þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Það vill enginn kaupa zæta bílinn okkar. Þá reyni ég að hirða það sem ég get og skila honum og fæ þá einhverja aura fyrir. En leiðinlegt, einhver hefði getað eignast hann t.d. í varahluti. Oh well.

Þá er skólinn byrjaður. Reyni við mínar 21 einingar og hef gaman af. Til gamans má geta að einn góður kennari sem einnig er samkennari minn núna, benti mér á að dagskólanemendur-þ.e. ekki í fjarnámi-taka 15 einingar. Þetta vissi ég vel, en hugsaði ekkert um fyrr en hún/hann benti mér á þetta. Auðvitað má bæta við en mælt er með 15, sem fulla stundarskrá. En 21 skal það vera plús vinna, mikil vinna til að byrja með. Líst vel á nýja staðinn minn, sem er ekki nýr fyrir mér, því þarna varði ég minni gelgju. Þekki fólkið og húsnæðið sem er flott.

Henti mér í það að skoða einn ákveðinn stað, reyndar svona nokkra staði á einni ákveðinni staðsetningu eða þúst, á Ítalíu. Við látum okkur dreyma og svo sjáum við bara til. HVer veit nema við B þrömmum upp og niður hlíðar bæja Amalfi strandarinnar um páskana. Who knows? Komst svo að því í gær að Jamie nokkur Oliver, krúttkokkur, fór þangað í brúðkaupsferð. Kannski ég biðji bara Bjarka þar í staðinn. Múhahahaha!

mánudagur, ágúst 22, 2005

Smáauglýsingar í boði BK-kjúklings og ræstingafélagsins Ýr:

Okkar elskulegi, silfurgrái/doppótti skrjóður er nú "up for grabs". Ef einhver hefur aðgang að bílvirkja eða þess háttar þá gæti þetta verið mjööög sniðugt...en lestu áfram!

Þetta er smá um drossíuna:

1989 Golf, 3 dyra, 1600 vél.

Kostir: Glænýtt púst
Óaðfinnanlegur að innan
Fer alltaf strax í gang í miklu frosti!!
Alger tuddi í snjónum
Ca. 4 eigendur
Sparsl, sér-málning- slípi "rúlla" og grunnur fylgir (mest af vinnunni búin) :)
Glæný spindilkúla fylgir (hægra megin)
Aðeins keyrður ca. 153þús (sem er ekkert á þessa kagga)
Nýbúið að skipta um vökvadælu stýris (minnir að það heiti það)
Allar rúðuþurrkur virka
Miðstöðin er dúndur!
Allt inni í honum virkar eins og á að gera
Sagt var við óformlega skoðun að hann framleiddi olíu! Ekkert að þar!
Fleira og fleira...


Gallar: Þarf að skipta um spindilkúlu, allavega aðra...
Skoða þarf einhver hljóð og ástæðuna fyrir þeim...mig grunar spindikúlutengt...
Skipta um kerti eða svona á næstunni

Svo veit ég ekki meira, enda er ég enginn bílvirki en ég býð áhugasömum upp á að koma að skoða og meta ástandið. Og gera tilboð...jeijei!!Ég tími engan veginn að henda bílnum enda miklu meira líf eftir í krúttinu! Check it út! Ég get komið með hann eitthvert til að láta skoða'nn, og verð ekkert sár eða reið ef sá eða sú hinn sami vill hann ekki...

Gæti verið sniðugt ha :) Spread the word!!

