mánudagur, ágúst 28, 2006





QuizGalaxy!
'What will your obituary say?' at QuizGalaxy.com



Það er nefnilega það.....
Uppáhaldið mitt þessa dagana er að horfa á sjónvarpið. Ég veit, frekar sorglegt en þegar maður er einn daginn með sjötíu og eina stöð en var hinn daginn með eina, þá breytir þetta ákveðið miklu í lífsmynstri manns. Ef svo má segja. Ég veit að þetta varir ekkert lengi en afslappelsi upp í sófa með fjarstýringuna er unaður. Ein af uppáhaldsstöðunum mínum BBC food er komin-Ainsley er ofurhress og bóndabýlið hans Jimmy er fyndið. Eastenders á BBC prime er komið langt frá því þegar ég fylgdist með því en allir fræðsluþættirnir á hinum stöðvunum eru ó svo uuu fræðandi. Horfði á sorlegan þátt um fegurðarsamkeppnir 4 ára stelpna, reyndar gamall þáttur en djí lúí! Svo skipti ég yfir á Americas hardest prisons og sá svona aðra hlið á manninum. Mjög áhugavert skal ég ykkur segja. Soldið súr að fá ekki aðgang að kláminu en sætti mig svosum alveg við það, hefði samt viljað sjá Britains Seaside Sluts í gær....

Sjónvarpið er svona rúsína rétt eins og ég væri í Lovaas meðferð-ég læri og fæ verðlaun. Fyrsti þáttur í Prison Break var sú fyrsta, en þeir eru í uppáhaldi. Jæja, frímínútur.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Ohh stundum þegar ég er að flýta mér að skrifa þá koma allskonar vitleysur. Sorry!
Sá svo að bloggið mitt síðan í fyrradag sem innihélt tónlistarupplýsingar barasta kom ekki inn, I don´t know...

Allavega, í gær fluttum við. Sko fluttum úr svefnherberginu yfir í aukaherbergið. Í rauninni hefðum við átt að gera það fyrir löngu en ástæðurnar eru flóknar. Í aukaherberginu var antík svefnsófi sem er þungur og ekki auðvelt að bera á milli. Fyrir utan hann var rosastóra skrifborðið okkar, stórir tveir hátalar, mixer, plötuspilari, magnari, tölvan og bækur og annað slíkt. Hlutirnir eru ekki allt, við gátum fært þá no problem og þar sem svefnherbergið gamla er mun stærra rúmast þetta allt vel fyrir en í staðinn er aðeins pláss fyrir risarúmið okkar í barnaherb..nei aukaherberginu sem er núna okkar sæta svefnherbergi. Reiðvöllurinn hahaha.
Við horfum á mikið í tölvunni og því notum við aukaherbergið mjög mikið-hlustum á þætti eða myndir í góðum græjum. Við, af því að við erum ekki vond, vildum ekki gera þetta í svefnherberginu því svefnherbergi leiðinlega nágrannans er einmitt beint fyrir ofan. Ekki vildum við halda fyrir honum vöku...neh. En núna, já núna eru tímarnir aðrir. Mér er alveg sama þó hún vaki eða vakni. Bara skítsama eins og bændur segja þegar rukkarar gerast ágegnir. I don´t give a rats ass!!!

Ég baka því mitt eplapie, róleg og ánægð. En sú á eftir að verða hissa....hohoho. Ég veit að maður er nokkuð jafn slæmur ef maður gerir svona en ég ætla ekki að byrja annan vetur eins og síðustu tvo. No thanks.

Farin að kæla rassinn á postulíninu. Chao!
Ohh stundum þegar ég er að flýta mér að skrifa þá koma allskonar vitleysur. Sorry!
Sá svo að bloggið mitt síðan í fyrradag sem innihélt tonlistarupplýsingar barasta kom ekki inn, I don´t know...

