mánudagur, janúar 30, 2006

Svo að þið haldið nú ekki að ég sé að deyja úr e-u þunglyndi eða springa úr neikvæðni þá vill ég nú koma með alla þó stóru jakvæðu punkta sem einkenna líf mitt. Er engan veginn þunglynd, mun seint telja mig það og reyni að vera ekki of neikvæði, well 1 sinni í viku má kvarta ekki satt ;)
Byrjar nú punktunin:
  • Lifi vel með fallegum strákaling
  • Gengur vel í námi
  • Á æðislega kisulinga
  • Fer út til úglanda eftir bara smá tíma
  • Á unaðslega og æðisgengna vini
  • Tilheyri bestasta skemmtiklúbb sem til er!
  • Er farin að geta safnað nöglum aftur
  • Á ógeðslega flott skópar
  • Elska að hlægja mikið mikið
  • Er hætt að borða nammi
  • Frænka kemur á föstudaginn
  • Er mjög náin múttuminni
  • Hef eiginlega aldrei fengið svitalykt
  • Á fullt af sokkum
  • Er í bestu vinnunni
  • Kann að elda
  • Fer í kokteilboð um helgina með Skemmtaranum
Svo er margt fleira en ég man ekki, hverju er ég að gleyma?

laugardagur, janúar 28, 2006

Af því að maður er svo agressívur þessa dagana þá langar mig að kvarta aðeins. OK, smá ýkt er ekkert að springa úr einhverri reiði en í gærkveldi/nótt (note "slash" nótt) fórum við nokkur á KB. Þar var einn aðili, já ég skal bara nafngreina hann öðrum til varnaðar, Þorlákur. Hann var með mér í skóla þegar ég var yngri-þá snemma kominn með ákveðna stalkera tendensa. Nú, hann var sem sagt með svaka læti allt kvöldið, öskrandi, hótandi, hendandi glösum og fleira. Vinur hans, litli dvergur, henti glasi í múrvegginn og það smallaðist yfir okkur og ég varð svooo pirruð því ekki bara hefði þetta geta farið í augun á okkur-heldur hefðum við getað verið að drekka örsmá glerbrot án þess að fatta. Skiljú. En ég fékk agnarsmáann skurð á risastóra þumalinn minn.

Anyways, ég fylgdist með kauða og helv..honum Þorláki, dyraverðirnir "skömmuðu"hann aðeins, en sá litli komst undan. Ok, ég legg það ekki í vana minn að gera grín af svona fólki en geri það samt hérna. Þeir eru líka algerir besefar!
Ég sem sagt eins og áður kom fram. fylgdist með pixie-inum og svo þegar hann kom tilbaka nokkurum mín síðar, greip ég half-fullt bjórglas og henti frman í hann. Við erum að tala um gott face skvass-fullkomið skot! Og enn og aftur ég legg það ekki í vana minn að "níðast" á fólki líkamlega né andlega en....you get the picture ;)

Nú aftur að hinum "galla-fyrir-manninum"-sko fault of a man hahahah. Hann sem sagt hélt sinni havoc göngu þarna inni og allir að eipa á honum. Allur barinn á floti, en samt afgreiddu þeir hann því hann var jú "vinur" eins starfsmanns ARRRG. Svo sagði ég við barþjóninn eins og mér er einni lagið á fágaðri en einfaldri ensku: ,,You should have f...in thrown him out ages ago!" hann svaraði á pirraðri (??) ensku:,,He comes here every night and spends money..!!" Ég babblaði e-ð tilbaka og þá sagðist hann nú kunna sitt fag (know his job). Þarna varð ég kjaftstopp! VIÐ ÖLL hin sem vorum þarna inni, vorum LÍKA að eyða pening og MÖRG ef ekki flest komum þarna um tja..skömmustulegt að segja, svo til hverja helgi! Og eins og margir sögðu, þá hefði öllum öðrum verið hent út á nóinu fyrir svona framkomu.

Ætla ekki að röfla um rétt okkar, því hey þetta er bara bar en gaaaaa hvað ég varð pirruð hence þessi færsla. Kom heim og drullaði á síðuna hjá fyrrverandi Herra Ísland (don´t ask), leitaði af póstfanginu á KB-því kvörtunarbréfið var on its way! Með sko svona jó sister hendi og allt. Reið? Hell yeah. Agressive? Ó já! Þetta var bara brot af því sem gekk á í nótt þarna. Af hverju fer aður samt alltaf aftur? Sennilega vegna sadistaþörfinni hjá manni hehehe.

