föstudagur, október 28, 2005

Mig vantar meiri snjó! Finnst ekkert meira notalegt en það að vera inni þegar snjóar úti...sit fyrir framan tölvuna að...læra...got that right ;)

B rændi mér út í smátíma í gærkveldi-smá pása sem var kærkomin enda rófubeinið orðið ansi meirt. Og hvert fórum við...hvað var nógu merkilegt til að slíta mig frá ritgerðarskrifum?? Ég skal nú segja frá því. Fórum á Grand Rokk, en þar áttu að vera tónleikar. En þegar við komum þangað kl. 20:45 þá fattaði B að hann hafði lesið vitlaust, húsið opnaði 20:30 en tónleikarnir áttu ekki að byrja fyrr en 22:00. Ekki vorum við tilbúin til að fara heim, neeehh, fyrst ég var á annað borð komin út þá var ég ekkert að flýta mér heim. Þannig að við fórum og fengum okkur kaffi á Súfistanum og lásum í bókum og blöðum. Svo fórum við aftur á Le Grandesque Rokkisimo en þar voru að fara að spila tvö bönd. Þegar við komum þangað hittum við fyrir félaga B en hann er einmitt í seinna bandinu. Honum finnst leiðinlegt að búa í London en það er allt önnur saga. Veit ekkert af hverju ég skrifaði þetta, var að rifja upp.
Nú, sem sagt fyrra bandið byrjaði (duuuh-hence fyrra bandið....) og mér fannst það ekkert spes, auðvita mjög klár en ekki að gera sig fyrir mig. Þetta ágæta band var Worm is green. Nóg um það....er ég vond? Já soldið..en allavega ekki að plata.
Seinna bandið var svo ástæðan fyrir því að við fórum á annað borð á GR. Það band er hið margrómaða Ampop. Og ég verð að fullyrða hér (mitt álit) að þetta band er að gera góða hluti, og þá meina ég verulega góða. Alveg það mest spennandi núna af íslenskum böndum. Virkilega góðir ´lifandi´ og frábær lög. Mæli með þessu á poddinn eða í spilarann! Reyndar meira í spilarann, þar sem maður kaupir svona diska en rænir ei! Styrkja þá félaga, sem sagt alveg frábærir tónlistarmenn þarna á ferð. Held að útgáfutónleikarnir séu á Nasa 23.nóv.....bet here or be square.

Farin að liðka rófuna, svo...læra...svo...pása með Drammen ;)

fimmtudagur, október 27, 2005

Tími fyrir smá alvöru, í alvöru!
Mikið búið að vera í fréttunum um fjárveitingar okkar eða ríkisins réttara sagt, því ég hef voða lítið um málið að segja-þ.e. nema með mínum frjálsu framlögum. En fyrir nokkrumdögum var ákveðið að veita framlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Pakistan vegna jarðskjálftanna að upphæð 300.000 Bandaríkjadala eða jafnvirði 18,5 milljóna íslenskra króna. OK, förum yfir þetta-í hamförunum í Pakistan fórust hve margir? Yfir 53 þúsund manns. Talan fer hækkandi en þúsundir slösuðust og heimili eyðilögðust í landi sem fyrir var ekkert of vel statt. Hundruð þúsunda eru án húsaskjóls....

Fyrir nokkru síðan, sendi íslenska stjórnin pening til US of A, vegna náttúrhamfara af völdum hennar Katrinu. Hvað var sent þá? 1100 létust og um 400 þús. dollara sendir...ekki 100% á tölunni en ca. Correct me if I´m wrong. Einföld deiling:
400,000/1100= 364 þús og svo hitt dæmið 300,000/53000=5660 kr....

Veit að maður á ekki og það er ekki sérlega fallegt að bera saman krónur við mannslíf en þetta er bara svo augljóst-mannslífið er greinilega meira virði í landi Bush heldur en í landinu við Arabíska hafið. Auðvitað er ég ekki að gera lítið úr hamförunum í Ameríkunni, god knows I love ´em en úff, tölurnar tala sínu máli eins og einhevr vitur maður sagði.
En maður verður svo svekktur að heyra svona. Svo er Ísland-aftur stjórnin-því ég ræð engu-nískasta þjóðin....

Veit að vantar fullt af fjármagni í okkar kerfi en hættið nú alveg. Við erum rík og getum alveg gefið. Enga sjálfselsku og nísku. Helv. Síma-sala...arrrg.

Margur er skáld þó hann yrki ekki.........
Að læra...smá...en eitthvað svo afhuga...

miðvikudagur, október 26, 2005

Æ og svo ef einhverjum leiðist einhvern tíma og langar að lesa ekta íslenskt white trash (eins og ég) þá bara skellið þið ykkur inn á Barnaland. Það sem kemur upp úr sumum þarna inni, úff ég skelli allavega uppúr! Oft oft oft.