Allavega, gær fluttum við. Sko fluttum úr svefnherberginu yfir í aukaherbergið. Í rauninni hefðum við átt að gera það fyrir löngu en ástæðurnar eru flóknar. Í aukaherberginu var antík svefnsófi sem er þungur og ekki auðvelt að bera á milli. Fyrir utan hann var rosastóra skrifborðið okkar, stórir tveir hátalar, mixer, plötuspilari, magnari, tölvan og bækur og annað slíkt. Hlutirnir eru ekkiallt, við gátum fært þá no problem og þar sem svefnherbergið gamla er mun stærra rúmast þetta allt fyrir en í staðinn er aðeins pláss fyrir risarúmið okkar í barnaherb..nei aukaherberginu sem er núna okkar sæta svefnherbergi. Reiðvöllurinn hahaha.
Við horfum á mikið í tölvunni og því notum við aukaherbergið mjög mikið-hlustum á þætti eða myndir í góðum græjum. Við, af því að við erum ekki vond, vildum ekki gera þetta í svefnherberginu því svefnherbergi leiðinlega nágrannans er einmitt beint fyrir ofan. Ekki vildum við halda fyrir honum vöku...neh. En núna, já núna eru tímarnir aðrir. Mér er alveg sama þó hún vaki eða vakni. Bara skítsama ein og bændur segja þegar rukkarar gerast ágegnir.

Ég baka því mitt eplapie, róleg og ánægð. En sú á eftir að verða hissa....hohoho. Ég veit að maður er nokkuð jafn slæmur ef maður gerir svona en ég ætla ekki að byrja annan vetur eins og síðustu tvo. No thanks.

Farin að kæla rassinn á postulíninu. Chao!

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Já ég held að okkur sé ekkert ætlað að búa hérna en í núna er hugsanlega lausn í sjónmáli. Málið er að ætlun okkar var að vera hér þangað til við keyptum okkar eigið. Það er erfiðara en við bjuggumst við þó svo að leigan sé hagstæð. Fyrir utan orkuþjófnaðinn sem á sér stað þá bara er þetta ekki þess virði. Vildi óska þess að ég gæti slökkt á þessum pirring, þessari reiði en það er ekki svo auðvelt. Við erum búin að standa í tómu veseni síðan um áramótin 2004 og núna erum við aftur á byrjunarreiti. Nýju gellunni í íbúðinni fyrir ofan er svo unaðslega skít sama þó svo að hún sé með læti, bara eins og það komi henni ekki við. Hún er bredda og eina sem ég heyri þegar ég (og hún) er heima er helvítis frekjulega röddina hennar. Þessi blokk er náttúrulega einangruð með heyrnalausa í huga og heyrist allt eins og ég hef svo oft komið inn á, núna heyrist bara meira. Við hinir íbúarnir settum upp skilaboð á ganginn, bara um umgengni og almenna tillitssemi en kannski þekkir hún ekki þessi semi-löngu orð. Kannski bara ekki. Einhver sagði við okkur að gefa henni sjéns en málið er bara ekkert svo einfalt. Hún er að framleigja íbúð að peyja sem við höfum verið að díla við lengi. Hún er að eigin sögn forfallinn kynlífssjúklingur (greyið) og þar að auki ein af þessum málglöðu. Við þekkjum til hennar og vitum bara alltof mikið um hana til að vera bara ,,æ greyið, ekki dæma hana..blablabla". Svo byrjaði hún líka vel en nennie kki að faraút í það.

