fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Ég er búin að uppgötva hví kennarar eru enn láglaunastétt! Það eru svo margir, foreldrar og aðrir, sem bera akkúrat enga virðingu fyrir þeirra starfi. Mig skortir rétt orð, er bara reið þegar ég heyri sumt sem sagt erum kennara. Þetta fólk ætti að koma inn í skólana og kenna í mánuð, sjáum svo til með hver uppgötvun þeirra verður að þeim tíma loknum! Djöfulsins hálvitar segi ég nú bara, fólk með börn í skóla og að tala svona um og til kennara. Já fífl! Álagið nú sem aldrei fyrr, er þvílíkt í skólunum og það bætir ekki úr skák þegar þetta lið lætur svona. Það er allt í lagi að skólarnir ali upp börnin, kenni þeim hin ýmsu fög en svo þegar rætt er um starfið sjálft þá er það nú ekki merkilegra en föndur og dúllerí! Já það eru náttúrulega góðu genin sem eru að koma þessum börnum í gegnum lífið.... Það hlýtur að vera því foreldrarnir eru aldrei heima og í skólunum föndra þau bara. Á bara ekki til krónu þegar fólk lætur svona út úr sér. Hef ekkert við svona fólk að segja nema... æ nei það er of dónalegt. Asswipes bara! Og hana nú :)

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Skal ekki kvarta, er líka í alltof væmnu skapi til að kvarta. Hljóta barasta að vera hormónarnir en þrátt fyrir að dreyma prófin sem á eftir að semja fyrir unglingana og að vera á kafi í verkefnum, þá líður mér yndislega. Í hvert einasta skipti sem ég finn fyrir litla snúð, þá bregður mér svona líka og þó ég sé ekki með brosið límt upp á hár í hvert sinn, þá er stórt bros inni í mér sem stækkar og stækkar. Mér finnst þetta bara magnað! Tom Cruise er klikkaður en núna skil ég af hverju hann keypti sér sónartæki :) En öllu má nú ofgera... Hlakka bara mest til að hitta þetta litla kraftaverk.

Erum ekkert byrjuð að versla neitt en ég skoða samt mikið á netinu. Alveg búin að fylla nokkrar körfur í nokkrum netverslunum. Dísa frænka sagði mér að það skemmtilegasta sem hún gerir er að kaupa barnaföt. Hún getur talað, því á síðustu fjórum árum hefur litla fjölskyldan hennar í USA fjölgað sér um 4 börn. Brjálað að gera hjá þeirri ömmu. Hún kom líka færandi hendi um helgina og það er ó svo gaman að skoða, aftur og aftur.

Anyways, skal hætta þessu-í bili ;) Bækurnar toga mmmm mannauðsstjórnun, love it.

föstudagur, nóvember 24, 2006

Ég ætla að byrja á því að kvarta. Æ já það má alveg stundum. Þetta er í rauninni ekkert mikið. Allir verða veikir, hann, hún, ég og þau. Orðið veikindi þýðir samt svo margt. Það getur þýtt að vera bakfastur. Það getur þýtt að vera með gubbarann. Það getur þýtt að maður sé aðeins blár og það getur þýtt flensa og viðeigandi drulla. Þessi meðganga mín er hingað til búin að vera auðveld, mjög svo og ég kvarta engan veginn né fussa yfir henni. Finnst það allt í lagi að vakna um 4 á hverjum morgni því ég veit að ég get lagt mig seinna. Bakið var svona problem, er það enn en ég bara díla við það með viðeigandi æfingum. En, þegar hausinn á mér varð allt í einu eins og þykk útblásin blaðra, þá varð ég pirruð. Hef bara ekki verið svona kvefuð né með svona hita síðan ég var krakki. Held ég, maður er svo fljótur að gleyma. Reyndar hef ég verið meira veik á efri-unglingsárum (tíminn núna audda) en þegar ég var barn. En það er allt önnur saga.

