þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Já maður er eiginlega ekki búin að átta sig á þessu, finnst bara of vont að hugsa um þetta. Takk þið fyrir hlýjar kveðjur.

Sumum finnst kannski skrýtið að við tökum þessu svona alvarlega, en það er fólk sem hefur kannski ekki átt dýr eða er jafnvel bara með kaldar sálir..? Veit ekki, allavega myndi ég ekki ef ég þyldi ekki börn-segja við fólk: þetta var nú bara krakki, þú færð þér bara annan..." Veit að þetta er ekki alveg sambærilegt, en ég ulla á fólk sem hugsar: ahhh þetta var bara kisa... Já verð eiginlega bara reið yfir sumu sem fólk lætur út úr sér. En auðvitað skilja þetta flestir að einhverju leyti. :)
Annað, ég veit alveg að ekki næstum því öllum líkar við ketti eða páfagauka eða whatever-ég er sjálf ekkert of hrifin af hömstrum og myndi sennilega ekki nenna að eiga hund, en, ég segi ekki við hundaeigendur: oj þetta eru ógeðsleg dýr, hata hunda (ekki það að ég hugsi eitthvað í námunda við þetta)!
Væri ég þá ekki að gera svolítið lítið úr greyið eigandanum sem dýrkar og dáir hvuttann? Oj ég hata börn, hvernig geturðu átt svona ógeð? Karlmenn er disgusting, hvernig geturðu sofið við hliðina á þessu kvikindi?

Æ búin með rantið.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Myndablogg


Myndina sendi ég

laugardagur, febrúar 25, 2006


Það liggur einhver bölvun á okkur. Fengum símhringingu áðan um að eitthvað fólk sem býr hérna nálægt hefði fundið hana Örk okkar dána í innkeyrslunni sinni. Sennilega hefur hún verið dáin síðan í gær eða fyrradag. Hún fór út í fyrradag eða þá um nóttina, en kom aldrei aftur. Við höfðum verið að reyna að halda henni inni síðustu daga meðgöngunnar.
Get ekki lýst því hvernig mér líður.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Æ ég á svo erfitt með að velja, endilega skoðið þetta og komið með tillögur. Er alveg í hnút!

Svo heimta ég að fólk kvitti eða commenti ef það les....diddelí skvatt! :) Alveg að rifna úr frekju ha.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Kannski verður þetta svona vikulegt blogg?? Hver veit. Það er allavega ákaflega mjög mikið mjög að gera hjá mér þessa dagana og verður þangað til ég fer út, á meðan ég er úti og svo þegar ég kem heim....Vettvangsnám, vinna og önnur skólamál. Það er ekkert grín að vera skólasvín!

Horfði á skemmtilega þætti um helgina-Project Runway. Hann er um svona fatahönnuði sem eru valdir til að búa saman í NY. Þar keppast þeir við hvorn annan um að vera áfram, líkt og í Idolinu I guess. En þetta er með svona skemmtilegri uuu realityslashhæfileika-þáttum sem ég hef séð. Very inspiring. Verymuchso.

Framundan er svo þrítugs afmæli hjá einni vinkonunni, fullt að læra, þemadagar í vinnunni-by the way ég verð með Skreytingaráð (árshátíð/söngleikur í næstu viku) og fæ ég því að spreyta mig ;). Kettlingagot, Bolludagur, Öskudagur og Sprengidagur. Hver segir svo að það sé aldrei neitt spennandi að gerast.

Mæli með því að þið kíkið á sýninguna Loka á Lokastíg í nýju galleríi þar. Móðir mín er í samsýningu með þeim kvennsum sem hún var með í Listkoti (gallerí á Laugav.) fyrir nokkrum árum. Merkilegasta við þetta er að ein þeirra keypti sem sagt þetta stóra hús og verður með svona eitthvað menningarlegt á öllum hæðum. En það allra frábærasta við þetta allt saman, fyrir utan hvað mamma er klár og flink, er að hann langafi minn byggði þetta hús og öll fjölskyldan hans-plús amma, afi og nokkur börn (m.a. mamma) bjuggu í því í mörg ár! Say about that ha!

Meira man ég bara ekki gott fólk. Eða þið tvö.
Jú ath. þetta

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Draumar eru svei mér kynlegir. Oftast dreymi ég eitthvað algerleg út í hött. Kannski eitthvað sem tengist einhverju á afar afbakaðann hátt. Oftast eru draumarnir steypa. Bara ekkert somehow. En svo er það stundum sem ég dreymi mjög raunverulega um hluti sem gætu alveg gerst en hafa ekki gerst. Well, ekki nema ég sé berdreymin og ef svo er þá er allt, allt í einu orðið svo miklu fyndnara.....og skemmtilega snúið í sápukúlunni minni.

Allavega, ég dreymdi í gær um einn af yngri kennurum skólans og var hann að kyssa samkennara okkar, konu sem sagt. Hún er þó nokkuð eldri en glæsileg nonetheless, enda verða konur ekkert ómyndalegri með aldrinum.
En, kossinn var í skólanum og ég var nálægt og hann var svo einlægur eitthvað og já raunverulegur. Svo var ég smá stund að átta mig á því þegar ég vaknaði, hvort þetta væri draumur eður ei. Var í allan dag að hugsa um þetta en ákvað að segja þeim þetta ekki. Held þeim finnist ég alveg nógu skrýtin ;Þ
Kannski voru þau bara að æfa sig fyrir kossakeppnina í Peking?

