Þá er skólinn byrjaður. Reyni við mínar 21 einingar og hef gaman af. Til gamans má geta að einn góður kennari sem einnig er samkennari minn núna, benti mér á að dagskólanemendur-þ.e. ekki í fjarnámi-taka 15 einingar. Þetta vissi ég vel, en hugsaði ekkert um fyrr en hún/hann benti mér á þetta. Auðvitað má bæta við en mælt er með 15, sem fulla stundarskrá. En 21 skal það vera plús vinna, mikil vinna til að byrja með. Líst vel á nýja staðinn minn, sem er ekki nýr fyrir mér, því þarna varði ég minni gelgju. Þekki fólkið og húsnæðið sem er flott.
Henti mér í það að skoða einn ákveðinn stað, reyndar svona nokkra staði á einni ákveðinni staðsetningu eða þúst, á Ítalíu. Við látum okkur dreyma og svo sjáum við bara til. HVer veit nema við B þrömmum upp og niður hlíðar bæja Amalfi strandarinnar um páskana. Who knows? Komst svo að því í gær að Jamie nokkur Oliver, krúttkokkur, fór þangað í brúðkaupsferð. Kannski ég biðji bara Bjarka þar í staðinn. Múhahahaha!