B kom með pizzu og dvd heim í gær, nýja tegund af pizzu en ég fann ekkert bragð af henni. Elska bragðið af mat og því var þetta helvíti!
Þegar ég vaknaði áðan setti ég ketilinn í gang, reif smá ferskan engifer í glasið, setti einnig í gott róandi te og svo eina C-vítamín freyðitöflu. Öll lyf heimsins gætu samt ekki komið mér á réttan kjöl. Vú ein voða blá. Nei, þetta kemur allt.
****
Minntist á dvd áðan, júbb erum búin að renna í gegnum seríu tvö af Grey´s. Gjörsamlega húkkt! McDreamy ó þú, ó þú! Fór á imdb.com og sá að listinn hjá kauða er langur. Gæti skoðað myndir eins og Shallow Grave eða Can´t buy me love aftur. Æ þetta eru hormónarnir ;)
****
Annars er lífið yndislegt, erfitt en gott. Er algerlega að trassast með skólann en þetta reddast alltaf. Jólagjafirnar eru allar að koma í hús, þannig að það verður ekkert mikið eftir í þeim málum að gera. B kom með request um daginn, spurði hvort við gætum ekki skreytt extra mikið þessi jól. Skreytum nú yfirleitt alveg ágætlega mikið, en meira skal það vera. Er sko alveg til í það. Ó jól, ó jól! Hó hó hó...

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Þetta er sennilega eitthvað sem maður ætti að skoða ;)

Ofsalega er nú gaman að vera með svona kraftaverk sem vex inni í mér. Við notum ýmis nöfn, í raun uppnefni á lillann og þessa dagana er það Stuart Litli. Margir að spyrja um nöfn, en ætli við eigum eitthvað eftir að eiga erfitt með að finna nafn. Ég segi allavega að við þurfum að hitta litla gaur áður en við ákveðum ;)

Annars gengur þetta eins og í sögu, þessa stundina er hvalurinn að kafna úr kvefi en ekki eins og það sé Stuart litla að kenna. Bara venjulegt. Svo er svefninn orðinn aðeins öðruvísi, en þeir sem þekkja mig vita að ég elska að sofa. Það breytist ekkert núna! Brjálað að gera í skólanum og vinnunni en svo kemur jólafríið 20.des. Get ekki kvartað yfir þessum tveimur vikum sem ég fæ frá vinnu :) Eftir áramót verð ég sennilega bara í tveimur námskeiðum-val sem nýtist mér þegar masterinn byrjar. En kannski, bara kannski ætla ég að bæta einu við. Hvað er að mér? Fæ svona sambland af samviskubiti og græðgi þegar ég hugsa um skólann! Get ekki útskýrt-er bara gráðug í nám. Suma daga væri ég til í að vera bara í skóla en svo aftur á móti aðra daga langar minni að vera bara í vinnu... ) Bleeeh

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Á hverjum einasta degi er maður að segja og kenna krökkunum að reyna að vera ekki fordómafull og útskýra fyrir þeim hvað fellst í hugtakinu eða orðinu. En svo er maður sjálfur fordómafullur. En eru einhverjir fordómar réttir? Ef svo, hver ákveður það? Ég t.d. er með sjóðandi fordóma gagnvart Árna Johnsen, þó svo að hann hafi verið leystur undan sökum, eða hvað sem það er kallað. Mér er alveg sama, finnst ekkert gott að glæpamenn séu að stjórna landinu. Svo er ég með alveg bullandi sjóðandi gagnvart öðru. Frændsystkin mín (yngri en ég) fóru að vera par og búa saman, eru ss. systkinabörn-reyndar hætt saman nýlega. Mér finnst þetta bara alveg ofsalega skrýtið, hvernig sem ég reyni að vera voða líbó og reyni að réttlæti það. Það er ekki eins og þau þekkist ekki neitt og að þetta hafi verið óvart-svona sjitt happens. Neibbs, nánar fjölskyldur og hey fokkings árið 2006 með sms, netið og nagladekk! Hérna áður fyrr gerðist þetta kannski óhjákvæmlega þegar fólk var ekkert svo mikið að tjatta online eða ferðast á milli staða að óþörfu. Þetta gerðist þegar fjölskyldur höfðu splundrast fyrir löngu og þegar íbúar þessarar eyju voru ekki eins margir. Eða út af einhverju öðru sem ég veit ekekrt um, því ég var ekki þar. Ok, kannski gerist þetta enn. Bara viðurkenni það, finnst þetta ekki rétt. Ástin og allt það, já nei.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Haldiði ekki að mín sé bara næstum búin með allar jólagjafirnar-þ.e.verslað af netinu!! Ofsalega á það eftir að vera næs að þurfa ekki að pæla í þessu þegar síðasta mega-törnin byrjar í skólanum. Þá get ég boðið öllum litlum frændsystkinum í piparkökuskreytingarkvöldstund, ég get málað baðherbergið, horft á fullt af sjónvarpsefni eins og Heroes, Lost, Prison, Grey´s og Big Love, búið til jólakort og svo má lengi telja. Ó hve mikið minni hlakkar til jólafrísins...