En að lausninni. Hugmynd hefur verið á lofti um að koma stóra bílskúrnum hennar mömmu upp en grunnurinn er tilbúinn. Við settumst því niður og teiknuðum þetta upp, reyndar eru allar teikningar ready en settum inn milliveggi og svona. Út kemur rétt rúmlega 50 fermetra íbúð plús geymsluloft á besta stað í bænum. Þarna myndum við svo vera þangað til útborgun er orðin nægileg í okkar eigin höll. Foreldrar okkar beggja eru spenntir yfir þessu og á morgun verður fundur. Þetta ætti ekki að taka langan tíma og hver veit nema við verðum komin innan árs þarna inn. Jei, hlýnar í maganum og hjartað mitt róast. Allir hlutir gerast náttúrulega af því þeir eiga að gerast. Mamma kallar þetta pakka frá einhverju æðra valdi og ég er viss um að þetta sé bara einn af þessum stóru pökkum sem koma sjaldan en koma þó. Sumum finnst þetta ekkert mál en heimilið mitt er minn staður og á sínum stað á maður að vera glaður með allt.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Lentum í ansi skelfilegri lífsreynslu í gær. Á meðan ég var í rólegheitunum að taka upp úr Bónuspokunum, var B að leika við alla kettina í garðinum. Þá erum við að tala um Gný og Ögn og svo Carlos og Carmen sem búa við hliðina á okkur. Allt í einu kallar kona af annarri hæð í næsta stigagangi á B og spyr hvort þetta sé okkar kisa, því hún haldi að þetta sé sín sem hvarf 12. júní. Hjartað í okkur stoppaði og ýmsar hugsanir flugu um kollinn. Svo kom hún niður en byrjaði á því að segja, að hún ætlaði ekki að taka hana frá okkur. Við sögðum henni að við hefðum auglýst hana bæði á Kattholtssíðunni og í hverfisbúðunum. Hún var ofsa glöð að sjá að hún væri á lífi en enn og aftur að hún ætlaði ekki að taka hana. Mikið varð ég fegin, get ekki byrjað á að útskýra það sem ég fór að hugsa. En svo sagði hún okkur söguna af Ögn okkar sem by the way þau höfðu skírt Agnarögn!!! Hún fæddist sem sagt ásamt tveimur kettlingum um miðjan apríl sem gerir hana miklu miklu eldri en við héldum og hún lítur út fyrir að vera. Einn kettlinganna fæddist andvana en hinar tvær sem lifðu fæddust mjög fatlaðar og lengi tvísýnt með það hvort þær myndu lifa. Hin (ekki Ögn) var sterkari, en litlan okkar lá bara fyrstu vikurnar og það var einhver barnalæknir sem mataði hana og hélt í henni lífi. Svo tók þessi nágrannakona hana að sér og svo datt hún af svölunum hennar og mjálmaði svo fyrir utan hjá okkur. Konan og við líka, segjum að hún hafi átt að koma til okkar. En hún var hissa að sjá hversu spræk hún er en við segjum að það sé því hún sé svo ótrúlega dugleg og líka að væntumþykja okkar frá byrjun spili inn í. Væmið? Ég veit, en mikið óskaplega vorum við fegin að hún tók hana ekki aftur, því þetta er Ögnin okkar.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Fínt mikið að gera í vinnunni en þó stend ég mig oft að því að standa bara og snúast í hringi. Stofan að verða tilbúin og sumir sem koma niður í heimsókn commenta iðulega á þá staðreynd að það sé enginn gluggi og halda að mér finnist þetta voða slæmt, en mér finnst það bara alls ekki. Þarna ætla ég mér stóra hluti (grín) og líkar bara vel við þetta góða pláss.

Ætluðum upp í bústað um helgina en hann er upptekinn, smá vonbrigði þar sem við erum miklu meiri sveitalúðar en svona hinn meðalmaður. Pínku súr út af þessu. En læri bara hérna í staðinn en fékk einmitt kennsluáætlun í einu fagi í gær og á heldur betur að lesa áður en ég mæti í næstu viku. Og haldiði ekki að okkur hafi hefnst fyrir allt vælið í sambandi við fávitann á annarri hæðinni, jú-hann ætlar sem sagt að framleigja certified kynlífssjúklingi íbúðina. Og þetta er ekki grín.
Það varð svaka lögguhasar hérna í blokkinni vegna ofurteitis á aðfaranótt þriðjudags-meira að segja konan í blokkinni á móti hringdi á lögguna. Bý ég í Keflavík? Mér er spurn.

