laugardagur, desember 31, 2005

Er ekki vel við hæfi að koma með svona enda-árs pistil? Ekki seinna vænna svona á síðustu klukkutímum ársins 2005...
Eruð þið nokkuð ennþá að grenja eftir síðasta? Neh hélt ekki, þið eruð svo sterk...bleeeh.

Jámm, hvar skal byrja. Þetta ár er búið að líða mjög hratt, veit ekki hvort einhver hafi tekið eftir því líka en allt í einu er það bara búið. Þó er margt búið að gerast eða svona þannig lagað. Ég náttúrulega hugsa strax SKÓLINN, en hann hefur tekið lang mestan tímann hjá mér. En svo hugsa ég líka um hann Loka minn sem dó í ágúst. Verulega sorglegt það og er enn.

Allt í einu fattaði ég að ég get ekki farið að telja allt upp enda pottþétt að ég gleymi...en ég skrifa bara það sem mér dettur u hug.

Fór með í langa og skemmtilega útilegu með vinunum í Húsfell sem var ofsa stuð og gaman. Fórum ekkert til útlanda samt á árinu en tókum innanlandsferð á þetta, tjald og læti. Bara gaman!
Sumarbústaðurinn var þó nokkuð mikið notað af okkur B, enda knúsdúfur og þykir okkur ekkert meira unaðslegt en að liggja í leti upp í bústað. Ahhhh.

Byrjaði á nýjum vinnustað með skólanum og líkar rosalega vel. Auðvitað var stundum gaman á leikskólanum líka en launin og vinnutíminn eru ekki sambærileg.

Prófaði snjóbretti aftur, sem ég hef ekki gert síðan unglingur-kunni ekki mikið/neitt, en núna er búnaðurinn að koma hjá okkur og verður þetta áhugamálið by choice-alltof gaman. Veit hins vegar ekki hvort ég hefði getað þetta nema fyrir tilstilli Drafnar, en hún "kenndi" mér grunninn og kom mér niður!

Þetta ár, þá einkum síðustu mánuðir þess, hefur verið einkar erfitt fyrir fjölskylduna-ákveðinn sjúkdómur hefur eyðilagt allt það er heitir normal fjölskyldulíf en við byrjum nýtt ár á að vinna soldið með okkur sjálf og þar af leiðandi vinna úr þessum erfiðleikum. Kannski ekki allir, en meirihlutinn.
B fær líka verðlaun fyrir að vera ávallt til staðar og hann hefur tekið við miklu kjaftæði sem ég hef þurft að koma frá mér!

Já, man ekki meira í bili, eða jú ég man alveg en kannski ekki að nenna að fara út í allt.

Óska bara þeim tveimur sem lesa þetta fyrir utan mig, gleðilegs nýs árs! :)

miðvikudagur, desember 28, 2005

Ákvað að setjast aðeins niður með ykkur og leyfa ykkur að lesa mína þanka. Er búin að fara svona nett yfir íbúðina, ekkert mikið þar sem allt var svo fínt, en annað kvöld kemur vinahópurinn í matarboð og það verður ekkert slor skal ég ykkur segja! Við verðum að ég held 11, það vantar Söru og Fred í France en svo þorir ein vinkonan ekki að sýna nýja kæróinn...kannski ekki skrýtið heheh.
Það verður forréttur og aðal og eftir og svoleiðis, mjög líkt og í fyrr en þá var þetta á nýjársdag hérna. Já þá var maður soldið glær og atvinnukokkurinn, Fred, var annars huga að horfa á boltann. En maturinn var gorgeous! Og náttlega félagsskapurinn brilliant. Þetta er svo gaman...En við megum nú eiga það að við erum öll afar myndarleg og skemmtileg svo ég segi nú sjálf frá... hihi.

Var áðan að ryksjúga og fannst vélin eitthvað voðalega hávær, en hélt áfram. Svo var mér alveg hætt að lítast á blikuna og slökkti..djöö hvað mér brá! Þá var þetta bara flugvelda og mega frakettu sýningin í Perlunni! Fúff fúff og feija.

