Já þetta er meðal þess sem bíður mín eftir áramótin:
Inngangur að uppeldisvísindum; Andlegur og líkamlegur þroski barna og unglinga; Sálfræði fullorðinsára;Umönnun; Líffæra og lífeðlisfræði...
...fyndið hvað desember er fljótur að líða....
Eitt verkefni og svo....jólenfrien! Hvað á ég að baka?
Hvað á ég að kaupa? Hverjum á ég að senda jólakort? Hvaða gjafir á ég eftir?
Og einnig hvernig get ég án þess að virka móðgandi, bent nýju nágrönnunum okkar á
að það heyrist mikið milli hæða, ég veit nákvæmlega hvað strákurinn er lengi að fá það,
hve oft hann hægir á sér og hvenær hann hraðar sér aftur. Og það heyrist lítið sem ekkert í stúlkunni..
En...fyrsta nóttin, þá heyrðum við þessi skrítnu hljóð...hmm..ok...svo hugsaði ég :,,ahhh, greyin,
voru að flytja og ekki með nein húsgögn ábyggilega, eru sennilega að pumpa í vind-dýnu með fótpumpu,
þess vegna hratt, hægt, hratt og það..´´ já nei nei, ekki nema hann hafi fengið það þegar blessuð dýnan var tilbúin!!
Nú við klöppuðum bara og hlógum smá, svona smá ábending til þeirra að það heyrðist allt..ok. En...
sú ábending komst ekki til skila, því í gær, 1 um nótt, byrjaði ballið aftur...frá 1-4. Tvær ´´tarnir´´ oh boy, og svo eitt lag með Heru eða Ragnheiði Gröndal (ekki nógu vel að mér) á fóninum á
reply!
Já við frekar pirruð, alveg dauðþreytt að fara að vinna....arrgg....
Meira að segja Bjarki bankaði í loftið, spilaði á bassann sinn, við settum á aðra tónlist
en allt kom fyrir ekki, þetta hætti ekki...Auðvitað er kynlíf bara af hinu góða en
aðrir íbúar þurfa að sofa...Núna ætla ég að gera soldið, kemur í ljós hvað verður úr því...hehehe..múhahaha! Hef ekki einu sinni hitt þau, en allir sem koma í heimsókn verða að lofa að glotta þegar þau sjá þau!!! ;)