En annars er ég fín :) En þú?

föstudagur, janúar 27, 2006

Ég vil byrja á því að vekja athygli á tímanum. Einnig vil ég benda á að ég er ekki klikkuð heldur bara fed up og brjáluð. Ég verð ekki brjálæðisleg reið né sturluð oft, eiginlega aldrei og þetta veit fólk sem þekkir mig. En núna, núna er ég alltof reið. Vaknaði sem sagt klukkan eitthvað rétt að verða 5, við mestu stunu-apa-mongó-kynlífsafbrigðis öskurhróp sem komu að ofan frá karlhórunni og einhverri nýrri illalyktandi beyglu. Og hey þau eru enn að. Hann veit svo nákvæmlega að við heyrum ALLT og honum er svo drullusama. Óþroskaða, egósentríska, mannfýlan sú arna. En mig vantar ráð. Var áðan að hugsa um að hringja á bjöllunni en veit ekki hvað ég ætti svosum að segja og ég gæti sagt eitthvað fáranlega mikið reitt eitthvað og kannski séð eftir því en hey mér er að verða sama. Verð að segja eitthvað næst þegar ég sé hann. Bara verð.
Á eftir ætla ég að vera pirrandi nágranninn. Meatloaf er ágætur klukkan tja 10 á föstudagsmorgnum. Hvaða dagur er betri til þessi að viðra hann eða humm eitthvað annað. Á reyndar ekki Meatloaf en ég finn eitthvað þungt og gott. Eitthvað sem vekur mann og kemur manni í gírinn. Veit ég á ekki, því eins og mamma sagði alltaf, þá er maður bara alveg jafn slæmur. En ég ætla að vera slæmur. Ég er þó allavega ekki lausgyrtasta manneskja miðborgar Reykjarvíkur.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Fyndið, nú þegar skólinn er byrjaður þá er voða mikið til að horfa á. Ekki í jólafríinu laaanga. Nei, þannig virkar það ekki.
Eftir að við horfðum á Walk the line-Johnny Cash, horfði ég á mynd sem er ný og gerð eftir bók en hún heitir Memoirs of a Geisha. Titillinn segir allt en ég byrjaði einu sinni á bókinni er ég fékk hana lánaða af meðleigjanda en kláraði hana aldrei. Myndin finnst mér flott og góð. Fær alveg góða einkunn en ég á endann eftir, varð að fara að sofa....

Svo erum við (já sko ég er búin að vera lasin) búin að horfa á Friends mikið og komst ég að að það eru nokkrir þættir (ekki margir þó) sem ég man ekki eftir að hafa séð. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og höfum við hlegið mikið á þessu heimili síðustu 2 daga. Við hlæjum reyndar oft og mikið hér, en þó bætir Friends aðeins í uuu safnið. Elska að skella upp úr. Næstum því jafn mikið og að hnerra vel og óhindrað.

Nú, svo horfðum við á áhugaverða mynd í gærkvöldi sem ber nafnið Capote en hún er einmitt um rithöfundinn Truman Capote. Sá hinn sami og tskrifaði Breakfast a Tiffany´s. Mjög spes maður og dó hann víst af overdose 1984. Greyið.
En þessi ræma var sem sagt um gerð bókar hans In cold blood-um þá félaga Perry Smith og "Dick" Hickcock, sem myrtu fjölskyldu í Kansas 1959. Þetta er sem sagt non-fiction eða uuu sönn saga og fór Capote í 4 ár að heimsækja þá er þeir biðu á dauðadeildinni. Capote var þó við það að fá taugaáfall því endirinn á bókinni kom aldrei því þeir féngu alltaf náðun. Well jú á endanum voru þeir hengdir og Capote gat klárað sitt master piece.

Svona finnst mér skemmtilegt. Alveg rosalega rosalega skemmtilegt.

En já, áhugaverðir tímar framundan, er víst á leiðinni í vettvangsnám-ekki alveg víst hvert þar sem ég er með ákveðnar (erfiðar) óskir en við sjáum til. Ég er ekkert rosalega spennt að fara bara eitthvað og myndi þá frekar fresta því ef eitthvað. Hef eina hugmynd en greini kannski frá henni síðar. Ok, hef fullt af hugmyndum en svona er ég.

mánudagur, janúar 23, 2006

Langt síðan ég minntist eitthvað á tónlist, er ekki kominn tími á það?
Allavega datt í hug að setja smá hérna inn. Er nefnilega að hlýða á eitt ágætis band er nefnist Of Montreal. Platan kom út á síðasta ári, ég er fyrst að hlusta núna og líst bara svona helvíti vel á. Mæli alveg með henni.

