miðvikudagur, maí 31, 2006

Skrýtið, stundum þegar ég fer á síðuna þá kemur asnalegur photobucket í background. Vinsamlegast látið mig vita og ég reyni að fjarlægja það...??

En ég komst að því í dag að maður á alltaf að gera og framkvæma-hugsa jafnvel og koma þeirri hugsun lengra. Til dæmis til næsta manns eða eins og ég gerði í dag til yfirmanns. Hef verið með ákveðna hugmynd í kollinum í smá tíma og síðustu daga hef ég leitað mér ráðlegginga varðandi þessa hugmynd. Nú, svo í dag bar ég hana upp á borð hjá mínum yfirmanni og viti menn, honum leist líka svona þvílíkt vel á hana! Mikill léttir og heilmikill spenningur, loksins fæ ég að spreyta mig og nýta mína kunnátta almennilega! Þetta er ekki orðið final og því vil ég ekkert fara í saumana á þessu hérna...just yet ;) Jei!

Annars mikið að gera, réðst á aukaherbergið hjá móður vorri-en þar er mikið af dóti sem hún á ekki einu sinni, miiiiikið af drasli og þvílíku. Dót sem á ekkert að vera þarna enda er hugsunin að herbergið verði nýtt sem stúdio fyrir hana. Það er líka jei en að tæma þetta junk er sko ekki jei og heilmikil vinna. Fyndið svona fólk með sjúklega söfnunaráráttu...ekki mamma sko.

Málaði svo fyrir hana ganginn og lét hana svon skutla mér með hjólið-já nýja mitt sem ég ferðast núna á. Rassinn? Já hann er enn aumur :)

mánudagur, maí 29, 2006

Bjó mér til svona myndaalbúm, hámark hégómans en so what! Love to let you see me hohoho

Grín. En gerði það samt, tímdi ekki að uppgreida þarna flicr, geri það þegar ég er fjáðari-enda finnst mer notendaviðmótið þar skemmtilegra :)
Ætlaði svo mikið að blogga eitthvað en nenni því bara ekki núna. Kannski á eftir. Algerlega tilgangslaus færsla.

Jú ein spurning:
Dökkt eða ljóst hár? Smá dilemma..... Svör óskast!

miðvikudagur, maí 24, 2006

You Are an Excellent Cook

You're a top cook, but you weren't born that way. It's taken a lot of practice, a lot of experimenting, and a lot of learning.
It's likely that you have what it takes to be a top chef, should you have the desire...


Hihi....
.." I would like to thank my mother for her support and never ending inspiration. She has given me the courage and ability to be able to experiment-without being terribly afraid of the outcome..."

Klapp klapp klapp

mánudagur, maí 22, 2006

Ok ég er kannski ein af tíu sem horfa ennþá á OC, tja ég spóla samt oft áfram-enda þvílík óþarfa drama oft. Síðast þátturinn var langur og í endann deyr ungfrú Marissa! Og ætla þeir að enda þættina svona? O nei nei, það kemur meira í haust.
Svona gerðist þetta einhvern veginn:,,The car explodes and Ryan lays Marissa down on the pavement and rouses her. He tells her he’s going to get help, but she begs him to stay. And then she dies........"

Oh well, fallega fólkið deyr víst líka.

Núna er maður bara búinn í skólanum og það er pínku dæmi að venjast því að þurfa ekki að hugsa um skólann eða verkefni. Er að reyna að koma öllu í verk sem ég hef trassað á meðan skólatörnin stóð sem hæst. Svo á ég nokkar 24 þætti til að horfa á, nokkrar bíómyndir og þess háttar. þegar veðrið skánar og hitinn fer allavegaí 5 stig, fer maður að gera eitthvað sumó. Hjólaði í og úr vinnunni í dag og my god, puttarnir eru enn dofnir! Og hvað á að þýða að senda snjó á okkur! Það er komið sumar.

fimmtudagur, maí 18, 2006


Ó og þetta verður sennilega nýji skjóturinn ........
Var ég búin að nefna það að ég fékk svona gæsahúð, næstum fjaðrir þegar Last one standing kom á Ladytron tónleikunum? Nei hélt ekki. Úff.

Síðast effinnóttin sem ég vaki fyrir verkefni-alltað smella smana og baraeftir að prenta. Ætlaði að klára í dag en allt fór úrskeiðis sem gat farið! Var í vinnunni til sex til að klára en gafst upp.

Yndislegt að koma aftur í vinnuna. Tekið á móti mér með nammi og fána! Já fána, þau eru svo þjóðleg!

