En gvöööð hvað mig vantar jólin núna, núna, núna og núna!
Gúllinn í mallanum eru bara hress-mikil tilhlökkun á þessum bæ en erum samt ekki að trúa þessu. B var alveg gáttaður í sónarnum í gær og svo þegar við horfðum á oggubrot úr þarna fæðingarþættinum á RÚV í gærkveldi, minnti ég minn blóðhrædda mann á það hvar hann verður staddur eftir tja rúma 4 mánuði ;)
********
En að öðru, þegar ég var í gaggó tíðkaðist það bara alls ekki að krakkar ynnu með skólanum. Það bara þekktist ekki og var ekkert hægt heldur ef einhverjum dytti það til hugar. Núna í okkar óða neyslusamfélagi eru krakkar að vinna kannski 6 tíma á dag eftir skóla. Sumir foreldrar réttlæta þetta með einhverju bullshittkrappi eins og því að þau læri líka heilmikið á því að vinna og bladibla. Við eða þau (er ekki alveg komin í þennan hóp) höfum nefnilega gert þau svona, þau verða bara að vinna ef þau vilja nýjasta nýtt. Æ þetta er bara sorglegt, því svo eftir gaggó og þegar í framhaldsskólann kemur þá eykst vinnuálagið í skólanum og kröfurnar verða harðari. EN þá eru funglingarnir (orð fyrir eldri unglinga) orðnir svo vanir peningagommunni sem þeir unnu sér inn í gaggó, að þau hætta í framhaldsskóla. Til gamans má þó geta að það er búið að setja á legg sérstakt unglingaráð sem fer von bráðar að byrja að vekja fólk aðeins upp til lífsins. Skv. lögum mega unglingarnir ekki vinna meira en 2 tíma á dag....og þau mega ekki vinna á kassa eða gera upp. Svona má lengi telja upp.
Hvað varð um að leika sér?
Mér finnst þetta bara svo súrt því ég sé krakkana bara hríðfalla fyrir krónunni. Æ.