Svo vorum við að enda við að klára Johnny Cash myndina. Og mér fannst hún svaka fín. Reese var alveg að gera sig í henni og langar mig bara að senda henni aðdáendabréf. Er ekki viss um að þetta flokkist undir neinn sérstakan stórleik en einhvern veginn var hún svo flott og maður hugsaði ekkert um bleiku týpuna sem hún leikur svo mikið. Mér fannst hún sæt og góð. Svo komu nokkur tár í endann. Ekkert endilega sorgartár, en ég man að ég skrifaði einhvern tíma um þetta. En árið 2003 dó June, konan hans Johnny. 4 mánuðum seinna dó hann, pottþétt ástarsorg. Enda voru þau gift í 35 ár. Þessi ár unnu þau saman og já gerðu allt saman. Þau þekktust reyndar miklu lengur áður en hún loksins féllst á að giftast honum.

En þetta með þau og hann og ástarsorgina. Úff. Alveg eins og svanirnir. Þeir finna sér maka. En ef annað deyr þá finnur hitt sér engan nýjan maka, heldur deyr oftast úr hjartasorg einhverjum tíma seinna.

sunnudagur, janúar 22, 2006

Hvað bull ætli gubbist upp úr dömunni núna?
Hvað get ég sagt? Fór á fyrsta Þorrablótið mitt á föstudaginn, eða svona fyrsta fancy Þorrablótið-þetta árlega hjá ömmu og afa er fancy en ekki í sal ;)
Þetta var fínt en ég get ekki sagt að ég sémikill aðdáandi súrmats...ég og hákarlinn erum heldur ekkert svo rosa close. En ég fékk mér síld á rúgbrauð, saltkjöt og smá harðfisk. Allt mjög gott. En svo var auðvitað sungið, dansað og gantast. Eftir það fórum við í smá dans á NASA, en þar var árslista kvöld Breakbeat töffaranna. Smekkfullt húsið og dúndrandi stemmari! Vá hvað var gaman og vá hvað var mikið af kexrugluðu liði þarna inni! Svo fyndið að sjá hver margir voru út úr ruglaðir en það besta við það er að strákarnir sem halda þessi kvöld, eru með pottþéttustu gaurum bæjarins.

Held að nágranninn okkar annar hérna fyrir ofan, hati okkur og vitiði mér er bara alveg sama. Hann er án efa lauslátasti karlmaðurinn í Hlíðunum og við heyrum þetta allt niður. Höfum ósjaldan gólað tilbaka en allt kemur fyrir ekki. Auðvitað á fólk rétt á sínu kynlífi en þessi, hann níðist all svakalega á þeim rétti. Við erum einnig ung og eigi saklaus....
En gargið, rúmið og allt þetta í bland-já við getum næstum því reiknað út hvenær hann fær það! Og þegar hann er búinn að vera að drekka-þá tekur þetta aðeins lengri tíma. Þá getum við þess vegna farið bara fram, lesið blöðin, horft á eina ræmu og þá kannski er hann "kominn". Veit að aðrir nágrannar hafa tekið eftir þessu....einn daginn á ég eftir að spyrja hann hvort við megum ekki bara öll koma upp og fylgjast með-eigum hvort eð er bara eftir að SJÁ hann í action. Nei ojjj hann er ábyggilega með óþekkta kynsjúkdóma...
Erum alltaf og þá meina ég alltaf að sjá nýjar stelpur koma út frá honum og B sagði í gær að einn daginn á hann eftir að missa út úr sér:"Þau eru alltaf að gera þetta"...þegar við tökum apagólin okkar. Þá á daman eftir að verða voða sár, því þetta er hennar fyrsta skipti hjá honum.....
Já við munum góla á meðan þær góla.... ;)
Kvik-yndi...??? Já ég veit múhahahahahah.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Fórum sem sagt á fjöll í gær, nánar tiltekið The Blue Mountains. Ótrúlega margir þar, langar raðir og mikið frost. En allt það var í lagi. Skemmtum okkur rosa vel og fórum sátt heim. Það er samt fullt af stórhættulegu liði þarna og finnst mér, án þess að ég sé með einhverja fordóma gagnvart pro-skíðaliði, að þetta æfingalið ætti að fá sér svæði fyrir sig. Alltof hættulegt. Reyndar er margt annað sem þarf að skoða, en þetta væri þó byrjunin. Við sáum þyrluna koma sem og 3 sjúkrabíla, þannig að þetta gengur ekki alveg slysalaust fyrir sig þara í fjöllunum. En við komum heim heil en með nokkra skemmtilega strengi.