Dagur íslenskrar tungu var tekin með trompi í Hagaskóla, já gleði og aftur gleði þar á bæ. Magga Stína ræsti börnin með söng sínum og svo héldu þau í sínar stofur að gera skemmtileg verkefni og föndur. Skólinn varð allur undirlagður í glimmeri og crazy krökkum sem öskruðu "...það er komið guuuuullll" eins og þau hefðu aldrei séð límstifti né glimmer áður. Greinilega löngu búin að gleyma hvernig á að föndra mörg hver. Mér finnst líka að þau mættu gera meira af því, helst undirleggja skólann í föndri því það lífgar hann svo upp. Ekki sammála? Mér finnst það ekkert barnalegt. Og ég skal taka til :)

Fór með nokkrum úr jóga út að borða á mánudaginn. Sá þar leikara-þann sem lék Spud í Trainspotting. Kippti mér svosum ekkert upp við það, var svo afslöppuð eftir tímann ;) Mæli með því að allir skoði www.kaerleikssetrid.is

Over and out
Haldiði ekki að mín sé bara næstum búin með allar jólagjafirnar-þ.e.verslað af netinu!! Ofsalega á það eftir að vera næs að þurfa ekki að pæla í þessu þegar síðasta mega-törnin byrjar í skólanum. Þá get ég boðið öllum litlum frændsystkinum í piparkökuskreytingarkvöldstund, ég get málað baðherbergið, horft á fullt af sjónvarpsefni eins og Heroes, Lost, Prison, Grey´s og Big Love, búið til jólakort og svo má lengi telja. Ó hve mikið minni hlakkar til jólafrísins...

Dagur íslenskrar tungu var tekin með trompi í Hagaskóla, já gleði og aftur gleði þar á bæ. Magga Stína ræsti börnin með söng sínum og svo héldu þau í sínar stofur að gera skemmtileg verkefni og föndur. Skólinn varð allur undirlagður í glimmeri og crazy krökkum sem öskruðu "...það er komið guuuuullll" eins og þau hefðu aldrei séð límstifti né glimmer áður. Greinilega löngu búin að gleyma hvernig á að föndra mörg hver. Mér finnst líka að þau mættu gera meira af því, helst undirleggja skólann í föndri því það lífgar hann svo upp. Ekki sammála? Mér finnst það ekkert barnalegt. Og ég skal taka til :)

Fór með nokkrum úr jóga út að borða á mánudaginn. Sá þar leikara-þann sem lék Spud í Trainspotting. Kippti mér svosum ekkert upp við það, var svo afslöppuð eftir tímann ;) Mæli með því að allir skoði www.kaerleikssetrid.is

Over and out

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Það er gaman að koma í vinnuna eftir námsleyfi og veikindi, og fólk segir við mann að það sé gaman að sjá mann (eða sko mig).

Það er ekki gaman að lesa um árásir Ísraela á óbreytta Palesínumenn-konur og börn í fyrrinótt, eða einhvern tíma.

Það er gaman að Demókratar séu loks að ná þessu og að Republíkanar séu að renna á rassinn, loksins.

Það er ekki gaman að Ed Bradley sé dáinn.

Það er gaman að Arnie hafi verið kosinn aftur ríkisstjóri, bara af því að hann er hann. Ekki af því að hann er reppi.