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Skrýtnir tímar...
Hvar skal byrja? Lokinn okkar dó sem sagt á miðvikudaginn, en 3 ungar konur komu með hann til okkar, vafðann í handklæði, rétt fyrir miðnætti. Þá var hann dáinn en þær fundu hann rétt við Miklubrautina. Hann var víst frekar illa farinn greyið þannig að við höfðum ekki í það að skoða hann. Mikið grétum við mikið en urðum þó að búa um hann fyrir nóttina. Sváfum lítið og vöknuðum snemma til að kanna úrræði. Dýraspítalinn tekur að sér brennslu en einnig svokallaða sérbrennslu sem við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um. Loki skyldi ekki fara í einhvern haug og búið. Á morgun fáum við svo öskuna hans. Ótrúlega skrýtið, held að fólk sem átt hefur dýr skilji þetta frekar en þetta er bara alveg ótrúlega sárt. Æ auðvitað skilur fólk þetta alveg...Hann var litli strákurinn okkar, frumburðurinn okkar eins og flestir vita. Vill ekki skrifa meira en við ætlum saman ég og B að skrifa skemmtilega minningargrein, svona aðallega fyrir okkur til að muna og kannski set ég hana bara hérna inn...svo ætlum við að finna góðan stað fyrir hann. Veit að sumum þykir þetta allt skrýtið jafnvel fáránlegt en ekki okkur. Besti kötturinn.

Finnst eitthvað svo asnalegt að koma með í framhaldi af þessu fréttir af atvinnumálum mínum en mér var boðin vinna í skólanum sem mamma vinnur í (hoho) en þar eru krakkar að koma inn "í tengslum við mitt áhugasvið". Nú gat ekki hafnað þessu boði, enda skemmtilegt lið þarna og sveigjanleikinn í fyrirrúmi :) Já skemmtilegir hlutir gerast líka.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005


...
Yndislegasti og bestasti og fallegasti kisustrákurinn okkar Loki er dáinn...Myndin var tekin af honum síðasta föstudag. Ótrúlega sorgmædd fjölskylda núna, get ekki lýst því.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Árið 1984 fór ég með mömmu og Hafsteini í langa ferð til New York. Þetta varí fyrsta skipti sem við systkinin fórum til útlanda. Ég var 6 og Hafsteinn varð 4ra. Við vorum frekar lengi þetta sumar og ég man eftir fullt af hlutum, sem er kannski ekki svo merkilegt en ég ætla nefna nokkra. Ég fékk bláan sundbol með hvítum doppum og svona pífupilsi. Einnig var ég mikið í svínkusundbol, man hvernig efnið var. Við héldum upp á afmælið hans Hafsteins og þar sem það var svo heitt, þá keyptum við ístertu. Held af Myrtle Avenue, ekki alveg sjúr. Hann fékk meðal annars Gizmo/Gremlins t-shirt sem var í svona plötu-umslagi. Við fórum í fyrsta skipti í Toys´r´us..gúlp vá!! Keyptum litla útisundlaug og ég fékk Cabbage Patch: dúkku, veggjaskraut (pin up), lítinn plast strák, "ekki"límmiða heldur sleikja dress upp bók og bleijukassa. Vá, sá fullt af þessu dóti áðan á Ebay og fékk flash bakk dauðans. Þess vegna fór ég að skrifa um NYC 1984. Langar í. Held að allt sé týnt. Allavega, fékk líka Strawberry shortcake stelpu, og það er ennþá jarðaberja lykt af hárinu hennar. Fékk fullt fleira.

Þetta var gott sumar, heitt og ég man þegar Súsanna frænka labbaði á misjafna gangstétt og reif upp á sér tánöglina. Man eftir massa ljósflugu veiði-leiðöngrum og mikilli rigningu. Gékk í fyndnum sandölum. Fékk æðisgengna glæra jarðaberjaregnhlíf, sem því miður eyðilagðist þegar ég koma til Íslands :( .

Konan sem bjó við hliðina á Dísu frænku, var alltaf að gefa okkur skrýtinn brjóstykur...kannski er ég svona skrýtin út af því.
Hvað meira..