Svo langar mig að koma með eitt sorglegt, man ekki hvort ég skrifaði um þetta síðast þegar þetta var í fréttunum en núna á aðfangadag að ég held kom upp nýtt svona mál. 79 ára kona fannst látin í íbúð sinni og hafði sennilega verið þar í 3 vikur!
Ég spyr: Hvar í fjandanum eru helvítis ættingjarnir, vinir og önnur skyldmenni? Enginn á bara engan að og það er okkar skylda og ekkert annað að fylgjast með, sérstaklega ef við vitum mæta vel að þessir einstaklingar búa einir. Amma mín og afi minn eru einmitt nákvæmlega jafn gömul og þetta myndi, og ég get verið 100% um, aldrei gerast hjá okkur. Aldrei aldrei aldrei. Er svo hneyklsuð og sorgmædd, ömurlegt að ævi hennar hafi endað svona. Bara tárast þegar ég hugsa um þetta. Skil þetta ekki, 3 vikur.

Æ úff over and át.

þriðjudagur, desember 27, 2005

Hvað get ég nú sagt ykkur skemmtilegt? Síðustu dagar bara mesta afslöppunin, just my plan! Alveg gott og frábærlegt að vera latur... ;) Einkunnir streyma á netið og er um góða hluti að ræða þar, svo að mín er bara sátt. Bætti við mig auka fagi í gær, en verð ég þá með 21 einingu aftur...já veit þetta er rugl, en ég tók listasögu sem er nú ekki það erfiðasta-sérstaklega þar sem mitt líf hefur næstum verið einn listasögutími þökk sé henni móður minni :)

Svo fórum við með Gný til Dagfinns dýralæknis áðan en hann er búinn að vera með sýkingu í auganu síðan hann kom til okkar, enda er það víst ekki óalgengt með kett frá Kattholti, en svo fannst mér við verða að gera eitthvað þegar ég var farin að snýta honum-en svo var hann var að sounda eins og níræður astmasjúklingur þegar ég ákvað að panta tíma. Hann er þó afar sprækur en hún sprautaði hann og haf mixtúru og svo fær hann e-r töflur í 4 daga og svo eigum við að sækja mixtúru til þeirra 4 sinnum í viðbót. Nú skal lækna hann! Alltaf gaman að koma til þeirra, mjög spes þegar greyið sat á borðinu á meðan hún mældi hann-úff hvað ég vorkenndi honum. ;)

Svo bara veit ég ekki meir, bara ligg og les eða horfi á eitthvað eða leik í tölvunni eða...jább, bara gott. Adiosa.

sunnudagur, desember 25, 2005

Oh þaðer svo gaman að skrifa svona fyrir sjálfan sig....sé allavega ekkert hvort einhver annar geri það...jú það eru "fasta"gestir sem commenta, en ég vill endilega sjá fleiri...

En jólin og þá kannski ekki úr egi að koma með pistil 3, eða svona. Og það kom enn og aftur í ljós hversu afskaplega heppin maður er með allt og alla í kringum sig. Leið eins og ofdekraðri telpu í gærkveldi þegar ég opnaði pakkana og er svo ofsalega sátt með allt, roðnaði ábyggilega nokkrum sinnum hjá tengdó.

Fékk sem sagt:
Rúmið-tengdaforeldrar og mamma mín hjápuðu okkur mikið en við hefðum annars aldrei í raun haft ráð á því að kaupa það. Þetta er æði og ég væri næstum bara til í að bjóða þeim öllumí knús upp í rúm! En nei... ;)
Snjóbrettaskó-B klikkar ekki
Bækur-Enn og aftur, hann veit alveg hvað ég vill þetta yndi
Fondue sett sem mig hlakkar til að prófa-systur B eru snillingar ;)
Snjóbrettabindingar frá brósa-djö..var ég sátt
Pott/panna-var reyndar stíluð á B frá brósa en ég elda þannig að... ;) alveg eins og ég vildi
Svo fengum við svo margt annað, kertastjakax2, frábær handklæði, armband, kerti, æðislegt sjal (svona blómahekl eitthvað) og fleira. Ætla að hætta hér en ég veit að ég er að gleyma.