Svo opnar LodgeHill um helgina en þangað finnst mér eiginlega betra að fara. Nóg um það.

Þorrablót á fös en út frá því fórum við Dröfn að hugsa um að halda Skorrablót hjá Siggu ?? Sniðugt eller hvad! Allavega pæling. En svo þarf maður líka að hugsa um skólann og svona. Læra kannski og þannig ;) Jeddúdda mía.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Í gær fórum við, Team Incredible-ég og Bjarki-út í búðir aðeins með það í huga að kaupa það sem upp á vantaði í okkar nýju og stórglæsilegu brettapökkum. Við komum heim með allt sem við ætluðum okkur og vorum vel sátt. Erum vel sátt. Ég keypti sem sagt plötu, buxur, sokka og gleraugu og Bj keypti skó, sokka,vettlinga og gleraugu. Ég hafði víst vinninginn en það er ekkert skkrýtið þar sem hann hafði verið búinn að kaupa bretti. Ég fékk eins og ég hef áður talað um, bindingar og skó í jólagjöf þannig að ég keypti plötuna bara hjá brósa með góðum afslætti. Ég sagðist nú ætla að auglýsa þetta vel enda þrusugóðar vörur, en svo fór ég að hugsa að kannski, svona fyrst um sinn verðu þetta ekkert sniðug auglýsing, í mesta lagi fyndin.
Platan mín er voða stelpuleg en við ákváðum að hún myndi henta mér vel. Og þetta var ekkert ódýrasta platan,það skal ég segja ykkur. En LÍN lánar og núna er það hernaðarsparnaður þangað til NY. Við höfðum alltaf planað að kaupa okkur þetta eftir áramót en meira verður ekki keypt á þetta heimili, fyrr en einmitt í NY. Farin að hljóma eins og beygluð plata.

Skelltum okkur á KB, seint í nótt. Það var barasta gaman. Ekki of pakkað og skemmtilegt fólk að tala við. Hitti Dröfn og Hring í 5 mín, en hitti þau á morgun þar sem við fullorðna fólkið ætlum upp í fjöll eftir vinnu.
En talaði samt mest við Sven frænda enda snillingur með meiru. Alltaf gaman að spjalla við hann. Fórum reyndar fyrst í pizzu til mömmu og er hún farin að gera bestu spelt pizzur Norðureyju! Namm! Fer síðan í dag að hjálpa henni að breyta aðeins ef svo má kalla. Brósi er as I´m writing á leiðinni til Rio del Californio, nánar tiltekið Orange County, enn nánar Freeport Beach. Já, ekki laust við að ég öfundi hann. Pínku lítið. Finnst samt gul epli ekkert góð.

Hvað get ég sagt meira, dreymdi í fyrri nótt að ég hefði ættleitt barn með samkennara mínum-samt vorum við ekkert saman, þetta var meira svona redding og allt voða skrýtið. Barnið var með furðulegar mjóar og skemmdar tennur...??

Búin að kúka einu sinni og pissa tvisvar frá því ég vaknaði. Ca. 4 lítil prump, eitt gott framhjákúksprump og 3 svona hljóðlaus en tja semi banvæn. Fréttir verða næst klukkan tíu.

föstudagur, janúar 13, 2006

Já hvernig líst þér á? Þetta tók smá á, þar sem ég kafaði eftir þessu á botni veraldarvefsins. Var ekki að fíla öll hin template-in. En þá fann ég þetta. Bjútí! Alveg eins og veggfóður drauma minna!

En á tímabili leit ég svona út
The image “http://www.mikescovel.com/stressed.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
En þó bara í 2 mínútur. Var fljót að ná mér niður.

Svo verð ég að afsaka eitt, en án þess að ég ætli að hætta því. Veit að málfar mitt er skrýtið en það verður það áfram. Ætla ekkert að breyta því. Tók bara allt í einu eftir því að ég sletti, brengla ensk orð og nota æðifögur íslensk orð. Allt í einni skál. Það verður bara að hafa það.

