Ohh stundum þegar ég er að flýta mér að skrifa þá koma allskonar vitleysur. Sorry!
Sá svo að bloggið mitt síðan í fyrradag sem innihélt tónlistarupplýsingar barasta kom ekki inn, I don´t know...
Allavega, í gær fluttum við. Sko fluttum úr svefnherberginu yfir í aukaherbergið. Í rauninni hefðum við átt að gera það fyrir löngu en ástæðurnar eru flóknar. Í aukaherberginu var antík svefnsófi sem er þungur og ekki auðvelt að bera á milli. Fyrir utan hann var rosastóra skrifborðið okkar, stórir tveir hátalar, mixer, plötuspilari, magnari, tölvan og bækur og annað slíkt. Hlutirnir eru ekki allt, við gátum fært þá no problem og þar sem svefnherbergið gamla er mun stærra rúmast þetta allt vel fyrir en í staðinn er aðeins pláss fyrir risarúmið okkar í barnaherb..nei aukaherberginu sem er núna okkar sæta svefnherbergi. Reiðvöllurinn hahaha.
Við horfum á mikið í tölvunni og því notum við aukaherbergið mjög mikið-hlustum á þætti eða myndir í góðum græjum. Við, af því að við erum ekki vond, vildum ekki gera þetta í svefnherberginu því svefnherbergi leiðinlega nágrannans er einmitt beint fyrir ofan. Ekki vildum við halda fyrir honum vöku...neh. En núna, já núna eru tímarnir aðrir. Mér er alveg sama þó hún vaki eða vakni. Bara skítsama eins og bændur segja þegar rukkarar gerast ágegnir. I don´t give a rats ass!!!
Ég baka því mitt eplapie, róleg og ánægð. En sú á eftir að verða hissa....hohoho. Ég veit að maður er nokkuð jafn slæmur ef maður gerir svona en ég ætla ekki að byrja annan vetur eins og síðustu tvo. No thanks.
Farin að kæla rassinn á postulíninu. Chao!