Ath síðan þetta
Hihihi

þriðjudagur, október 25, 2005

Í dag í skólanum hitti ég gamla vinkonu. Ok, hún er ekkert það gömul, bara mánuði eldri en ég en ég hitti hana. Hún á 2 börn, stelpu og strák. Stelpan er enn á brjósti og var hún með þessari gömlu í dag -> Bannað að hugsa núna um gamlar konur og brjóstagjafir-bannað! Hún er voðalega dugleg, er gift, stundar nám og held ég bara sátt. Er ekkert að fara að skrifa neinn svaðalegan pistil um það, heldur langaði mig bara að segja aðeins frá henni. Svo segir hún að ég ætti endilega að kíkja í heimsókn. Þá fór ég að hugsa, reyndar smá upphátt, að ég þarf að heimsækja alveg hrúgu af liði. Fullt fullt, hringja í fleiri, taka til í geymslunni, telja dósir, halda matarboð, gera verkefni *100, endurraða í skápana, taka til meira í skápunum hjá ömmu, mála hér og þar og heimsækja fleiri. En allt verður bara að bíða þangað til að hægist hjá mér í skólanum. Þá hvíslar einhver, hvernig hefur hún tíma til að fara á Airwaves eða blogga...??? Nú, ég vann verulega mikið af verkefnum fyrir þá helgi og svo er bara hollt að taka 5 í smá blogg.

Fór á afar skemmtilega fyrirlestra í dag, athyglin svo afar góð. Fékk hrós frá kennara og næstum roðnaði fyror framan bekkinn. Maður getur alveg verið duglegur, en það kostar.


Mig hlakkar til jólanna, til jólafrísins, hitta fólk,þurfa ekki að skila neinu. Gaaa. Ætla þó að reyna að kíkja á hana Sunnu á laugardaginn í nýju íbúðina, slæ þar nokkrar býflugur-hitti þá allar stelpurnar. Hlakkar til, Birna er veitingastjóri og veit ég að talað hefur verið um grísatyppi í teppi og krumpaðar fíkjur. Ummm.Namm.

Tíminn líður hratt, eiginlega of hratt en svona er það. Áður en ég veit af þá verð ég á kósý ítölskum stað einhvers staðar í East Village með uppáhaldinu mínu. Einhverjir fleiri þangað? Tempting ha??


p.s. Ragga: Hitti Höllu í skólanum í dag, hún á von á öðru barni sem og Stefanía! Hún hitti í Kringlunni um daginn hann Gunna cool! Mannstu eftir honum? Pínku flaming, hittum hann nokkrum sinnum allaveg í partýi. Var nanny strákur.. Hann var allavega að koma heim um daginn í fyrsta skipti í 9ár, mannstu hann labbaði yfir landamærin....Anyways, henni fannst hann weird og skrýtið að hann hafi þekkt hana.

sunnudagur, október 23, 2005


Já er visss um að það hefði verið bannað að blogga í Nam!!
En þá er helgin á enda...akkúrat núna er klukkan 08:08. Góð tímasetning. Allar neglurnar farnar, ennþá smá kul í löppunum en ákaflega fegin og ánægð stúlka hér á ferð Úff, hver sagði að það væri auðvelt að lifa. Weelllll, sá hinn sami og sagði það, var að plata. Hef nú reyndar hingað til komist svo til klakklaust í gegnum lífið en ég fékk að reyna á hann klakk í gærveldi (??). Við sem sagt ætluðum að vera snemma í því gær en þegar komið var í bæinn, þá hugsaði maður að snemma væri tengt bíbí á morgnana. Röðin á Nasa, áfangastað okkar, var afar löng og sáum við að 105 mín væru ekki nægar. Sko kvk-orð. Þarna kom stress efri áranna inn í dæmið. Sú hljómsveit sem við hjón keyptum armband til að sjá, átti að spila þarna inni og vorum við ansi viss um að sá draumur yrði úti. En nei, eftir enga göngu og mikinn tíma í röðinni náðum við að fara inn. Ekki að framan, heldur aftan. Og nei, brutum ekki niður hurð, alltof ströng gæsla til þess. Þess í stað, fórum við inn á fölskum forsendum, já ég veit, ljótt að plata, en svona nokkuð gerir maður bara í neyð. Að auki, var þetta plott góðra vina er starfa að hátíðinni. Reglurnar sem þeir/þau sjálfir/sjálf setja eru strangar en við komumst inn. Gooood, á öðru eða þriðja lagi Zoot Woman. Aldrei verið svona hissa, glöð, fegin og glöð (aftur og meira) á sama tíma. Bráðum kemur út ný plata með þessu ágæta bandi en fengum við að hlusta á gamla stöffið. Ohhh...svo sweeet. Svo kom Rattattat á svið sem var ofsa fínt líka. Svo margt sem mig langar að skrifa um gærkveldið en puttarnir megna það ekki. Minnispunktar nægja.

Er ákaflega ánægð með hátíðina, get eiginlega ekkert skrifað, sökum ummm þreytu en vaknaði hress sem fress áðan og næstum drakk úr tveimur glösum samtímis. Annað innihélt Pepsi (but of course) og hitt Treo...svo er líka blaðamannapassi í töskunni minni. Fyndið. Saga seinni áranna. Og nei, ég stal honum ekki.