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Bakaði núna rétt áðan súkkulaðiköku, B má borða þegar hann kemur úr vinnunni. Langaði með Sunnu og Dröfn út áðan en ég hef ekki séð þær lengi. Vantar að sjá þær. En skólinn á mig núna. Langar líka að vinna í Öskjuhlíðarskóla. Skulum sjá hvort það verði að veruleika á mánudaginn. Spennandi!!

laugardagur, ágúst 13, 2005

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Svona í fríinu okkar og ásamt því að læra og díla við hugann sem reikar þá man ég alltaf svona inn á milli eftir tónlist sem ég hef ekki minnst á. Eitt dæmi er The Knife, afbragð og annað er gamla góða Zoot Woman, en sú hljómsveit er einmitt fyrir tilstilli Evu og Eldars m.a. að spila á Airwaves. Mikið hlakkar mig til. Svo verður líka José Gonsález sem er peyji frá Svíþjóð og syngur og spilar skemmtilegt, nefnilega cover lög en ólíkt öllu öðru.
Bendi þeim sem ekki hafa aðganga að peningabuddu fullri af til-að-kaupa-geisladiska-pening að hægt er að nálgast þetta allt á t.d. Soulseek!! En O snillingur sagði okkur frá þeirri ágætu "þjónustu".


Byrjuðum að horfa á 24! Já við erum eftir á, veit, en bara í áhorfi á þessum þáttum. Erum sem sagt á 1.seríu á þætti 10 eða 12, man ekki. Já spennó og skemmtilegt. Vorum búin að sjá eitthvað fyrir löngu, en eitt soldið skondið. Það sést á morgum stöðum rosalega vel í cameruna, meira að segja cameru á hjólum með rauðu ljósi. Frekar skrýtið, þetta mun ekki gerast hjá Bjarka þegar hann fer að taka upp vídjó og bíó og allt það. Oh við eigum eftir að verða svooo fræg!! ehe... Peeeerrrrfect people!

En...mig langar til útlanda, eitthvað sem kannski ekki er hægt akkúrat núna, þar sem mínir nánustu þurfa á mér að halda núna í einhverju mesta drama sem hent hefur okkur. Já ekki beint sorg, ekki ennþá, en mikil leiðindi. Og af hverju íósköpunum er ég að skrifa þetta hérna??? Don´t know man.
Á svo að vera að læra gaaa...sveitasælan! En alltaf þegar mér dettur í hug eitthvað sniðugt, þa ætla ég að skrifa það strax inn, svo ég gleymi því ekki.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Hvar skal byrja, vantar orðin alveg bara en þetta er allt inni sko...helgin já þar er gott að byrja. Föstudagurinn var rólegur hér á bæ enda ábyrgðarfullir námsmenn hér á ferð...á laugardaginn hinsvegar var byrjað snemma.. en ekki þannig. Ég fór á flakk um allan bæ að finna dót til að pakka þessari risa gjöf til þeirra og það tókst á endanum. Svo var hitt og þetta keypt, skyrta fyrir strákinn, aðhaldssokkabuxur fyrir stelpuna hoho og sitthvað fleira. Nú svo komu hin sænsku Katarina og Erik og spænski kærasti Katarinu en þau ætluðu að gista hér sem sagt. Við fengum okkur öll eitt hvítvínsglas hérna og svo fórum við í fyndnum amerískum leigubíl í félagsheimilið út á Nes. Athöfnin hófst klukkan 18.00 að staðartíma og allir flissuðu og hlógu, mest þó brúðarhjónin, mjög skondið að fylgjast með þeim. Fliss fliss - flass flass. Mjög sætt og allt það. Svo var bara sest við borð, sturtað í sig og borðað af gómsætu hlaðborði. Á meðan voru hin ýmsu atriði...man ekki í hvaða röð (hey þjónninn var alltaf að fylla á )..en þetta kom: Ottó Tynes söng eitt lag sem svona kveðju en lagið var gjöf frá yfirmanni Eldars hjá Mr.Destiny. Einnig voru ýmis ræðuhöld, ein systir spilaði á píanó, fleiri ræður, hópur af okkur sem gæsuðum Evu gerðum eitthvað bull, söngvar, lag sem var tekið upp í stúdíó með Evu þegar hún var gæsuð var "óvænt" on air og svo má ekki gleyma einu. Erpur herra hundur, fór með rímur um.. um... já um hvað? Allavega ekki um brúðhjónin eða vináttu þeirra Eldars í gamla daga, neibbs, um Árna Johnsen og hann að troða einhevrju upp í rassgatið á ömmu sinni, að mig minnir. Ég hló, en sé eftir því, það var vínið sem hló, en svo mundi ég að ég var í brúðkaupi...allir hneysklaðir þó svo að þetta hafi verið svona allt á léttu nótunum.

