan lenti í þar um árið, á stuttbuxunum...gúlp...
En já allar ábendingar og vísbendingar um þetta blessaða kvöld, vel þegnar..! Takk

p.s. muni' svo að hringja í söfnunarsíma Rauða Krossins...

þriðjudagur, desember 28, 2004

Verð stuttorð, var að enda við að hringja í Rauða Krossinn með framlag mitt, gæti ekki verið einfaldara maður hringir í 9072020 og þar er maður sem segir bíddu í 3 sek og 1000 krónur verða dregnar af næsta símreikningi. Búið mál. Ég hvet alla til að gera hið sama...úff...

mánudagur, desember 27, 2004

Gleðileg jól alle sammen...búin að hafa það gott í fríinu, svo gott að ég næ ekki að mynda orð í hausnum hvað þá setningar fyrir þetta blessaða blogg..púff..vorum að enda við að horfa á Trauma, breskan sálfræðitrylli, með risa-löngu dún sængurnar okkar mm rok út og kalt brrr. Förum bæði að vinna á morgun, svo letin er búin að sinni, ja ég vinn í einn dag svo frí.

Fengum frábærar jólagjafir frá yndislega fólkinu í kringum okkur, margar margar, flott flott.

Fékk líka tvær áttur í jólagjöf frá KHÍ, fleira er ekki komið frá þeim, ég bíð spennt...

sunnudagur, desember 19, 2004

alveg orðin þessi kelling...
vorum úti að leika okkur langt fram á nótt. Fórum á Hornið að borða og skelltum okkur svo í einn bjór á KB, í bænum var svona nett 11 stemming, allir að koma af jólahlaðborðum vel nettir á því, áberandi margir í pelsum...?? Fórum svo í lítið teiti til Teits, neh Tinnu og Péturs en leið okkar lá svo heim í sæta kotið okkar, engin bæjarferð þar sem við fengum fréttir um að allt væri stappað, fólk sennilega á spariskónum að tjútta. Nú svo bara vaknaði ég með mínum kærasta kærasta, settist á klósettið í þann mund sem hann var að fara í vinnuna blessaður, og kúkaði við lestur Fréttablaðsins. Oh hvað ég hefði nú samt viljað að það hefði verið mitt ástkæra NME sem ég er mikið að pæla í að gerast áskrifandi af aftur..,ohh those where the days my friends, we thought they´d never end...

Anyways, tvotti bara smá tvott og þreif baðið og allt það, núna orðin svöng sem minnir mig á það hohoho stelpan á efri hæðinni, er sem sagt lifandi persóna, vinnur hahaha í bakaríinu, s.s. Bakarameistaranum!! Allir sem ég þekki og nenna að lesa þetta (og koma í heimsókn til okkar), verða að glotta: a)Þegar þau mæta nýju nágrönnunum á ganginum og b) Þegar þeir versla bakkelsi í Suðurveri hjá henni...múhahaha nei nú er ég vond...æææ en samt fyndið! En þetta er án efa besta fólk...má ekki vera vond, en aftur..samt ;)

laugardagur, desember 18, 2004

hef oft pælt í því hvort hægt sé að finna hvort maður sjálfur sé með hita...?? kom heim frekar slöpp áðan úr stúdentaveislu frænku óðalsbóndans, lagðist upp í stóra sófann minn á mjúka stóra nýja (fleiri lýsingarorð why don´t ya!) púðann...úfff...steinlá! dagurinn líka búinn að vra rather lifandi, svo mikið sé sagt. jólaball í leikskólanum og fínerí...já krakkadjamm dauðans! já, ég er sem sagt stödd í sófanum, vakna svo frekar svona fluffy í hausnum..duhh dahh dih...fór fram úr og er eiginlega bara búin að vera að ganga um gólf og spekúlera, um daginn og veginn. já alveg nauðsynlegt að ganga um gólf. ein pæling var: gerði ég alveg rétt með að flytja aftur heim til íslands, hvað ef mig langar aftur eitthvað? önnur var: er hægt að overdosa á karrý? og ein önnur var: á sagan um framhjákúksprump við rök að styðjast? ææ veit ekki...
tekur maður ekki alltaf svona hugsunarpakka á eftir storminum? búin næstum í skólanum og allt það og jólin að koma jei, nei! til helvítsis með hennar heilaga fluffyness núna, ég segi je jei jei og húrra JÓLIN ERU AÐ KOMA! klára jólakortin mín og skrifa svo í þau, ætla að senda fullt til Vestmannaeyja í ár held ég, þeir eiga það skilið!

p.s. ekkert hefur heyrst í neighbours..enn...aftur ég meina en það gæti verið tvennt: a: hún er á túr b: dúkkan sprakk..??

miðvikudagur, desember 15, 2004

Já þetta er meðal þess sem bíður mín eftir áramótin: Inngangur að uppeldisvísindum; Andlegur og líkamlegur þroski barna og unglinga; Sálfræði fullorðinsára;Umönnun; Líffæra og lífeðlisfræði...
...fyndið hvað desember er fljótur að líða....
Eitt verkefni og svo....jólenfrien! Hvað á ég að baka?
Hvað á ég að kaupa? Hverjum á ég að senda jólakort? Hvaða gjafir á ég eftir?