Flott? Ójá, ofsa sátt og bara humble yfir þessu. B er mjööög upptekinn, enda gaf ég honum PS2 eins og hann var búinn að grátbiðja jólasveininn um ;) Enda baraaunglingar sem búa hér hohoh

Farin í mat. Heyrumst? Tja, fer eftir commentum....

laugardagur, desember 24, 2005


Nú er maður alveg í jólagírnum, svakalega fallegt verðu (I´m bluffing myself) þykkar dáleiðandi snjóflygsurnar falla á kollinn minn og ég stekk inn í heitt kakó.....Já ég er í þykkri, rauðri kóngaflauelskápu með hvítum loðkraga og síðar brúnar flétturnar skoppa á öxlunum á mér. Oh hvað jólin eru yndislegur tími (þetta er reyndar ekki blöff..), maður fyllist svona kærleik og hlýju (jejeje)....En allavega....


Gleðileg jól esskurnar-
takk fyrir það gamla og góða,
megi allar ykkar heitustu óskir rætast á nýja árinu!
Smússí smúss.

En svo verð að láta fylgja með eins skondna sögu-ég sem sagt varð vitni að þessu í morgun þegar ég var stödd í búð í Kringlunni, ég veit skamm-maður á ekki að fara í búð á aðfangadagsmorgun en ég "varð" að bæta aðeins í pakkana ;) bara hreinlega varð (innsogshljóð) hohho...
Anyways, inn gengur ungur piltur,vel til fara en samt svona nett "ójá ég fékk mér nokkra í nótt". Segir hann við afgreiðsludömuna: ,,Já mig vantar eitthvað flott og fallegt handa einni 19 ára, verður að vera alveg perfect...ég sko hitti hana nefnilega í nótt!" Múahahaha, en hann var hress og afgreiðsludaman einnig, og saman skoðuðu þau allt sem í boði var-og hann var sko ekkert cheap á því!
Nei greinilegt að hann fékk ekki bara öl í nótt ;)
Æ, það er svo gaman saman, ekki satt?

miðvikudagur, desember 21, 2005

Jóla! Jóla hvað?? "Ekki"- jólalegi pistillinn

Held að þetta sé án efa skemmtilegasti tími ársins, svona á heildina litið. Og það er ekkert skemmtilegra en að fylgjast með út úr stressuðu fólki sem er gjörsamlega að tjúllast! Greyin þau, ég ákvað fyrir löngu að láta stressið ekki ná tökum á mér, en ég skipulegg mig bara og tek því rólega. Á fullt samt eftir að gera en einhvern veginn nær þetta ekki að vera það svakalegt til að hafa of mikil áhrif á mig.
Ég fór líka að velta fyrir mér svona gjafastússi, svona eftir nokkur samtöl við vini og kunningja. Í minni fjölskyldu er ekki gefið mikið af gjöfum, þ.e. frændsystkin en þó eru þau yngstu með pott. Ástæðan er sú að við erum svo mörg og mörg í hverri fjölskyldu að afmælin eru bara næg.
Ég væri samt til í að hafa pott fyrir okkur elstu hérna á landinu en við pældum of seint í því. Þau eru líka uppáhalds frændsystkinin mín og þess vegna voða gaman að gefa þeim. Hef samt heyrt að margir eru að gefa tugi gjafa en svo heyrði ég einmitt svona sjónarmið móður sem fær ógrynnin öll af ódýrum gjöfum (þ.e. börnin hennar) sem svo enda í ruslinu stuttu seinna eða ein og yfirgefin ofan í kassa. Fólk hefur ekkert efni á að gefa þær dýrustu-sem eru dýrar hér á landi og reynir því að finna eitthvað smá til að gefa. Ekki miskillja, I´m all for the thought and all that. En ég fór samt að pæla, frekar bara að henda 1000 kalli í góðgerðarsamtök, þar sem peningurinn fer miklu lengra. Og kannski gera það í nafni barnsins og leyfa því að fylgjast með.

