Sumum finnst kannski skrýtið að við tökum þessu svona alvarlega, en það er fólk sem hefur kannski ekki átt dýr eða er jafnvel bara með kaldar sálir..? Veit ekki, allavega myndi ég ekki ef ég þyldi ekki börn-segja við fólk: þetta var nú bara krakki, þú færð þér bara annan..." Veit að þetta er ekki alveg sambærilegt, en ég ulla á fólk sem hugsar: ahhh þetta var bara kisa... Já verð eiginlega bara reið yfir sumu sem fólk lætur út úr sér. En auðvitað skilja þetta flestir að einhverju leyti. :)
Annað, ég veit alveg að ekki næstum því öllum líkar við ketti eða páfagauka eða whatever-ég er sjálf ekkert of hrifin af hömstrum og myndi sennilega ekki nenna að eiga hund, en, ég segi ekki við hundaeigendur: oj þetta eru ógeðsleg dýr, hata hunda (ekki það að ég hugsi eitthvað í námunda við þetta)!
Væri ég þá ekki að gera svolítið lítið úr greyið eigandanum sem dýrkar og dáir hvuttann? Oj ég hata börn, hvernig geturðu átt svona ógeð? Karlmenn er disgusting, hvernig geturðu sofið við hliðina á þessu kvikindi?
Æ búin með rantið.