Ætla að liggja í leti og pínku slappelsi í kvöld.
Finn mér eitthvað að horfa á og svo naga ég á mér táneglurnar.
Svona eiga sum kvöld einfaldlega að vera.
Svo var ég að hugsa um að fara að setja inn allt sem geristfyrirmig. Á það til að vera dálítið seinheppin en mig langar til að fylgjast aðeins með þessu. Kannskifinn ég eitthvað mynstur. Kannski ekki. Ég ætla hinsvegar ekkiað fara að leyfa fólki að fylgjast með vigtinni eins og er vinsælt hjá mörgum. En get sagt, bara svo þið getið sofið rótt, að hún er farin að færast aðeins neðar.
Gott mál.
Það er kannski bara kúkurinn?
Hmmm...
The image “http://www.bowzerbird.com/flash/flashanimations/poop.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Geir Ólafs er NÖRD... Bara varð aftur ;)

Jæja, skólinn byrjaður og alvara lífsins heldur betur tekin við. Svakalega alvarleg eitthvað...Er í skemmtilegum námskeiðum þessa önnina, reyndar eru hinar annirnar ekkert búnar að vera leiðinlegar en þessi lofar allavega góðu. Hef ekki getað mætt í alveg alla tímana í þessari staðlotu en það reddast, enda er þetta fjarnám og hingað til hef ég höndlað þetta bara vel. Meðal kúrsa sem ég er í er Táknmál, eitthvað sem ég hef lengi verið spennt fyrir. Lærði reyndar öðruvísi táknnotkun úti í Bretlandi sem heitir Makaton en það er allt örðuvísi en íslenska og breska táknmálið. Makaton er meira líkt Tákn með tali sem er mikið notað hérna. Fróðlegt ekki satt, já I´m all about being informative!

Nú, ég er búin að búa til dagatal eins og ég hef gert síðustu annir,sem ég merki inn á verkefnaskil og þess háttar og hengi upp á vegg. Með þessum hætti er þetta alltaf fyrir framan mig og engin hætta á að ég gleymi einhverjum verkefnum. Það að gleyma verkefnum er brandari fyrir sumum, en það er mikill fjöldi verkefna í 6 námskeiðum!
En þetta lítur ágætlega út..well, reyndar er inni í þessu vettvangsnámið sem og nokkur risaverkefni, en þetta er ekki eins troðið og á síðustu önn. Vettvangsnámið stangast þó eitthvað á við NY-ferðina, en ég verð bara að redda því. Fyrir mér er þessi ferð jafn mikilvæg þessu vettvangsnáminu. Kannski skrýtið fyrir sumum, en hún mun vonandi verða mér smá therapía. Ohhh, og systir er farin að telja niður! Jei! Jó! Og já!

Svo eru amma og afi að verða 160 ára þannig að maður verður duglegur að plana eitthvað flott.

Jæja, maginn að hrjá mig, verð því að dúndra mér á dolluna. Chao!
Oh ég verð, ég verð, ég verð!
Veit maður á ekki að tala mikið illa um fólk og þá sérstaklega ekki fólk sem maður í rauninni þekkir ekki en ég bara get eigi orða bundist.
Mér hefur alltaf fundist Geir Ólafsson vera hallærispinni og það sannaðist enn frekar um helgina. Tja og heldur áfram. Ég las bloggið hennar Betu, eins og svo oft, um helgina. Þar lýsti hún atburðum sem ég hló svo mikið af en í dag varð ég pirruð. Helv..hann Herra frægur Geir Ólafs, viðurkennir ekki neitt. Verðið eiginlega að lesa bloggið hennar Betu og svo þetta til að skilja. Finnst líka leiðinlegt að hann heiti þessu nafni.
Af hverju getur hann ekki heitið Guðbrandur Óttarsson eða Sigríður Óskarsdóttir?

Stundum fær maður kjánahroll en stundum, stundum felur maður sig bara undir teppi! Mikið er fólk stundum mikið fífl.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Skuldaði þetta:

1.Hver ert þú?
2.Þekkirðu mig?
3.Hvenær hittumst við fyrst, og hvernig?
4.Ertu hrifin/n af mér ?
5.Langar þig að kyssa mig?
6.Láttu mig fá gælunafn og útskýrðu af hverju þú gafst mér það!
7.Lýstu mér í einu orði!
8.Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9.Lýst þér ennþá þannig á mig?
10.Hvað minnir þig á mig?
11.Ef þú gætir gefið mér einhvað, hvað myndi það vera?
12.Hversu vel þekkirðu mig?
13.Hvenær sástu mig síðast?
14.Hefur þig einhverntímann langað að segja mér einhvað en ekki getað það?
15.Ætlar þú að setja þetta inn á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?


;)

föstudagur, janúar 06, 2006

Hmmm B á bráðum afmæli.....
The image “http://sv1.randomcrap.net/uploads/files/0/donkeypants.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Spurning??