Svo fór ég að hugsa um annað, mikið rosalega höfum við það mörg gott, þar á meðal ég. Finnst ég ekki þurfa að hafa neitt mikið fyrir því en samt held ég að Karma sé þarna eitthvað involverað. Ég vinn mína vinnu, borga skatta og skuldir, geng í skóla, er ágæt við nánungann og því tel ég mig uppskera í takt. Ekki það að þeir sem eru illa staddir séu einhver illmenni, en hvernig verður þetta svona? Er þetta ættgengt? Eða er fólk ekkert að gera? Það er allavega næg vinna hérna. Er ekki viss um að allir myndu vilja láta berja sig, skíta á sig, klóra og hrækja á sig eins og fólst í vinnunni minni sem Ég vann mjög góðfúslega út frá mínu vali - en samt segir fólk "ég myndi sko aldrei vilja vinna á Granda eða McDonalds. Þá frekar hef ég það gott á bótum, og vinn smá svart í búð.."
Er ekki að alhæfa en ég ER að heyra þetta MIKIÐ núna og fólki er alveg sama, betra að gera ekkert og fá borgað fyrir það heldur en að gefa af sér og já ok kannski fá næstum minna..."
En auðvitað eru sumir illa staddir í smátíma, svona millibil og þá redda þessar bætur fólki, svo ég tali nú ekki um alvöru-öryrkja.
Veit reyndar um dæmi sem er nálægt mér, þar sem móðir basically kenndi dóttur sinni að "vinna" kerfið. Þ.e. hvernig hægt væri að fá sem mest út úr því, svindla á því og svo framvegis. En móðir móðurinnar hefði aldrei gert svona lagað, aldrei.
Á Barnalandi eru umræður um Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnum Kirkjunnar, þar sem þær annað hvort kvarta yfir því hvað þær fái lítið frá þeim um jólin eða þá bera saman og næstum monta sig. Á ekki til nógu sterk orð til að lýsa undrun minni á framferði fólks stundum! Skil þetta ekki...

Æ er búin að ranta of mikið-kannski ekki mest jólalegt en what the hell.
Við fengum RISA rúm í gær og erum ofsa glöð. Svo keyptum við farmiða til NY áðan,búin að safna fyrir þeim.
B fékk svaðalega flottar einkunnir og ég er svooo stolt af honum-hann er svo klár!
Finnst við vera dugleg og sit ég hér með góða samvisku ;)

fimmtudagur, desember 15, 2005

Já svona nokkuð er bara fyndið og skemmtilegt:

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðurðu að setja þetta á bloggið þitt!

Gaman að þessu ;)

miðvikudagur, desember 14, 2005

Myndablogg

Jolakortid hans afa
Myndina sendi ég

þriðjudagur, desember 13, 2005

Ferlega skrýtið að vera búin, núna er svona tími til að gera ALLT sem enginn tími var fyrir áður en samt lendi ég í því að hafa þá ekki tíma fyrir aðra hluti....
Er semsagt í prófyfirsetu þessa dagana, búin snemma en í dag bjó ég til jólakort ársins-gúlp ekkert kannski til að öskra halelúja yfir en mérer svosum sama. En afi minn á án efa flottasta jólakort fyrr og síðar-gerði það reyndar núna í ár, en ég reyni að smella inn mynd við tækifæri. Alger snillingur!

Jamms, svo fórum við að skoða rúm í dag-ansi svekkjandi þegar auglýsingar standast ekki og eru vel blekkjandi. Ætlum ekki alveg að gefast upp og skoðum meir á morgun. Annars erum við ekki búin að kaupa neinar gjafir-smá búin að uuu "lave" en það er löng saga. Nei ég er ekki farin að smíða eða ramma inn púsl! No worries there, although...ég var sú fyrsta sem fékk 10 í smíði í 12 ára bekk í Melaskóla! Hehe

Hvað meira, tja man ekki. En ef það er einhver æstur í kort-þá má senda póstfangið. Úff allt í einu fannst mér ég vera svona 15...

Jú eitt, var að heyra að Prison (Long)Break væri í break fram í mars! Hvað er það! Á að slátra manni bara-hvaða gulrót á ég þá að nota, djöö....

mánudagur, desember 12, 2005

Þegar maður vaknar allt allt of snemma, áður en maður á að fara í vinnuna-þá finnur maður ótrulegustu hluti og gerir ótrúlegustu hluti. Var að komast að þessu. Er þetta satt?
You're an Passionate Kisser

For you, kissing is about all about following your urges
If someone's hot, you'll go in for the kiss - end of story
You can keep any relationship hot with your steamy kisses
A total spark plug - your kisses are bound to get you in trouble


Maður spyr sig ha?

sunnudagur, desember 11, 2005

Alltof búin og allt ofskrýtið. Er eiginlega bara á leiðinni í rúmið-langar þó í stærra en...