Og einnig hvernig get ég án þess að virka móðgandi, bent nýju nágrönnunum okkar á
að það heyrist mikið milli hæða, ég veit nákvæmlega hvað strákurinn er lengi að fá það,
hve oft hann hægir á sér og hvenær hann hraðar sér aftur. Og það heyrist lítið sem ekkert í stúlkunni..
En...fyrsta nóttin, þá heyrðum við þessi skrítnu hljóð...hmm..ok...svo hugsaði ég :,,ahhh, greyin,
voru að flytja og ekki með nein húsgögn ábyggilega, eru sennilega að pumpa í vind-dýnu með fótpumpu,
þess vegna hratt, hægt, hratt og það..´´ já nei nei, ekki nema hann hafi fengið það þegar blessuð dýnan var tilbúin!!
Nú við klöppuðum bara og hlógum smá, svona smá ábending til þeirra að það heyrðist allt..ok. En...
sú ábending komst ekki til skila, því í gær, 1 um nótt, byrjaði ballið aftur...frá 1-4. Tvær ´´tarnir´´ oh boy, og svo eitt lag með Heru eða Ragnheiði Gröndal (ekki nógu vel að mér) á fóninum á reply!
Já við frekar pirruð, alveg dauðþreytt að fara að vinna....arrgg....
Meira að segja Bjarki bankaði í loftið, spilaði á bassann sinn, við settum á aðra tónlist
en allt kom fyrir ekki, þetta hætti ekki...Auðvitað er kynlíf bara af hinu góða en
aðrir íbúar þurfa að sofa...Núna ætla ég að gera soldið, kemur í ljós hvað verður úr því...hehehe..múhahaha! Hef ekki einu sinni hitt þau, en allir sem koma í heimsókn verða að lofa að glotta þegar þau sjá þau!!! ;)

þriðjudagur, desember 14, 2004

According to the "Which Big Lebowski character are you?" quiz:




Why don't you check it out? Or we cut of your Johnson!




er að reyna að finna mig...en Jeff?? hmm...fleira

sunnudagur, desember 12, 2004

funny
Congratulations!! You're Mr. Funny! ;)


Which of the Mr. Men characters are you?
brought to you by Quizilla


Jamms..ok...

föstudagur, desember 10, 2004

Oh well oh well oh well....
Jólin á næsta leyti...ummm hlakka sooo til...en er búin með annað prófið, í ann mund að skila verkefni..og svo fer öll helgin í að læra undir það þriðja..jamms kannski ekki öll því nú er ég í þann mund að fara í jólamatinn á Sunnborg...namm food...óstöðvandi mathákur ég er!! Það sést...ehermm

Hef ekki meira í bili, var með eitthvað áðan en það er horfið úr kollinum.

mánudagur, desember 06, 2004

Jæja þá...var sem sagt að klára mitt fyrsta próf við Kennarháskólann á Íslandi! Jei...en svo þegar ég er svona búin með þetta, þá finsnt mér það ekkert eitthvað svakalega merkilegt, fannst það nú ekkert merkilegt heldur áður..en ég var bara eitthvað að þankast um þetta áðan...Lærði í nótt því það finnst mér best, allt hljótt g dimmt, kveikti á kertum og náði alveg að slaaaaka á, slaaaaka á...hongsei dusman speki í gangi. Jæja, þá er það bara smá verkefnisvinna í dag og kvöld..á eftir að skila sem sagt tveimur stórum vekefnum og fara í 2 riiiisa stór próf...feeling tiny these days.

Maturinn og skemmtunin á laugardaginn var svoo fín, gaman að aðrir séu öfundusjúkir hoho þýðir bara eitt: Við erum simply the best dudrururuur, better than all the rest daddururu...
Heyrði svo í henni Rósu í gær, hún keur víst 17.des konan! En hvað það verður skemmtilegt um djólin! Næstum því óska að Dröfn og Mr. Circle komist ekki hinum megin á hnöttinn, fari þar af leiðandi bara í shortara og verði þar af leiðandi með okkur um jólin! ;) En það er ekki fallegt að óska vinum sínum ills...og ég geri það ekki, langar bara að hafa þau!

föstudagur, desember 03, 2004

....hef fengið ábendingu um að skrifa meira á bloggið, reyndar fékk ég aðra ábendingu stuttu seinna um að sumt sem ég skrifa sé bara leiðinlegt en hey kannski er ég ekkert skemmtileg. ég skrifa bara það sem mig langar...en skal samt leggjast undir feld og skoða mig, reyna að finna svar við spurningunni: er ég í alvörunni svona leiðinleg?....jamm jamm

Einn áróður eða hvað sem kalla má...úff sniðgangið Kristján Jóhannsson, maðurinn er alveg úr takt við raunveruleikann, skrýtinn kappi! Sjá Kastljós....
Einstaklega leiðinlegur maður hér á ferð, trúi varla að þetta sé sami maður og var uppáhaldssöngvari litlu systur minnar þegar hún var 2!! Það geta margir menn sungið vel líkt og hann, en hey... Oj, fæ bara pirring í magann...og han er svoooo mikið uppáhald hjá íslendingum grrr....