Jább kynlegir kvistir. Er búin að vera eitthvað svo lúin þessa viku. Ástkæru únglingarnir mínir hafa verið svo grumpy eitthvað þessa vikuna en það er náttúrulega ekki að sakast útí þau. Það er ekki eins og ég hafi verið síglöð og samtarfsfús þegar ég var á sama aldri. Þetta eru bara lönb og gvöööð hvað það er oft erfitt hjá þeim.

Einu sinni var maður sem var svo lítill að hann var hola.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Eins mikið og mig langaði til að skila fullt af greinargerðum og ritgerðum, fara á söfn og heimsækja listamann-þá ákvað ég að segja mig úr Listasögu. Hef ekkert heyrt í afar sérstaka kennaranum í því góða fagi síðan í janúar og auk þess var þetta algerlega auka auka. Eiginlega veit ég ekki af hverju ég var að bæta við viðbætinguna mína ??? En jámm hætt þar. Lúser me yes I know.

Svo að öðru. Ég eða réttara sagt B stakk þessu bandi að mér: Clearlake. Auðvitað get ég ekki stungið einu né neinu að mér...duhhh.
Það er alltaf svo mikil unun að heyra eitthvað nýtt gott. Það er heil hrúga þarna úti af ekki svo góðu efni en á móti heill hafsjór af frábærlegu efni. En magnið af tónlist sem fer inn um kuðunginn minn á degi hverjum er huge, sumt nær minni athygli og sumt...tja skulum segja að kattasandurinn sé meira spennandi en sumt.

Örkuz er sumsé ólétt og gat konan hans Dagfinns ekki sagt okkur nákvæmlega hve langt hún væri komin né hve marga litla krúslinga hún er með inni í mallanum sínum. EN, hún sagði að hún væri a.m.k. komin 5 vikur á leið, en gæti átt í næstu viku eða eftir 3 vikur. Jeminn!! B er búinn að kaupa sér svona apparat eins og var í Meet the fockers, bara just in case að Örkuz þurfi að skreppa eitthvað frá lillunum sínum og að það þurfi að gefa þeim.....
Jább spennt erum við.

föstudagur, febrúar 10, 2006

Sumir dagar eru meira spes en aðrir. Já þetta er speki dagsins í boði Jumbó. "Jumbó!???" Öskrar þá einhver yfir sig og verður eitt spurningmerki í framan. Ég skal því útskýra aðeins. Að kaupa sér samloku út í búð er oftast afar óhollt og sloppy, well í mínum huga eftir hugarfarsbreytinguna miklu sem kom samhliða stór-hríðinni haustið ´98.
Nú til dags, ef ég er ofsa svöng og í tímaþröng, stödd einhvers taðar nálægt Litlu kaffistofunni (já ok og öðrum búllum), þá á ég það til að leita eftir einu ákveðnu sem seðjar mitt hungur á unaðslegan og vel-eftirminnilegan hátt í hvert skipti. Oftast, og þá meina ég eiginlega alltaf er þetta eina ekki til en stundum og þá meina ég mjög sjaldan, kem ég auga á þetta undur. Orðin spennt? Jumbó kjúklinga tortilla! JÖMMMMMÍ! Er svona í 4.sæti yfir bestu svona tortilla-wrap thingy´s sem ég hef bragðað í heiminum (hef ekkert verið allstaðar). Sú besta er án efa Chicken Ceasar wrap frá Mark´s & Spencers----> To die for without a doubt! Grrrr...slefa.....slefa...vúpps grípa slef.....

Ok en áðan ákvað ég að það væri nú gáfulegra að spara svolítið og gera svona wrap sjálf. Þannig að ég sendi póst á Jumbó og bað um innihaldslýsinguna á sósunni. Jebb ég hef náð hærra plani í mínum tölvupóstsendingum. Hlakka til að fá svarið og þá vind ég mér beint í torillagerðina.

Núna, núna skal fara með ástina okkar hana Örk til Dagfinns, en viljum við fá endanlega úr því skorið hvort hún sé fylfull (er semsagt hryssu-kisan okkar svo ég má segja fylfull). Haldið ykkur fast-kem með sjóðheita fréttina rétt á eftir.
Já og líka fréttina um hvort Örk sé ólétt... ;)