Out.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Búin að skila af mér öllum verkefnum-var að enda við að skila 24 bls. ritgerð og á eftir 2 próf. Eitt á morgun eða á eftir kl.9 og hitt svo á fös. Trúi því ekki að þessi geðveiki sé að verða búin-í bili. Næsta önn verður tja...lengri og með 19 einingum..en víst ég lifði þessa af þá reyni ég áfram ;)

Full tilhlökkunar eitthvað, kortið í ræktinni er á leiðinni, matarboð, teiti, út að borða með vinum ferðir plús svo margt annað. Þrátt fyrir erfiðleika og rugl á ýmsum stöðum þá er mikið af góðu og uppbyggilegu. Gvöð hvað mín er djúp.

Jæja, on with the butter. Læra more, like Roger Moore...

sunnudagur, desember 04, 2005

Djössins rugl segi ég nú bara, ha! Planið var að fara á Þjóðarbókhlöðuna frá 10-17 á morgun en til þess þarf ég væntanlega að fara að sofa, sem er ekki að gerast. Það er hreinlega alltof mikið að skoða á veraldarvefnum væna. Miklar pælingar. Sumar vel skrýtnar, aðrar bara venjulegar.
Ein af þessum venjulegum er pæling sem hefur blundað í mér lengi. Nei ekki þessi um að verða fræg leikona og nei ekki þessi um að skrifa bók. Heldur pælingin um að fara í colonic irregation. En það er ekki hægt hérna á Íslandi.
Nú, ég er búin að kynna mér málið-fyrir löngu reyndar-en svo skoðaði ég myndir. Þær styrktu mína löngun og núna er ég að reyna að finna stað sem gerir þetta í NYC. Jebbs, "hann" minn mun flæða um skolpkerfi New York borgar, vonandi í apríl. Hlakkedí hlakk.

B er á tónleikum eða var en kjéllan þarf að vera góð. En mikið verður ljúft að renna niður svosum eins og nokkrum Bloody Mary eða Jack á klaka næstu helgi. Úff, B verður hækjan mína-það er á hreinu! En spurning um að fá sér bara hjólastól eitt kvöld-lúxus bara ??

Litli knúsbenbollan okkar er komin með nafn, hann hefurverið nefndur Gnýr. :)

En já, ritgerðin bíður-svo dreg ég mig inn í rúm.
Búin að fá ógeð af fylltum ólívum og Riesenkaramellum...

föstudagur, desember 02, 2005

Jæja já, annað hvort er ég sofandi eða lærandi. Allavega núna. En núna er törnin tekin við og byrjuð en sem betur fer verður hún ekki löng, bara ströng í stuttan tíma. Klukkan 13:00, næstkomandi föstudag, verð ég búin í prófunum. Og þá tekur sko jólastússið við. Veit ekki hvort ég búi til kortin eins og alltaf en í ár ætlum við allavega að baka piparkökur og búa til konfekt. Er alveg komin í gírinn, komin með fullt af jólaljósum, meira að segja með gyðingaljós sem okkur voru gefin.

Fór allt í einu að hugsa um London, hvernig það var alltaf í jólaundirbúningnum en hérna er miklu meira kósý. Reyndar þar þá gáfu foreldrarnir okkur litlar gjafir,aðallega konfekt og vín og finnst mér að þau ættu að gera það hér líka hahahahah. Ef við reiknum dæmið, ca.55 börn sem koma í námsverið-->það er hellingur. Nei ég er að grínast, en samt var voða sætt að fá smá svona frá foreldrunum úti-enda vissu þau upp á hár hvað við máttum þola dags daglega, og miklu meira en þau-enda voru þau annað hvort í skólanum eða í einhvers konar eftirskóla-care-svo heim að sofa. blablabla.

Núna er ég voða dugleg að skrifa, enda á ég að vera að klára verkefni. Tákn með tali sönghefti og barnasögu og fl. skemmtilegt. Get í rauninni ekkert byrjað að pæla í prófunum fyrr en ég er búin að skila öllu af mér og inni í þeim pakka er 25 bls. ritgerð!
Já lífið leikur við mig en ég kvarta ekki ;)