þriðjudagur, maí 16, 2006

Jei ein einkunn komin jei jei. táknmálið gaf mér eina níu. Er mjög svo sátt við þessa, tían hefði verið úber en ekkert snobb L!
Það er nefnilega svo fyndið með þennan blessaða skóla. Þú skráir þig í námskeið sem er 2 einingar og svo kannski annað sem er uuu segjum 4 einingar eða eitthvað. Nú, þú heldur að það sé oggu pjönku munur á verkefnu og almennu álagi en neehhh. Virkar ekki þannig.
Táknmálið var bara fullt erfitt, mörg verkefni-video, ritgerðir og svo lokapróf. Húrra ég segi ég og ber svo laust á brjóstkassann með flötum lófanum-hvað haldiði að það þýði?
Varð að taka mér pásu...
Vona að þetta sé síðasta, allavega næstsíðasta andvökunótt vetrarins. Kaffidrykkjan er orðin svakaleg og ef detox er ekki bara næst á planinu þá veit ég ekki hvað ég heiti! Guðrún, Sigrún, Jóna......

Get huggað mig við það að ég á bara þetta eina fjárans verkefni* eftir-en ég kláraði nefnilega prófið í dag :)
Áðanvar ég næstumbúin að skyrpa framan í skjáinn, sjálfa mig og á gólfið ég var svooo pirruð. En ég skellti bara nýju heyrnatólunum mínum á kollinn, fyllti á kaffið og leyfði Sufjan að súða mínar taugar :)

Síðasti dagurinn í vettvangsnáminu á morgun, skrýtið að þetta sé búið. En óskaplega hlakkar minni til að stíga bara inn á vinnustaðinn kæra-engin verkefni yfirvofandi, bara gleði og skemmtilegt fólk og fyndnir unglingar. Svooo minn staður!


*Þetta er ekkert fjárans-einstaklingsáætlun sem tengist þjálfuninni semég sá umá vettvangsstað. Auðvitað hef ég lært fullt.....

sunnudagur, maí 14, 2006

Get bara ekki meir! Mér hefndist allsvakalega þetta kæruleysi á föstudagskvöldið og er nú komin með sætt legusár á rassinn! Próf í fyrramálið, klára vettvang á þriðjudag og skila verkefninu á miðvikudag. Until then good night and uuu good luck.

laugardagur, maí 13, 2006

Við skötuhjú kíktum óvænt út í gær. Ég skilaði mér til mikillar furðu stóru verkefni u klukkan átta í stað þess að vera á síðustu mínútu fyrir miðnætti. Því var ákveðið að hanga ekki inni heldur lyfta sér smá upp. Ekkert mikið en smá ;)

Og þegar við komum heim, voru skrýtnir hár-hnoðrar út um alla stofu, blóðspor um allt og þvílík katar-merkingarfýla! Blótuðum líka villikettinum, greyinu sem kemur stundum hingað inn. Nú hefur hann aldeilis verið að merkja sér íbúðina okkar. Þannig að ameríska fabreeze lyktareyðandi vor-spreyinu okkar var beytt!

En..hver hadliðið að hafi svo trítlað inn, vel reyttur með sár og alblóðugur...??? GNÝR!!! Þvílík hamingja, ég bara grét af gleði! Svo ánægð að hann hafi komið heim, var ekki að sætta mig við að við mydnum bara aldrei sjá hann aftur. :) Gleði gleði.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Ekkert bólar á Gný...finnst þetta svo ósanngjarnt. Það er ekki eins og við séum vond við kettina okkar, þeim líður/leið þvert á móti mjög vel hjá okkur og eru dekraðir út í eitt. Skil ekki svona brengluð karma. Á milli þess sem ég læri, borða og sef-leita ég af greyinu. Samviskubitið nagar líka svo illa í mann......

þriðjudagur, maí 09, 2006


Bölvunin poppar upp aftur....Gnýr er týndur og erum við búin að leita og auglýsa út um allt! Hann er sem sagt litli, innikötturinn okkar en við ákváðum að hafa hann bara inni eftir Örk og Loka. Svo er hann búinn að vera að væla og mótmæla svo við leyfðum honum rétt að kíkja út, þurftum næstum að ýta honum þar sem þetta litla grey er svo pjönku inni í sér...hann bara varla þorði en fór þó smá út um gluggann í gær en alltaf fljótlega inn aftur. Svo bara var orðið dimmt og ekkert bólaði á lillanum...böhöööö. En erum búin að auglýsa alls staðar, búðir, tala við litlu spæjarana í hverfinu, labba út um allt og einnig hringja á Dýraspítalann til að ath. hvort einhver hafi komið með slasaðan kött. Ekkert þar. No news is good news....?? Er bara ofsalega vonlítil eitthvað og sorgmædd yfir þessu. Argasta klúður.