Svo er skemmtilegt að pæla í því að Mínus hætti við að spila á hátíðinni sökum annríkis. En þeir eru víst að vinna að nýrri plötu. Nú ég hefði keypt það og er í raun nokkuð sama þótt þeir hafi ekki spilað en...always a but....Frosti var á fullu á föstudagskv. með Ghostdigital og svo voru hann og plús 1 allavega (Johnny), að skemmta sér með góðu fólki í gær. Ekkert að því, hljóta bara að hafa verið í kaffipásu eða eitthvað ;)
Núna: kúka og reyna að sofa meira. Bensinn sjénsinn.

laugardagur, október 22, 2005

Myndablogg

Djössins stöd!
Myndina sendi ég

Í kvöld ætla ég ekki að drekka bjór, mjöður, cerveza, bier, beer. Aðalástæðan eru tíðar klósettferðir, ekki alveg með partíblöðruna sem ég var áður með. Þess í stað er ég byrjuð á því rauða, svo tekur við hið hvíta. En í kvöld förum við snemma út, ohh svo gaman.

Hef eiginlega ekki tíma fyrir details, eða jú jú what the heck.
Fórum í gær á Gaukinn þar sem fyrir eyrum okkar urðu nokkrar ágætar hljómsveitir, og ekki. Ætlunin var að vera þar, fara svo yfir götuna og sjá Juliette and The Licks. En við ákváðum að vera bara þarna inni. Fyrst sáum við þá ágætu hljómsveit Kimono. Erum bæði sammála um að það band sé vel yfir meðallagi, og undum við okkur vel. Hohoho. En bassaleikarinn spilar einmitt á svona víólubassa, alveg eins og Bjarki var að kaupa sér. Fínt að sjá þá líka þar sem þeir munu eyða vetrinum í þeirri ágætu bor, Berlín. Nú næst var Ghostdigital og nú ætla ég definitely ekki að eyða of mörgum orðum. Mér finnst þeir ekki skemmtilegir. Allt frábærir tónlistarmenn, no doubt og mörg flott og glæsileg hljóð, en ekkert meir. Bara aðeins of mikið kaos, spuni, flipp, eitthvað. En ekkert persónulegt. Bara ekki mitt. Ok. Svo komu Mitchell Brothers á svið. Tony og Teddy Mitchell. Hressir peyjar frá Lundúnaborg. Mér fannst þeir skemmtilegir. Vildi bara að mér hefði ekki verið svona illt í löppunum. Greyin hafa munað sinn fífil fegurri. Þ.e. lappirnar. Bræðurnir voru fínir. Sátt við þá. Svo biðum við í smástund og Fiery Furnaces stigu á svið. Og aftur segi ég fínt band, skemmtilegt lið og greinilega með sinn stíl á hreinu. Gaman gaman. Vá hvað þetta er eitthvað þurrt hjá mér. En ég er að flýta mér. Borða og svo niður í bæ.

Gæti komið með meiri details seinna. En eitt verð ég að segja. Við B stóðum allan tímann hlið við hlið. Svo færði hann sig rétt aðeins 1 metra frá mér vegna tíðra og háværra samtala félaga við hlið hans. Um leið og hann færði sig, vatt sér hávaxin ung stúlka að Bjarka. Hún sagði við hann, að hún vildi ekki vera dónaleg en að henni fyndist hann vera sætur og getnaðarlegur, flottur strákur. Einnig sagði hún að hún vissi að hann ætti konu, þá leit hún rétt snöggvast á mig. Ég heyrði ekkert hvað hún sagði en sá þegar hún leit á mig. Ég sem næm kona, fann á mér að eitthvað hefði hún sagt. Sko, ég er náttúrulega hjartanlega sammála þessari ókunnugu konu en...hún nýtti sér tækifærið um leið og hann færði sig. Dónleg my ass! Fífl segi ég nú bara. Sannar svo innilega kenninguna um íslenskar konur (er ekki að alhæfa), þær eru margar tæfur og ekkert annað. Frekar ósmekklegt. Myndi maður einhvern tíma...Hann stóð við hliðina á mér...ohh pirr. En Bjarki sá varla hvernig hún leit út hann var svo hissa, en ég sá hana...bíðið bara, kannski verður framhald.

föstudagur, október 21, 2005

Já það er skylda að skrifa í gestabók... --------------------------->
Annars hætti ég hehe..

Hvert var ég komin, já fimmtudagur..það var í gær. Löbbuðum í rólegheitum inn á Þjóðleikhúskjallarann en eins gott að við vorum ekki rólegri því það var stappað og mínútu eftir að við komum inn var húsinu lokað. Þegar Bjarki sagðist hafa heyrt dyraverðina segjast þurfa að loka húsinu, hélt ég að það væri eldur laus og að allir þyrftu að fara út...???
En sem sagt,here we are. Get ekki sagt að ég sé 100% sjúr með það hver var að spila, en ég segi að það hafi verið hann Pétur Ben, sem spilar líka stundum með Mugison. En samkv. dagskránni hefði Indigo átt að spila og svo Pétur og svo...
En hann var frábær,sleit streng á fyrstu mínútu og þurfti að hlaupa á bakvið. Það gerði nú lítið til, salurinn elskaði hann from start. Sniðugur strákur og klár. Ekkert ljótur heldur hohoho. Svo sleit hann annan í síðasta laginu, en skipti bara um snöggvast og kláraði með glæsibrag. Og þarna, lagið hans sem hann samdi til dóttur sinnar-lag sem hann sagði vera persónulegasta lag sem hann hefur samið-það er æði. Hvernig var setningin"...if I was the day I would ask the birds to say.." og svo flautar hann lítið og sætt fuglaflaut.

