þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Eigum við að ræða eitthvað:
  • Hvað Prison Break eru spennandi
  • Hversu mikill unaður mér finnst sterkur enskur ostur
  • Hve mörgu verkefnum ég er búin að skila í haust
  • Hve stutt er til jóla
  • Hvað mig hlakkar mikið til að fara á bretti
  • Fjöldann af jólakortum sem fara inn um lúgur okkar Íslendinga
  • Mitt obsession á "Höllu" í Stelpunum....
  • Um skemmtilegu vinnuna mína
  • NYC um páskana....
  • Hversu gott það er að sofa
  • Hve gott það er að kúka
  • Undur Macaroni and Cheese
  • Að Mac´n´ Cheese fáist eigi hér á klaka
  • Hvað það er gaman að fá góðar einkunnir
  • Hversu mikið ég þoli ekki fólk sem leggur í fatlað
  • Jóalgjafalistann minn
  • Lyktina þegar maður tæmir kattasandinn

Ég veit það bara ekki ???

sunnudagur, nóvember 27, 2005


Fyrsti sunnudagur í aðventu
Spádómskertið tendrað
Vikulegt blogg??
Neh bara mikið að gera, eins og alltaf...En núna er verið að vinna í verkefnaskilum, byrjuð í rauninni í prófum því núna, at the moment, er heimapróf. Ekki erfitt próf en mjöööö langt ;)
En svo bara tæpar 2 vikur eftir og þá komin í jólafrí frá skólanum. Það á MIKIÐ eftir að gerast og ganga á þennan tíma en svo ætla ég að njóta þess að vera bara að vinna ahhhh.

Þessi helgi var ekki hefbundin á nokkurn hátt en á föstudaginn var amma B jarðsungin og erfidrykkja sem fylgdi í kjölfarið. Á laugardeginum var vaknað snemma og farið í Vík í Mýrdal þar sem hún var jarðsett. Ótrúlega flottur staður Vík, hef komið þangað áður en veðrið sem við fengum núna var svakalegt, glampandi sól en náttúrulega mjög kalt. Sunnan glampaði á sjónum og maður sá endalaust því það var heiðskírt.

Svo í dag var birt æðislegt próf og sit ég nú og leysi það eins og siðsamlegri dömu sæmir...Var að henda ímig sniðugri tortilla, en ég henti á hana smá blaðlauk, skinku, tómötum og mozarella-smá maldon og pipri-hitaði og jömmí! Og hún hitt, þ.e. ég henti henni og hún hitti beint í mark....hoho.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Nú er tíminn knappur...en þar sem konan er multi-task snillingur, þá get ég núna setið heima, lært og og og horft á Skrekk á netinu. Reyndar er eitthvað að sendingunni en ég er samt ofur spennt. Heyrði reyndar að ónefnd manneskja í dómnefnd hafi sagt að Hagaskóli og þeirra atriði hafi verið of "pottþétt"..sem sagt verið að gefa í skyn að þau hefðu fengið aðstoð frá fullorðnum, sem er allt í lagi-margir gera það----en þau gerðu bara ekki!
Eru svooo ótrúlega klár og flott og ég vona svo innilega að þau vinni. Vonandi verða þau ekki felld út af pirringi fólks á þeirra hæfileikum...úff verð að halda áfram...

Ok þau bara komu á svið fyrr en ég hélt og vá!! Á ekki til orð-alltof flott hjá þeim!

Smá update:
Já kjaftasögurnar gerðu skólanum grikk...urðu í 3ja sæti sem er bara ótrúlegt! Austurbæjarskóli í 1., sem var reyndar fínt atriði, en samt var OKKAR betra....hehehe fíla mig hérna sem algeran ungling! Smá svekkelsi.

En orkan í mínum boddí er að klárast all svakalega og mjööög hratt...verð að læra en verð líka að sofa....