sunnudagur, maí 07, 2006


Fórum í bústaðinn um helgina. Sweet Borgarfjörðurinn klikkar svo aldeilis aldrei. Með í för fullt að verkefnadóti. Áður en ég fór upp eftir átti ég 4 verkefni eftir. Ég á ennþá 4 eftir....en komin langt með 1 allavega og vann fullt í öðru. En annars var þetta kærkomin ferð þar sem vikan næsta og svo fram að 17. maí verður biluð. Segi ekki annað. En ég virka ágætlega undir svona álagi og þegar á hólminn er komið, þá gengur alltaf allt upp. Ég á samt ekki að blogga núna. En má samt til með að segja ykkur smá frá helginni. Bústaðurinn okkar er afar lítill og krúttlegur A-kofi. Þetta er einn af uppáhaldsstöðunum mínum á landinu. Við förum þarna allt árið um kring, en á veturna er ekkert vatn. Þá er ekki hægt að sturta niður ef stóri lortur kíkir á mann né vaska upp. Nema maður komi með uber mikið af vatni eða sæki jafnóðum í ána. Margir myndu nú ekki láta bjóða sér upp á svoleiðis. En ég elska það. Elska allt við þennan bústað. Útsýnið er unaðslegt, kyrrðin fullkomin og engin svona sumarbústaðaumferð. Það eru nefnilega ekki margir bústaðir á þessum snilldarstað og þetta er alveg í nokkurra km fjarlægð frá þjóðveginum. Núna, um helgina, var veðrið æði og vatnið komið á. Helgin var fullkomin, afslöppun sem ég neita að bendla við leti á einn eða annan hátt. Grrrr matur og sjónvarpsgláp. Já, hingað förum við til að glápa á imbann+video þar sem við erum bara með rúv hérna heima.

Gerði flotta grillpinna á laug--> Marieneringin er svohljóðandi: Smáttsaxaður vorlaukur, 2 msk hunang, 1/4 bolli soja og sama af cider edik. Henda útí þetta kjúklingakubbum og hálfum sveppum. Geyma í amk klukktíma. Svo þræða á pinna til skiptis, kjúllann sem einnig búið er að rúlla upp í bacon, sveppum og ananasbitum. Algerlega out of this world!

fimmtudagur, maí 04, 2006

Ok, er búin að ná mér niður en er enn reið. Bara það að fólk geti verið svo ótrúlega tillitslaust og bera akkúrat nada virðingu fyrir náunganum, fer með mig. EN nóg um það.

Sit og vinn í verkefni, enda fer allur minn tími þessa dagana í verkefni. Á næstu tveimur vikum á ég eftir að: Skila lokaverkefni í táknmáli. Skila Lífssöguverkefni, sem er frekar stórt um sig. Skila af mér einstaklingsáætlun sem er það sem ég er að vinna að samhliða vettvangsnáminu og svo síðast en ekki síst fara í eitt próf. Deux ans! Hjálpi mér... Lífið er samt gott og er góð tilfinning og tilhlökkun sem kraumar í mér, ég er að fara aftur í mína vinnu! Ohh hvað það verður gott að eyða síðustu dögunum með þeim. Sennilega flestir samt búnir að gleyma mér.. :(

Svo gerðist annað yndislegt. Rósa vinkona og Gary manninn hennar eignuðust á þriðjudaginn eitt stykki strák og ég er svoooo stollt af henni/þeim. Öfunda þau líka smá, ok mjög mikið! Barnið er engli líkast og mér finnst svo ótrúlegt að horfa á svona lítil kríli. Bara allt eitthvað. Þetta er sem sagt þriðji drengurinn í röð í vinahópnum þannig að stelpurnar sem á eftir koma eiga sko vandasamt verk fyrir höndum að velja sér mannsefni! Úff, þvílíkir strákar! Gæti borðað þá alla!

Ekki meiri tími, farin að læra chao! Segið nú eitthvað skemmtilegt :)
Hata nágrannan minn, meira en nokkru sinni fyrr! Helvítið hann Kolli og druslan sem hann er með, döfull er ég pirruð útí þau. Ég á að vaknaeftir 2 og hálfan, er búin að sofna tvisvar en vakna svo tvsivar við brókarsóttina. B fór upp í síðustuviku og kvartaði, hann voða hissa haaaa--> falski fáviti,vissi svo af þessu og búinn að gera frá því hann flutti inn í des 2004!!! Gerir ekkert í málinu og drullusama. Gellan veit ekki einu sinni að hann heldur svo í þokkabót öflugt framhjá henni. Hvað ætli hún heiti? Asswipe. Gjörsamlega drullusama um gerpið!

mánudagur, maí 01, 2006

Það er hreinlega með öllu ómögulegt að vera skynsamur. Datt inn á þetta áðan. Hef nú reyndar skoðað þetta áður en þegarég sá line-uppið úff úff úff. Núna er ég,í stað þess að læra, að skoða bestu leiðirnar til að komast þangað! Erum við crazy? Já ég held það líka. En mig er búið að langa svo á tónlistarhátíð enda fór ég síðast á Reading árið 2000!

Ætla að reyna að hætta þessu og einbeita mér að lærdómnum, nóg að gera þar sem maður slakaði aðeins á um helgina. En svo þegar það er búið þá ætla að ég að skoða eitthvað meira :)

Svo annað. Setti inn myndir hér,það reyndar komast ekkert svo margar fyrr en eftir smá tíma. Enþað er allt í lagi, þá getiði dáðst að þessum þangað til :)