Svo koma hann José minn Gonsalez. Oh hann er líka svo klár. Alveg óskaplega ánægð með hann. Hefði samt viljað fara úr sokkunum og til að geta troðið þeim upp í kjaftandi fólkið á barnum bakvið. Ferlega róleg og falleg tónlist með einhverja sí malandi fukking bjórþambandi lúða á bakvið. Uss uss uss!

Strunsuðum svo út á jákvæðan hátt á Pravda þar sem High Contrast var að spila (sjá mynd) og það var eins og við mannin mælt-glimrandi stemming. Held að Pravda hafi aldrei verið svona pakkað. Dansað alveg á fullu. Æði gæði. Ætluðum svo í árlegt Breakbeat eftirpartei hjá Alla en B vildi heim, vinna í dag.

Dreymdi í nótt að að fyrsti jólasveinninn væri komin, en svo vaknaði ég og það var ekkert í skónum. Ohh..

p.s. hata Pravda, note, ógeðslegustu klósett bæjarins. Myndi heldur aldrei fara þangað ef Breakbeat kvöldin væru ekki haldin þarna.

p.s.2 ef þið ykkur vantar einhvern tíma ráð vegna óþæginlegra hljóða frá nágranna, þá getið þið leitað til mín-Laufey önd með hjálparhönd ;)

fimmtudagur, október 20, 2005


Jæja á maður ekki að segja aðeins frá gærkveldinu?
Nú við skötuhjú byrjuðum ágætlega. Röltum eftir nokkra öllara niður í downtown Reykjavík og beint inn á Nasa, misstum reyndar af Mr. Silla sem við komum til að sjá en grétum ekki. Tókum þess í stað nettan snúning á tánni og fórum á Pravda þar sem Kalli go Gunni Evok (Breakbeat töffararnir) voru í sínu bandi að bralla. Það band er kallað Helgi Mullet Crew og mig minnir að þeir hafi allirveriðí ísbúðarafgreiðslufatnaði í fyrra, með ís í boxi við hendina...Skemmtilegir strákar nok. Það vantaði einns, Lella, en okkur var sagt að hann hefði ekki komist vegna talningar í Skífunni!!Súrt það, bara talning í hans búð...
Nú svo lá leið okkar aftur á Pravda, þar sem við hlustuðum á Cotton Plus One fyrst, en svo Funk Harmony Park. Þeir eru fínir og alveg áhlustanlegir. Troðið þarna inni og við ákváðum að vera áfram, næst kom Hermigervill sem mér finnst mjög áheyranlegt! Gaman at that point. Maður hitti fullt af fólki en allir áttu það sameiginlegt að vera að bíða eftir noskru popppíunni Annie. Ætla ekki að eyða mörgum orðum í það, en hún var bara ekkert skemmtileg, not at all. Og það voru fleiri sammála mér með það skal ég segja. En húsið var troðið enda er Nasa flottur og temmilega stór/lítill staður. Við hlupum bókstaflega út á undan þvögunni sekúndum áður en hún kláraði -hún endaði by the way á ábyggilega eina laginu sem meirihlutinn kannaðist við. Við keyptum plötuna hennar fyrir um ári eða eitthvað, þannig að þetta lag er frekar lúið.... Hefði betur átt að ná stemmningunni upp með því en whateva..ég ræð iggi neinu ;) og núna er ég búin að eyða of mörgum orðum.
Já hvert var ég komin, já við hlaupandi, aftur inn á Pravda. En þar tóku á móti okkur The Zuckakis Mondeyano Project. Og það var sko hresst skal ég segja ykkur. Góður endi á fínu kvöldi :) Ath. linkinn sem fylgir.
Meira í kvöld. José my friend, við sjáumst á eftir! In da shower now....
Fékk þennana lista frá góðri vinkonu...ætla að setja mig inn í hann. Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er ekki flótti frá raunveruleikanum heldur bara svona tjékk á stöðu. Tilvalið líka að gera hann svona glær eins og daman er eftir gærkvöldið. Já, Airwaves byrjaði í gær og maður varð bara þyrstur við áhorfin. Meira um það seinna í dag.

1. Pottaplönturnar þínar eru á lífi og þú getur ekki reykt eina einustu= Tja hvað veit ég nema hægt sé að reykja Orkideur, Hawaii rósin mín er ekki með neinr rósir en ég reyni að vökva þessar vinkonur, stundum. Minnir mig á það...

2. Þú gefur þér tíma til þess að taka af þér úrið áður en þú ferð
stunda kynlíf = geng nú ekki með úr þannig að ég þarf ekkert að pæla í því.

3. Þú geymir meiri mat en bjór í ísskápnum= Það ernú baraþannig, að síðustu viku eða 2 vikur er búið að vera meiri bjór. Sökum tímaleysis og djamms óskhyggju einhvern tíma um daginn er staðan þannig. En viðurkenni að þetta er ekki oft...

4. Klukkan 6 að morgni er fótaferðatími en ekki háttatími=Neh 7 meira..

5. Þú heyrir uppáhaldslagið þitt í matvörudeildinni í Hagkaupum=Hættu nú alveg-Hagkaup spilar rólega dáleiðslutónlist svo maðure eyði lengritíma þarna inni. Þessu komst ég að um daginn!

6. Þú fylgist með veðurfregnum = Ég erbaraviss um að flestir geri það, snjórinn og vetrarsportin eru fólki mikilvæg á umm veturna.

