Ég ljósrita alltaf eða bý til risa dagatal og set fyrir ofan tölvuna. Á það set ég inn alla skiladaga annarinnar og stroka svo út þegar ég er búin. Ekkert flókið en virkar svo vel að hafa þetta allt á sama stað og fyrir augunum á sér alltaf. En, þegar ég færði þetta inn í lok ágúst, gerði ég mistök. Ég skrifaði að ég ætti að skila tveimur verkefnum á mánudaginn (á morgun). Annað einstaklings og hitt hóp. Vegna hóp-samvinnunnar, las ég allt lesefnið fyrir hópverkefnið en skildi hitt eftir á hakanum. Þar ber ég bara ábyrgð á mér og ætlaði ekkert að stressa mig of..... En....því verkefni átti ég svo að skila í dag fyrir hádegi. Að þessu komst ég að rétt fyrir miðnætti í gærkveldi. Vúpps. Heill sólarhringur, akkúrat þessi sami og ég ætlaði að nota í það verkefni, bara ekki til. Eða svona þú skilur.
Og af því ég er svo klár (not) og multitasker, þá ákvað ég nú að eyða smá tíma í blogg. Ohh silly silly billy me.
Reyndar og til að toppa allt hef ég verið slöpp um helgina, fengið tugi blóðnasa og er farin að halda að líkaminn sé að afneita sjaldgæfa blóðinu mínu, tja það eða þá að líkaminn, Blóðbankinn og holræsakerfi borgarinnar séu í einhverju leynimakki. I don´t know.