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Fórum saman ég, B, S frændi, H bróðir, A frænka, M kærasta S frænda, Ó frændi-saman út að eta á Vitabar. Namm.
Svo skautuðum við á tónleikana. Fyrst Jakobínarína sem eru knáir litlir strákar. Svo náttlega White Stripes. Og ég er mjög sátt með að hafa farið og í svona góðum félagsskap. Yngsti frændinn er 11 ára og það var unun að fylgjast með honum, hann spilar sjálfur þessi lög þannig að þetta var mikil upplifun fyrir hann.
Já ég er nokkuð sátt, þó svo að núna sé ég komin heim vitandi það að nóttin fari í lærdóm. C´est la vie ekki satt ??!!
Mér finnst jack fínn og Meg líka.
Þetta er kannski ekki rétti tíminn en gaman samt. Okkur áskotnuðust nefnilega miðar á White Stripes annað kvöld.
En ég, snillingurinn knái, ruglaðist heldur betur á dögunum. Hélt að ég ætti að skila verkefnum seinni part vikunnar, en sá svo áðan að nei, þeim skal skilað á mánudag og þriðjudag. Vúbbs. Smá stress, þannig að þessar 70 næstu klukkustundir verða fullnýttar-fyrir utan að sjá Hvítu Rendurnar spila í Höllinni. Úff.

Alveg pínkulítið stressuð og pirruð út í mig. Ég er mjöööög skipulögð með öll þessi verkefnaskil, svo skipulögð að litla systir hafði orð á því.
Hvað klikkaði? Ætli heilinn sé að upplifa overflow??

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

þetta er alveg spes. Ætla að skoða þetta nánar. Svo sá ég líka afar skondið antelópu myndband. Hihi. Og svo líka þetta
Og þessi ...krúttlegt en á sama tíma ferlega illt ekki satt??!!

Elska hreim. Ekki Hreim samt...neh ekki hann.

That´s all folks.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Myndablogg


Svo er hann með kvef í auganu greyið...það vinstra á myndinni. Er alger rúsína, mesta kúrubollan :)


Litla muslistykkid
Myndina sendi ég

Það var ekkert í planinu að fjölga í fjölskyldunni en B var eitthvað að vafra og fór inn á kallarnir.is...þaðan fór hann inn á aðra síðu-www.kattholt.is. Við höfum nú reglulega kíkt inn á þá síðu enda kattavinir miklir en ég veit ekki af hverju í ósköpunum hann fór inn á kallarnir.is, kannski er hann heitur fyrir Gilz eða fan. Vona hvorugt! Reyndar veit hann sjálfur ekki af hverju hann fór þarna inn, en svona virka örlögina ekki satt?? Í dag sóttum við sem sagt lítinn 2ja mánaða kisustrák, sem hafði fundist nær dauða en lífi í Grafarholtinu. Já sem sagt til hamingju við! Örk er eitthvað ekki alveg að gúddera þetta, en það kemur ;) Sumir halda ábyggilega að við séu eitthvað að klóra í klikkunarbakkannm en það er allt í lagi. Svo er Loki hérna líka hjá okkur í krúsinni sinni. Ok, núna er þetta farið að lykta svolítið af sturlun :)
Mæli með því að ef einhver er í kattahugleiðingum að kíkja upp í Kattholt. Hefðum við verið að starta búi uppi í sveit, hefðum við sennilega tekið allar kisurnar með. Svolítið skrýtið að vera bara að koma að sækja hann og skilja hina eftir, en litlu og stóru krílin...ææææ. Bara alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið ljótt, sumir allavega.

Man ekki meir, skrýtinn dagur, áfall í B fjölskyldu og mikil sorg. Skrýtið hvað svona kemur pörum stundum, andstæður.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Myndablogg

Nykominn heim:-)
Myndina sendi ég

mánudagur, nóvember 14, 2005

Ekki má gleyma því að ektaparið Drammen og Mr. Circle eru sem sagtað fá afhenta íbúðina sína á morgun. Mér var einmitt bent á að þá íbúð er að finna á þessari síðu. Skondið nok. Svo ánægð fyrir þeirra hönd. Í rauninni er hún að flytja úr foreldrahúsum í fyrsta skipti, svona almennilega.