7. Vinir þínir giftast og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman = Ekki margir gift sig, enginn skilinn.

8. Sumarfríið þitt styttist úr þrem mánuðum í þrjár vikur= Það er nú bara þannig að síðustu 5 ár hef ég ekki átt sumarfrí, eithvað sem ekki var mikið um þegar maður var ábyrgðarfullur á gráðugur unglingur með sjálfsbjargarviðleitni (??)

9. Bolur og gallabuxur eru ekki lengur spariklæðnaður= Er nú alveg sammála því! Enég hef kannski ekki verið þekkt fyrir einhvern gala klæðnað heldur

10. Það ert þú sem hringir á lögregluna og kvartar yfir hávaða í nágrönnunum= Neibb, banka bara í loftið ;)

11. Eldri ættingjar hætta að segja kynlífsbrandara nálægt þér= Ha????

12. Þú hefur ekki hugmynd um hvenær pizzustaðir loka á nóttunni= Hey comm onnn sko, ég var að vinnaá einum lengi með skóla, veit að Hrói lokar varla og Dominos um 4....

13. Bílatryggingarnar lækka en afborganir af bílaláni hækka = Já það gerðist nýlega

14. Þú ert farin að borða salöt sem aðalrétt= Ceasar salatið á vegamótum er líka dásamlegt!

15. Þú færð bakverk ef þú sefur í sófanum = Af hevrju ætti ég að sofa á sófanum?

16. Þú vaknar kl 9 á sunnudögum af því það er svo hressandi= Ekki sjéns, elska svefninn

17. Út að borða og bíó er að fara út að skemmta sér en ekki bara byrjun á góðu kvöldi = Hmmm...

18. Þú verður slæmur í maganum, ekki saddur/södd ef þú færð þér heila pizzu kl 3 að nóttu= Já daginn efitr, góð hugmynd þegar á því stendur...

19. Þú ferð í apótekið til þess að fá þér íbúfen, ekki til þess að
kaupa smokka eða þungunarpróf= Hef aldrei keypt mikið af smokkum og litla reynslu af þungunarprófum....nei er ekki nunna.

20. Vín undir níuhundruð kalli eru ekki lengur ágætiskaup = Ef þú getur fundið vín undir 900 þá væriég tilíað prófa, no problemo. Hins vegar finnst mér fátt eins gott og gott rautt eða hvítt. Það þarf ekkert að vera rándýrt en sakar ekki...Hér heima er vín bara dýrt

21. Þú borðar morgunverð á morgunverðartíma = Hef aldrei vanið mig á þann viðbjóð, grín, en í alvöru samt hef ekki vanið mig á það. Lærði það ung að ef ég borðaði Hunangs seríjós áður en ég fór í skólann, þá gerðist eitt af þremur (eða allt): Ég fékk mikla vindverki, þurfti mikið mikið á númer 2 klósett um 10 leytið eða varð svöng löngu fyrir hádegi. Slæmur avani og hef ég oft reynt að bæta úr þessu.

22. "Ég get ekki drukkið eins og ég er vanur" kemur í staðinn fyrir
"ég ætla aldrei að drekka aftur svona mikið" = Það er satt...en mér finnst "eins og ég er vanur" í setningunni fyndið...

23. 90% af tíma þínum framan við tölvuna fer í raunverulega vinnu = Ahh, depends...

24. Þú drekkur ekki lengur heima til þess að spara pening áður en þú ferð á bari =Satt er það, en... rætt hefur verið meðal ákv. vinkvennaaðtakaþaðnn sið upp aftur ;)

25. Þú lest allan þennan lista og leitar í örvæntingu að einhverju sem á ekki við þig.= Enda þegar ég lauslega las yfir hann þá sá ég margt sem ég var nú ekki beinlínis sátt við!

Nú er mér illt í maganaum...

þriðjudagur, október 18, 2005

Já af hverju borða ísbirnir ekki mörgæsir? :)

Held að ég sé alveg að verða fullorðin...veit ekkert af hverju ég fór að hugsa um það en svo virðist sem unglingunum mínum ástkæru í vinnunni finnist ég vera ansi ung. Um daginn kom ungur drengur að mér þar sem ég var að opna stofu, hann horfði lengi á mig og spurði svo:,,Bíddu ertu að vinna hérna?" Ég svaraði því játandi. Þá varð minn maður eins og klessa í framan og sagði mér að hann hefði haldið í byrjun skólaársins að ég hefði verið að byrja í 8. bekk....ohh. Ég benti honum á að koma nær og skoða grannt, mér fannst ég allavega ekki 8.bekkjarleg þegar ég rembdist við að þvo morgun-grettuna framan úr mér þann morgunin..það skal ég alveg viðurkenna. Mér var svo tilkynnt það að fullorðnar konur gengju ekki með litla gula banana hangandi í eyrunum, en því er ég ekki sammála.
Enda segir vegabréfið sannleikann, twentysevenyearsold-in other words: woman. Segir samt ekkert um aldurstakmörk á bönunum.