Það er ekki gaman að Robbie vilji ekki byrja aftur með Take That. Eða hvað?

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Það er svo sannarlega ekki gaman að geta ekki sofið. Er að fríka út! Svo verður maður svo mikill rugludallur ósofin, þvílíkt að berjast við það að vera ekki pirraður út í krakkana-enda ekki þeim að kenna að líkaminn minn sé bara eitthvað voða mikið að stilla sig.

Er í jóga eins og ég hef komið inn á áður, æðislegt en ég finn hvað það er að verða erfiðara og erfiðara. Þetta er náttúrulega ekki meðgöngujóga og ég má ekki gera allar stöðurnar, en bara það að vera þarna og slaka þá á er yfirnáttúrulegt. Er svo mikill nautnastrumpur að þetta er alveg fyrir mig. En ætla að byrja að fara í sund á kvöldin og sjá hvort ég sofi ekki betur. Svo eiga víst kalsíum freyðitöflur að gera gagn....

Fórum í meðgönguvernd númer tvö í dag, allt lítur vel út og allir voða happy. Svo var ég eitthvað að skipta um stöðvar áðan í tv og datt inn á Queer Eye for a straight guy, þar sem þeir peyjar voru að taka húsbónda í gegn. Sá og eiginkonan, eiga fimmbura og þetta var allt voða sætt og touchy touchy. Allt í einu fylltist ég svona líka svakalegri tilhlökkunartilfinningu, sterkari en áður! Jii hvað þetta verður gaman!

föstudagur, nóvember 03, 2006

Ég er, líkt og fjöldamargir aðrir með ansi mörg þráhyggjueinkenni. Það væri fróðlegt að fá einhvern þaulreyndan kana til að greina mig. Nei segi svona, ætti að geta það svosum sjálf en upplýsi ekki hvað ég held ;)

Eitt af því sem ekki hrjáir mig heldur svona jú er stór hluti af mér er ofsalega sterk réttlætiskennd ef svo má segja. Veit samt ekki hvort það sé þráhyggja.... Missi alveg svefn ef ég veit að einhver er að vaða yfir eða brjóta á mér eða mínum nánustu-meira að segja þeim sem eru ekkert svo nánir mér. Kannski ekki að láta beint vaða yfir sig, en það hefur gerst mjög oft í gegnum tíðina að ég hef fundið eitthvað út, hringt, skrifað tölvupóst og svo fengið það. Já það líka það en ég skal koma með skýrandi dæmi.
Fyrir nokkrum árum bjó ég í Englandi. Vann þar og fyrir launahækkun var ég með skítalaun-þá erum við að tala um hnetur í poka mánaðarlega. Af laununum var svo dreginn líffeyrir, ca. 60 pund á mánuði sem var bara hellings. Ég fór að skoða þetta mál og komst að því að ég gæti ekkert gert við þessa upphæð þegar ég flytti til Íslands. Hún myndi þá bara hverfa!!?? Ég sótti þá um að fá að fá hana endurgreidda og fékk dágóða summu stuttu síðar. Annað dæmi, umm launin mín úti-ég hækkaði um 600 pund mánaðarlega eftir að ég sótti um stöðuhækkun innan þess sem ég var enn að gera. Vildi bara láta færa mig í efsta flokk og varði þá umsókn mína snilldarlega. Fékk þessa hækkun og var ótrúlega ánægð. Svipað gerðist hérna heima nýlega en þegar maður er ekki alveg kominn með gráðuna þá fær maður tittlingaskít í laun. En ég fór á stúfana og viti menn, hækkun og fín það í þokkabót.

Ég get í rauninni talið upp endalaust-ég vil ekki að það líti samt út eins og ég sé einhver nöldurskjóða, það hefur í raun aldrei verið neitt nema sjálfsagt, minn/okkar réttur bara verið það sterkur. En ég veit að ég fengi aldrei neitt ef ég gerði ekkert í því :) Ætla ekkert að fara í afsökunarbeiðnina frá Orkuveitunni sem mér var að berast....