Anyways, fullt að gerast, stjórn starfsmannafélags skólans er víst eitt af því, en mér til mikillar furðu var ég kosin í það félag/ráð. Hvað er fólk að pæla??

Farin í fýlu en ekki lengi, langar svo út úr bænum......

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Próf í fyrramálið-voðalega skrýtið að fara í próf í ágúst. Það finnst mér allavega.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Kalliði mig bara Nightingale en ég get fullyrt það að ég hef aldrei á ævinni séð svona veika manneskju. Það eru náttúrulega sjúklingar á sjúkrahúsunum sem maður hefur séð en aldrei hef ég upplifað neinn svona lasinn eins og hann herra B er búinn að vera í dag. Það er bókstaflega allt að og trúið mér þegar ég segi að "lyftan" er gjörsamlega biluð, fer bara upp og niður sitt og hvað og stundum meira segja bæði upp og niður á sama tíma....eherm. Vorkenni honum bara ofsa mikið og varð meira að segja örlítið skelkuð í dag þannig að ég hringdi bara í tengdó.
111
Ég hins vegar keypti notað sjónvarp handa mér og kjúklingnum í dag og leið okkur eins og við værum í bíó áðan þegar við vorum að horfa á Alias. Brósa fannst þetta fyndið en hann þurfti að bera þetta úr bílnum þar sem B er rúmfastur. Svo fannst honum líka fyndið að við værum að kaupa notað sjónbart. Ég tilkynnti honum að ég væri sko ekki að fara að eyða offjár í imbatæki en að okkur vantaði aðeins betra en 20 ára gamla Hitachi tækið sem við vorum með (á hjólum takk fyrir). Reyndar finnst mér það sætt tæki en þetta huge risastóra gamla nýja, er ekkert svo gamalt og við fengum þá á mjög fáar krónur. Dolby stereo og allt.... Mjög gaman.
222
Horfðum á mjög skemmtilega mynd um daginn, The Squid and The Whale-mæli með henni. Hún er sutt en góð :)
Okkur vantar borðstofuborð, langar í tekk stíl-ekki úr Tekk búðinni heldur original tekk. Ef einhver veit um slík húsgögn give us a holla!

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Ég mun sennilega aldrei kaupa pesto aftur inn á heimilið. Aldrei. Ástæðan er tvíþætt, nnars vegar vegna þess að ég fékk fyrir einhverjum mánuðum helbert ógeð fyrir því og svo hinsvegar vegna þess að einhevrn veginn tókst einni krukku, sem ég keypti aðeins fyrir gesti, að detta líka svona fallega á hliðina. Svo hef ég ekki skrúfað fyrir með He-Man skrúftakinu mínu þannig að ógeðisolían lak um ísskápinn. Sennilega hefur þetta verið að gerast í smátíma-ekkert of lengi því ég tek reglulega til í honum en....alls staðar þar sem olían fór á plastið (sem heldur glerhillunum uppi) hefur átt sér sérkennileg tæring þannig að við þurftum að kaupa ný svona plöst í gær. Engin hræðileg útgjöld en súrt þar sem hvorugt okkar borðar þetta helv..jukk. Djö ans helv. Líka pínku leiðó því skápurinn er bara ekki svo gamall, kannski aðeins meira en eins árs.