Nú svo í gær var ung stúlka sem ég aðstoða mikið að velta bílprófinu fyrir sér, spurði mig svo hvort ég væri komin með eitt slíkt og ég svaraði já-með svona spenntum-gelgjulegum tón! Hún varð mjög hissa en þá alltí einu vaknaði ég-> já ég er komin með bílpróf, heldur betur, fékk það fyrir 10 árum! Enginn spennings-gelgju tónn þar...
En ég kaupi Converse, Nikita og Topshop og þeim finnst það fínt. Mér líka. No doubt there.

Svo já, þó svo að indælu unglömbin halda mig vera eina af lömbunum, þá geri ég mér alveg næstum því, grein fyrir því að...ég er orðin stór.

mánudagur, október 17, 2005

Meatballs and Motown á mánudegi eigi til mæðu

Og þó...þetta var alveg smá erfiður dagur. Fór allt að því ósofin í vinnuna, jább, sofnaði voðalega treytt um 1 leytið sem er alls ekkert hræðilegt eftir svefnraskanir hinnar heilögu helgar en...svo vaknaði ég aftur 2.30! Og til þess að leyfa betri helmingnum að iðka hrotur, ákvað ég að fara bara inn í stofu og lesa mína bók, The Secret History.
Spes bók, lengi að byrja en vel skrifuð og næstum því spennandi.
Togaði mig í sturtu og reyndi, já reyndi að gera mig boðlega unglingunum. Tókst að lifa daginn af. Hættu þessu kvarti kona! Búin um 13.30...heim og greiddi skuldaðann svefn.

Aftur til New York, veit ekki hvort maður yrði svona kaldur þarna í hverfinu aftur...ungdómurinn og kæruleysið...ahh those times. En það var nú ekki mikið um beinan hasar í London þann tíma sem ég bjó þar. Og þó, þótt unglingarnir hafi ekki verið í gengjum, þá vorum þau samt brutal. En einhverf og svoleiðis var það nú. Nefbrot, skellir og bang ekkert til að kippa sér upp við. Ha kúkur á veggjum? Borðaður? Ég skal sko segja þér að.... neh ekki lengra.

Henti áðan í kjötbollur á meðan vel valdir Motown tónar fylltu hreiðrið. Ljúft. Eintóm hamingja hér :) Átti ekki purée og enga ferska brauðrasp,en ég gerði tilraun...hehe...getiði nú hvað ég gerði..hihi!


Er ekki langt síðan ég hef minnst á tónlist? Nú er Airwaves að hefjast, auðvitað við þangað. Eldar vildi fá Bjarka í vinnu og hefði það verið frábært tækifæri fyrir hann, í Media Center. En á næsta ári kannski sökum anna núna.

Hátíðartónlistin getur komið jafnt og þétt, ekki núna.


En mæli með....já hverju í þetta sinn!!??
The New Pornographers frá Vancouver. Stað sem mig langar mikið til að kíkja á by the way.
Er einmitt núna að hlusta á nýjasta diskinn þeirra->Twin Cinema. Mjög svo fín hljómsveit. Svona allt í bland einhvern veginn. Eitt lag minnir mig á ótýpískt Pixies lag, sum lögina á The Shins og svo frameftir götunum.

Elska að finna mynd út á myndbandaleigu sem ég hef ekki séð áður og er góð! Fann eina í gær: The Boondock Saints. Skemmtileg mynd nok, þó ekki hafi verið um að ræða bein skemmtiatriði í henni en uuu fjörleg engu að síður ;)


Jæja bollurnar bíða fyrir bollurnar að borða.



föstudagur, október 14, 2005

:) I don´t give a rats ass!! :)


Nostalgían hefur heltekið mig og ég á ekki aftur snúið-nei smá dramatík en þar sem ég tók "leggðu spilin á borðin" pilluna í morgun OG drakk nýkreistann "ekki halda aftur af þér"djús þá þarf ég að viðurkenna svolítið....
Í nótt gat ég ekki sofið, þetta gerist oft á lærudögunum mínum. þetta er ekkert vandamál og ég þarf ekkert að fara að fá samúðarkort og svefnpillur í pósti, því ég bara sef á eftir skiljú. Love sleeping.

Ok, back to the confessing-ég var svona að skoða verkefni sem á að skila bráðum og svo allt í einu þá nennti ég ekki meir (nú er ég að tefja) og fór að skoða á netið. Nú þetta skoð leyddi mig að Whitepages og í reverse address lookup. Fann ekkert svosum. En svo fór ég að setja inn í Google orð eins og Flatbust-East Flatbush og fleira og það leyddi mig að allskonar fréttum og svo að lögreglusíðu eða svona hverfislögreglusíðu. Þar fór ég á Press release link, þar sem kemur mikið af því sem er verið að dæma í. S.s.upplýsingar um morðmál, rán og svo frameftir götunum. Og af hverju var ég að skoða...?? Jú ég var í hreinskilni sagt að athuga hvort ég kannaðist við einhver nöfn...ekki að plata. Detective Loopy Lu mætt á svæðið. Fann samt ekkert,en meira rifjaðist upp fyrir mér....Annað: Við áttum little´Brown book´ þarsem margt var skrifað í ;) Meðal annarsaf sumum sem urðu á ferðum okkar. Okkar annað, skidsóin sem við vorum/erum, þá vorum við alltaf að skrifa bréf tilhvorrar annarrar, þegar við vorum áSpænsku-fyrir framan nefið á hvorri annarri! Já fyndin bréf..og þá rifjaðistupp leynilögguleikurinn...tala við úrið...múhahahhah. En það voru strákar á Clarkson sem við vorum soldið smeykar við, en þeir tilheyrðu annað hvort Bloods eða Crips-þeir héldu og sögðu einhvern tíma í búð svo við heyrðum að við værum LEYNILÖGGUR! Já einmitt, alltaf með vel greitt hárið í sparifötum með feik Corona inn á Spænsku! En þeir voru ekki partur af okkar program, fórum einu sinni inn þessa götu með Deon og þegarþeir sáu okkur með honum, brá þeim heldur betur-leynilöggurnar voru bara ekkert uhhh löggur-heldur bara two friendly chicks from Iceland.