Fórum svo eftir dansiballið niður í bæinn gamla, KB to be exact...vorum þar nokkur úr laupinu. Einhver ofuölvi stúlka datt á eitt borð sem varð til þess að mjög margir fullir drykkir fóru yfir alla við það borð og næsta en samt minnst á mig en það sem þó hitti á mig var mjög fullt, sjóðandi heitt kertaglas. Búmm, kjóllinn. Búmm peysan. Oh well...

Vá komið nóg. Sunnudagurinn var tekinn varlega í kjölfarið. Útlendingarnir gistu svo ekki, því Breakbeat.is strákarnir ljúfu gáfu brúðhjónunum brúðkaupsnóttina í SVÍTUNNI á 1919 hótelinu nýja. Já, það held ég nú.

Úff allir þessir pakkar...
Over.

föstudagur, ágúst 05, 2005

Já nýji Sigur rósar diskurinn lak út...vúbbs...en af því þeir sögðu að það væri í lagi, því netið hefði alltaf verið svo gott við þá, þá laumuðumst við til að hlusta smá...Já meir um það síðar ;)

Búin að vera að lesa undir próf síðustu daga,úr sambandi við alheiminn fyrir utan smá afmæli hjá brósa á miðvikudag og svo um kvöldið tók ég örlítið þátt í "gæsun" sem var fyndið.
Einhverjir útlendingar gista svo hjá okkur, en við buðum þeima verðandi hjónum Evu og Eldari það, ekki hægt að sofa brúðkaupsnóttina með fullt hús af fólki!

Já svo bara meiri lestur...stórt og erfitt próf, meira að segja Sara segir það ;/

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Já bara svona til að svala ekki forvitni ykkar, heldur til að gera ykkur forvitnari þá langar mig að bæta því við að helgin fól í sér (ekki í neinni sérstakri röð): gott grillað lambakjöt, kokteilboð, morðhótun, rauðvín, handtöku, öskur, handtöskulemjingar, meiri öskur, hurðaskelli, hlátur, gleði, tónlist, svefn og fleira. Sögurnar í heild birtast ekki hérna, en eitt get ég sagt að allar fjölskyldur eiga sína sauði og sín villidýr!

Næsta helgi fer í brúðkaup sem verður án efa skemmtilegt,hlakkar mikið til.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Þá er þessari blessuðu helgi lokið og ég komin í bæinn.
Finnst hún hafa verið löööng í þetta skiptið...ekkert of löng, bara löng. Minnti svolítið á myndina Festen en nákvæmara fer ég ekki út í hlutina. Á öðrum stað en ég var var fullt annað í gangi, alger sápa. Mér datt í hug að skrifa litla bók um atburði helgarinnar. Þar sem margbreytileiki mannskepnunnar er aðalatriðið. Púff, komst að því að ég lifi pretty normal lífi, þ.e. mitt heimili, mitt samband og allt það, er fremur venjulegt. Sem er gott, considered :)

Sit núna með leifar af mestu magaharðsperrum lífs míns og hlusta á Sufjan. Djísus! Dúndraði 100 sit ups á fimmtudaginn á boltanum mínum góða, og hef sem sagt ekki getað gengið með beint bak síðan! Já þessir boltar virka svo sannarlega og það á vöðva sem kannski hafa aldrei verið æfðir. Ok, nóg um það. Boohooring.

Bjarki farinn að skoða "steady cam" sem er svona sérstakur, sérsmíðaður þrífótur fyrir vídjóvélar. Honum langar að smíða svona og þá fer hann kannski að gera meira af vídjóum. Hann er svoo mikill snilli þessi drengur en alveg óskaplega hógvær. Klári minn. Meira um það síðar.
Bið heilsa.