Þið munið þegar litla sæta Ögnin okkar birtist fyrir utan eldhúshurðina, er þaggi? Hún er alger draumur, þau, hún og Gnýr kúra saman eins og bestu vinir eða systkin en hann verður einmitt eins árs núna 1. október. Við bjuggum þann dag til eiginlega með Kattholti, en verða allir að eiga afmæli! Litla sæta baun á afmæli einhvern tíma líka, bara ekki viss. Hún hefur verið svona 5 vikna þegar hún kom svo við reiknum bara út frá því. Hún er afar sérstök, rangeygð og með beyglað skott en gæfari kisu fáið þið ekki. Hún reyndar ákveður hvenær þú mátt halda á henni en hún hleypurekki í burtu, þó þú komir askvaðandi að henni. Það er líka svo fyndið, hún er í sömu litum og hinir þrír. Bara mjög líka þeim. Við spyrjum hvort annað oft hvaðan hún komi en ég er eiginlega viss um að hún komi bara frá himnum.
Við erum svo heppin.

Jæja aftur að lærdómi-reyndar er ég að sjóða í ítalska sósu líka....en er líka dugleg að læra. Lofa.

mánudagur, ágúst 07, 2006

Ég stundum verið alger sentimental sucker. Horfði á þegar konan hans Magna og litli strákur komu til hans og ég fékk tár í augun.
Langar að koma með smá kvart, en út frá því að við elntum í þessum mipur skemmtilega þjóðverja þá höfum við heyrt nokkar svona frekjusögur. Auðvitað er ég ekki að alhæfa um alla þjóðverja sem heimsækja landið okkar, alls ekki. Og auðvitað getum við verið alger fífl, en þannig er það nú bara með okkur að þegar birtir svona eins og á sumrin hjá okkur þá erum við ekkert að fara í háttinn (í útilegunni) klukkan 21. Meira að segja börnin góðu leika sér langt fram á kvöld. En margir útlendingar virðast vera farnir að lúlla svona snemma og eru farnir á fætur klukkan 6. Dæmi um svona sögu: Einn rólyndis fjölskyldumaður var í útilegu með fjölskyldunni sinni í einum af þjóðgörðunum okkar. Hann sest í stól fyrir framan bílinn sinn með hurðina opna og hlustar á sjöfréttir. Að honum koma tvær erlendar konur og biðja hann um að lækka---hann varð voða hissa og sagði ha af hverju? Þær sögðu að þetta væri einfaldega of hátt því þær væru að lesa.....kósý!

Maðurinn sem við lentum í var án efa afar tæpur maður en orðrétt réðst hann út úr tjaldinu sínu þegar við vorum að tjalda og öskraði á okkur: ,,You people have to respect other peoples privacy, your camping right in front of my nose!" Sem var ekki málið því við vorum marga metra frá honum. Svo öskraði hann heilmikið m.a. að þetti gerðist alltaf þegar hann komi til Íslands bla bla bladi bla. Enginn sagði neitt en eftir smá stund sagði B að honum þætti hann frekar rude og að klukkan væri nú bara ekki einu sinni 10... Þar að auki vorum við ekkert að fara að hafa lætin, bara tjalda, borða og lúlla. ensvona er þetta víst.

Anyways, smá rant, finnst þetta bara svo dónalegt eitthvað....

laugardagur, ágúst 05, 2006

Allrighty!
Það er á hreinu að verslunarmannhelgin er hreint ekki eins spennandi og hún var áður, hef í það minnsta ekki áhuga á að vera á útihátíð akkúrat núna. Reyndar myndi ég ekkert slá hendinni á móti góðri tónlistarhátíð (í útlöndum) en ekki í rigningu og 10 stiga hiti eins og er hér akkúrat núna. Meira að segja gluggarnir eru lokaðir það er svo kalt. Brrr.

Fórum í tvær nætur í bústaðinn í Borgarfirði og það var æði. Afslappelsi eins og við kunnum best og svo yatzy. Reyndar komst B að því að honum finnst það ekkert skemmtilegt eftir að ég burstaði hann. Er viss um að það hafi verið tapinu að kenna. Honum finnst þetta alveg skemmtó...
Fórum full trega aftur í borgina í dag en bústaðurinn var um það bil að fyllast. Þeir sem hann þekkja vita að hann er kósý fyrir tvo, allt í lagi fyrir 4 og svo umfram það er pínku tight.