En ég sagði líka við Bjarka um daginn að ég vildi að ég væri svona atvinnu spæjari. There you have it. Það er draumadjobbið. Fyrir utan náttúrulega að bjarga heiminum sem sérkennari ;)

fimmtudagur, október 13, 2005

Já það er satt sem Ragga segir...þetta var ótrúlegur tími en fólk bara trúir manni ekki þegar maður segir frá honum...
Svo margt ótrúlegt gerðist, maður hitti allskonar fólk og sá ýmislegt. Hélt ég gæti eitthvað farið að skrifa um þetta en þá bara kemur svo mikið upp í hausinn. En ég veit að Desmond einn vinur okkar var myrtur árið 2000, en svo veit maður ekkert um hina. En við eyddum þessu ári sem drottningar East Flatbush eða Parkside prinsessurnar hahahahah, þar sem hinir ýmsu "fylgdust" með okkur og pössuðu að við væru öruggar. Jú ég gæti komið með eitt gott svona helgardæmi, Ragga vonandi fyrirgefur ;)
Fös: L kemur beint eftir vinnu og farið er beint út á horn að kaupa bjór -->Coronavegna bragðisins eða euugh BudIce vegna skúrf-tappans. Svo setjumst við á tröppurnar fyrir utan hús og fáum okkur nokka til að "unwind". Þaðerblooduerfittað vera nanny! ;) Eftir það förum við upp og svona spörslum í það sem þarf að sparlsa í og troðum okkur í betri gallann, stundum setti Ragga franskar rúllur í hárið á sér...hihi...
Nú, þá lá leið okkar á "Spænsku" Castilla De Jagua. En þar vorum við ávallt í miklu uppáhaldi hjá Papa. Staðurinn er á Flatbush, rekinn af fjölskyldu frá Dominican Replublic og þarna eyddum við ófáum stundunum! Það voru myndir á counternum af okkur!!! Þegar komið var þangað voru bjórarnir flæðandi og svo náttúrulega skellti Ragga pening í djúkboxið-þar sem ljúfir latino (hahaha) tónarnir fylltu þennan litla stað (veitingastaður slash bar). Og oftar en ekki stökk Raggan galvösk út á gólf með oftar en ekki, lágvaxinn eldri-latino sér við hönd. Ó myndirnar segja ALLT!! Græt mig í svefn af hlátri! Og mexíkanarnir tveir sem komu stundum, voru alltaf klæddir eins og kúrekar í teiknimyndabók með spora og sítt sítt svart hár en svona sítt að aftan stíl, svo hjóluðu þeir alltaf heim blindfullir (in to the sunset) Nú ok, eftir sem sagt smá upphitun á Spænsku fórum við svo oft í slagtogi með félögum úr hverfinu á írskann pub nálægt Park Slope sem heitir Mooney´s. Hljótum að hafa verið skrautlegar stundum með okkar "entourage". En þar var einmitt djúkbox líka en með tóna meira í okkar átt ;) Þarna gerðust stundum fyndnir hlutir, mannstu klósettið Ragga og hann...man ekki akkúrat núna hvað hann heitir.....en kannski myndi maður taka öðruvísi á því núna hohoho. Og svo sonur eigandans Brendan...Anyways, þarna vorum við jafnvel til lokun og fórum þá með leigubíl aftur á Flatbush, þar sem komið var við á "Grænmetismarkaðnum". Þar vann hann Angelo vinur og oftar en ekki hittust við þar nokkur og strákarnir "sungu"fyrir okkur, kannski sungu þeir ekki, meira röppuðu en það er svo hallærislegt að segja það eitthvað.
Nú svo var það bara heim í bælið og þegar vaknað var næsta morgun, hentum við okkur í jogging buxur, tróðum sólgleraugum framan í okkur og strunsuðum út á horn, nánar tiltekið á Family Pizza-mmmm sweet pizza slice from heaven og ííískalt pepsi! Ahhh dreymi enn um þennan stað! Og garlic knots...stundum beef patty með osti. Ef við vorum sérstaklega fallegar frá gærkveldinu, þá tókum við með heim.... Svo dunduðum við okkur um daginn, versluðum og allskonar. Kvöldið: Mjög svipað nema kannski þá var í staðinn fyrir Mooney´s farið á Nell´s niður á Manhattan. Mjög fínn staður, þar sem managerinn var okkar vinur og blandaði drykkina ;) Oh svooo fyndið líka þar sem ég var ekki alveg komin með aldur (ekki fyrr en seinna)..gellurnar!
Sunnudagur: Sofið út og hangið hér og þar, stundum borðuðum við á Spænsku (vatn í munn) og svo þegar veður leyfði, héngum við úti á Parkside með strákunum, tafl-dominoes-tónlist og fleira. Góðar stundir. En þetta var einfölduð version af helgi. Ætla ekki að koma með details, þið mynduð ekki trúa ;) En byssur, krakk, Malik skotinn-stunginn-skotinn, Deon að koma aftur "heim"eftir 2 ja ára enduhæfingu þar sem hann var skotinn 9 sinnum í líkamann, gengin Bloods, Crips, Latino Kings og fleira er meðal þess sem gerðist....Ekki má gleyma Steve og Larry, Steve sem er bróðir hans Stuntman-> I like to move it move it---euuugh og já man hann líka með grænt brodda hár og kærastan hans með bleikt...fengum nú jeppann hann nokkuð oft ;) Æ man svo mikið en ætla ekki að setja allt hérna inn.
Kannski setjumst við niður einn daginn í ellinni og skrifum eitt stykki bók...hvað segirðu um það Ragga?