*****Update*****
Grunur okkar reyndist réttur-telpan okkar er ólétt/ófrísk/með börnum/eigi læða ein/preggo!!!
Erum svoooo spennt-ég er 27 ára að verða amma, geri aðrir betur. Meira um þetta síðar, farin að knúsast :) Jei!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ætlaði að skrifa eitthvað um þessar fréttir sem ég hef verið að sjá, heyra og lesa. En ég er eiginlega agndofa. Allt þetta vegna heitrar trúar. En svo gera þeir það sama. Mamma sagði alltaf að ef maður hefnir sín, þá er maður bara nákvæmlega jafn slæmur.
Á bara að refsa öllum dönum fyrir þetta? Og annað, hver hlær ekki af brandaranum þegar Jesú labbaði út úr húsi syngjandi "I will survive...!" og svo keyrði á hann bíll. Fullt af svoleiðis. Misfyndnu auðvitað en common. Ok, ekki brjálast I´m all for respect og auðvitað áttu þeir ekkert að birta þessar myndir en prinsippið er tjáningafrelsið. Er bara alls ekki að skilja og ná þessu sem er að gerast. Fullt meira sem ég er búin að vera að hugsa. HVað verður þá um Múslimana sem þó fordæma það sem erað gerast? Hvað gerist með Múslimana sem búa á Norðurlöndunum og í þeim löndum er segjast styðja Dani? Og fordæmingin sem mun eiga sér stað? Auðvitað dæmir maður ekki alla, en eins og einhver sagði í dag og leiðrétti sig svo: "Það eru náttúrulega nokkrir svona ofsatrúarmenn að þessu og flestir Múslimar fordæma þessar árasir , mótmæli og allt það...eherm ég meina það eru nokkrir sem fordæma en flestir sem...."


3ja heimsyrjöldin?

föstudagur, febrúar 03, 2006

Farin að hallast að því að eitthvað spúkí sjitt sé að mér. Allavega sjitt. Hef sagt það í mörg ár að alltaf þegar ég fer til mömmu þá þarf ég að dúndrast á dolluna. Einnig þegar ég tala við hana í blásarann. Kannski hefur hún svona svaðalega róandi áhrif á inni starfsemina. Veit ekkert um það í rauninni en...þetta er farið að gerast líka alltaf þegar ég ætla að henda einhverju afskaplega sniðugu og nothæfu hingað inn (as per the usual færsla). Svo þar sem ég er ekki enn komin aftur með bleyju efitir 26 ára hlé, þá er ég alltaf búin að gleyma hvað ég ætlaði að skrifa þegar ég kem tilbaka. Stundum gleymi ég meira að segja að koma aftur. Er alveg hundrað prósent á því að aðrir lendi í svipuðu enda hef ég aldrei haldið því fram að ég sé eitthvað undur veraldar og með eindæmum sérstök og öðruvísi. Neibb alveg viss að aðrir lenda nákvæmlega í þessu sama. Plís segjið mér það svo ég þurfi ekki að skrá mig á eitthvað námskeið. Mér leiðist bastkörfugerð.

Yess hugsa þá sumir (sko með að ég gleymi stundum að koma aftur), en núna ætla ég bara að halda ullandanum inni og segja það sem ég kom hingað til að segja. Og það er þetta. Og þetta er svo ekkert merkilegt fyrir aðra en mig...anyways. Er komin með stað sem ég mun hefja fyrri hluta vettvangsnámsins míns innan skamms. Jei, já jei segi ég því þetta var eitthvað tvísýnt. Er pjönku stressuð en samt ekki, bara smá svona ummm tregablandin tilhlökkun án þess að vera neikvætt skiljú. Verð á táknmálssviði í grunnskóla svo það er eins gott að vinna heimavinnuna sína extra vel núna. Hlakka til og vel það.

Mæli svo með því að allir lesi Betu.


Ok ullarinn er ekki sáttur. Over.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Just shoot mig. En mér finnst Silvíu Nótt lagið öfga! Bara ógisslega töff. Vona að hún vinni og rússssti svo kepninni. Já við eurm slæm, einn nemandi kom með lagið í gær og við hlustuðum á það tvisvar, nei þrisvar. Vorum svo öll með það á heilanum og flest sammála um ofurgæði þess.
Öll hin lögin eru bara prump, en bara bara við það að nefa þau kom eitt sveitt!

"Við" erum búin að prófa allt, flotta búninga, mergjaða og liðuga dansara, eggjandi homma, fáránlega búninga, senda sama fólkið aftur svo ég tali nú ekki um lögin. Þessi 800 ár sem keppnin hefur verið. Gjí Lúí! Get ekki skrifað hvernig þau hafa verið, en komið í heimsókn og ég skal taka smá brot. Dramatík, ofurgleði og dillerí. That´s it. Og that´s it? Spyr svo fólkið í Júró. That´s it? Wait-isnt´Iceland supposed to be sooooo hip and uber cool and they send...uhhh this....this. Well I´ll say..... (allt sagt með ofsa-enskum hreim)

En annars er ég ekkert svakaleg júróvision manneskja, finnst teitin alltaf skemmtilegust en núna, já núna ætla ég að hringja eins og Cheetah myndi gera ef hún hlypi til á hringja á símanum sínum! Á laugardaginn mun ég hingja úr öllum símum sem ég kemst nálægt. Er ekki annars símakosning? Duhhh Well þá í maí. Cause she´s going!

Djöööf...verða júrópartíin eðal í vor! Ha! 20.maí er sennilega dagurinn sem við munum komast hvað næst því að vinna, jafnvel vinna þessa blessuðu keppni. Who bloody knows?