Veit ekkert með restina af helginni, B fór að veiða pizzu í matinn og ætli við dreypum ekki á smá rauðu með henni. Svo kannski gerum við eitthvað en veit ekki.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Ok það er ekki eins og ég hafi ekki gert þetta áður en steig skerfið áðan. Hárið mitt í tómu tjóni og ég algerlega óákveðin. Þangað til fyrri tveimur dögum, þá gekk ég inn á stofu hérna í hverfinu og pantaði tíma. Fór áðan og er bara nokkuð ánægð með breytinguna. Núna fara allir að taka mig voða alvarlega og halda eflaust að ég sé voða gáfuð. Reyndar þarf ég sennilega að setja double layer af brúnkukremi á mig og lita augabrúnirnar, eitthvað sem ég hef aldrei gert...nei held ég sleppi því en smá litur í kinnarnar skaðar engan. Athyglissjúka ég ákvað að skella inn einni mynd, enég skellti mér einmitt í myndatöku á leiðinni heim. Grín.

Svo er það bara að bruna í blíðunni í Borgarfjörðinn. Jei jei. Adios!

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Var búin að skrifa næstum alla ferðasöguna, ævintýrið í heild sinni. Svo vistaði ég það en finn það ekki. Nenni engan veginn að byrja aftur en skrifa bara punkta :)
  • Hitabylgja í Vaglaskógi
  • Vissum ekki af tónleikunum á Hálsi með Sigurrós fyrr en of seint (í Vaglaskógi)-pínku súrelsi
  • Löng keyrsla austur á laugardeginum
  • Borgafjörður Eystri-AKA Magni-town-var pakkstútfullur af fólki
  • Flottir og skemmtilegir tónleikar---bræðslan stóð fyrir sínu
  • Brjálæðislæti á tjaldstæðinu-samt benti tjaldstæðisvörðurinn okkur á "rólega" tjaldstæðið
  • Svona er þetta bara og í raun ekkert alslæmt.....
  • Ógeðisslagsmál sem enduðu með andliti eins í gegnum afturrúðu bíls (enginn tengdur okkur of course)---sá maður er skreyttur í andlitinu for life
  • Þá ákvað ég að ég er ekki lengur unglingur-hef óbeit á slagsmálum sem er ekkert nýtt
  • Öfga fullt fólk í félagsheimilinu, tókum hringinn og út þaðan....
  • Löng keyrsla í Skaftafelli---í grenjandi rigningu og þoku...engin rigning bara í Skaftafelli! Sólargeislarnir létu jökulinn glitra og við fengum hroll. Bjútí!
  • Brjálaður Þjóðverji tók á móti okkur þar.....
  • Hann tók sjúklegt brjálæðiskast
  • Svo komumst við að því að maðurinn var andlega unstable að öllu leiti og algerlega búinn á sál og líkama eftir langar göngur um hálendið. More on that later-hitamál....
  • "This always happens when I come to Iceland!" (Hvað ertu þá alltaf að koma hingað...?)
  • Íslandsmót í Kubbspiel 3 keppnir. Minn maður var í sigurliðinu. Jei!
Ferðahópurinn samanstóð af Evu og litlu rækju, Eldari, Bjarx og mér. Svo bættust í hópinn Gaukur, Ylfa og Kiddi.
Ofsa skemmtileg ferð, mikið hlegið í góðum félagsskap! Svo ég tali nú ekki ekki um allar góðu spilastundirnar.
Ef ég man eitthvað meira þá updeita ég bara.
*****
2 vikur eftir af sumarfríinu sem er gott og vont. Þá byrjar lokatörnin í skólanum og nýjir hlutir að gerast í vinnunni. Læt mig bara hlakka til skíðaferðarinnar í febrúar. Djí hvað mér/mig/hana/henni hlakkar stíft til!