Ef þú kæri lesandi hefur náð að lesa hingað þá áttu hrós skilið!
New York New York
Rotten apple naaaaa.....
Já erum spenntá þessu heimili, enda ástæða til! Bókuðum áðan, já ég sagði bókuðum áðan, herbergi á þessu gistiheimili í New York um páskana. Og þá spyrja margir: ,,Af hverju eruð þið að bóka 6 mánuðum fram í tímann????" Svarið er einfalt, við sáum þetta fyrir nokkrum dögum en erum búin að vera að leita af ódýrri en ágætri gistingu. Vorum að hugsa um að leigja íbúð en það er a)dýrt og b)himinhárrar öryggisgreiðslu er oftast krafist.
Nú, svo við skoðuðum ALLT bókstaflega. Og þá fundum við þetta, og þetta er rated #1 Bed&Breakfast í NYC. Svos koðuðum við hvað er laust svona í gríni og sáum að það er allt að fyllast, já löngu fram í tímann! Þannig að ef þið ætlið með og viljið gista í fullorðins- barnaherberginu, þá þarf að panta N.Ú.N.A. Sko þema herb....

Ákváðum líka að við vildum ekki borga það sama eða minna já eða meira fyrir eitthvað sleasy keðju ógeðis kakkalakkahótel. Heldur vildum við eitthvað spes og eftir að hafa lesið ÖLL reviewin um staðinn þá vissum við að þetta var það sem við vorum að leita af. Skemmtileg staðsetning, groovy andrúmsloft og svo konan sem á þetta. Segir allt í rauninni. House with a soul.
En okkur hlakkar óskaplega til. Bjarki farinn að leita nú þegar af hljóðfærabúðum! Svo gistum við eitthvað hjá frænku líka up-state. Hlakkedí hlakk. Vona að mamma og systir komi líka, en það kemur í ljós. Núna verður þessi ferð svona gulrót fyrir mig. Læra vel og fá skemmtileg verðlaun í apríl :)
Ok, er of spennt núna en lífið heldur áfram. Farin að sofa. Good night everyone.Good night New York....

miðvikudagur, október 12, 2005

Aha...
Það er fremur jólalegt í hausnum mínum og ég væri sennilega farin út að hnoða ef ég væri ekki með kúk upp á bak.

Tók eftir því um daginn að ég er alltaf að agnúast (er þetta orð??) út í ókunnugt fólk. Margt sem ég finn að fólki stundum, en þetta er ótrúlegt en satt bundið oftast einum tíma mánaðar. Sem er ekki núna en mér datt þetta bara í hug. En reyni að vera jákvæð...svona oftast. Hláturinn lengir lífið, brosið virkar á línurnar and all that.

En kannski ætti ég að láta aðra dæma um það hvort ég sé eitthvað skrítin, set inn dæmi um leið og ég man. Man eitt en ég varð ekkert rosalega pirruð, hafði bara orð á því eftir á. En var í röð (mjög lítil röð) og það var kona fyrir aftan mig. Hún var alltaf svo nálægt mér, svo færði ég mig og hún líka! Finnst bara óþægilegt, nema á tónleikum og þannig stöðum, að fólk sé alveg upp við mig. Skil heldur ekki, það var ekki eins og það hafi verið einhver svaka ös...kannski var svona góð lykt af mér...??

Fer heldur ekkert meira í taugarnar á mér en verulega hrokafullt og dónalegt afgreiðslufólk. Punktur. Nenni ekki að hlusta á að það getur verið erfitt hjá þeim og allt það. Það bara á ekki að hafa áhrif á þjónustuna. Ekkert meir um það.

Ahhh erað downloada The League of Gentlemen´s Apocalypse akkúrat núna. Þeir sem hafa séð þættina sem gerast í smábænum Royston Vasey, ættu að vita hvað ég er að tala um :) "Are you alooone???" Kannski ekki fyrir alla, en allavega fyrir mig múhahahahahaha!

Positivity, yess, yessss, yesssss!

fimmtudagur, október 06, 2005

Komst ekki að í gær vegna anna en ætla svo sannarlega að setja það inn núna:


Til hamingju með 11 ára afmælið elsku bestasta besta litla systir mín!!

Vonandi líkaði þér skautarnir :)
Við getum svo skautað saman í Egilshöll við tækifæri