Við erum að tapa okkur í góðgerðarmálunum hérna á þessu ágæta heimili...segi frá því seinna ;) og nei er ekki að tala um einhvern ofursparnað á klósettpappír eða gróðalausa Avon-sölu..engan svona umm söfnunarsparnað ef það er til.

Annars er búið að panta gistingu á "gestaheimili" nokkru í Nýju Jómfrúarborg um páskana. Úff og ohhh hvað það verður ljúft. Kaupum sennilega flugið í vikunni en með í för verða móðir vor og systir. Stakk upp á því í dag við miður dræmar undirtektir, að fá leiðina á korti sem hlaupin er í marathoninu, en já sem sagt enginn svaðalegur spenningur með það. Ég persónulega get alveg hugsað mér að þröngvast í nælon stuttbuxur og hlýrabol sem á stendur Gdottir og jogga þetta léttilega, mér yrði ábyggilega vel tekið í Harlem líka. Svo slice og coke á eftir. Perfect day out!
En tilhlökkunin er sem sagt gífurleg og mætti halda að þetta væri fyrsta ferðin mín. NY og ég erum like this :


Smá auka...

laugardagur, nóvember 12, 2005

Maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt, jafnvel stundum að gera hluti sem maður hefur ekki gert lengi. Út frá þessari pælingu fékk ég þá hugmynd að koma með svona vikulega uppáhaldslista. Vikulega því maður er oft ekki með eitthvað uppáhald lengi í einu, tja sumt reyndar og það lengi lengi, en sumt kemur og fer, samt nær það að vera uppáhalds í smá tíma. Þó að eftirfarandi atriði séu á listanum fyrir þessa viku, þá þýðir það ekkert að þetta sé allt nýtt, sumt er endurupptekið....jafnvel endurendurupptekið...

Uppáhalds fyrir vikuna: 6.11-12.11.2005
  • Vesturbæjarlaugin að kveldi-á ekki til nóg sterk lýsingarorð. Einfaldlega snilld, stjörnubjart, kaldur nebbi og gufan.
  • Dumle karamellur-já ég get ekkert verið að staupa mig hérna á meðan ég er að læra, þannig að B færði mér þetta ágæta læru-nammi áðan. Nammi.
  • Ladytron (ekki í fyrsta skipti)-sampler af nýja disknum var áðan í spilun og líst mér VEL á, klikkar ekki.
  • Surimi (crabsticks) salat á brauð. Ekki í fyrsta skipti sem ég fæ æði fyrir þessu góðgæti-unaðslegt með plastosti, svörtum ólífum og smá lauk.....jömmí
  • Just like Heaven með Cure- Varð að setja þetta inn því ég er akkúrat að hlusta á þetta-hlusta alltof oft á þetta lag, fæ ekki leið....
  • Wild Horses-The Sundays-Lagið úr þarna myndinni þarna aftur...hef hlustað einnig ótæpilega á þetta gamla Rolling Stones lag...
  • Imogen Heap-Hide and Seek sem var í O.C. þegar mamman var að tapa sér og svo I´m a lonely little Petunia sem var í Six feet under...og by the way may I mention að síðasta sería og síðustu þættirnir voru SVAKALEGIR!!
  • Ok...Dominos mega viku pizzur....guilty!! Ætla ekki að highlita þetta né gefa upp fjölda skipta....

föstudagur, nóvember 11, 2005

Þetta er í eina skiptið sem ég mun rita um Batjelorinn....en verð að segja þetta. Er ekki með Skjá 1 þannig að ég skoða á netinu. Er mikill blogglesandi, þannig að ég afla mér ýmissa upplýsinga með því að sörfa annarra mannablogg.
Ok, það sem ég hef séð að þessum þætti á netinu og lesið af öðrum síðum hefur látið mig komast að eftirfarandi:
Vill að Íris vinni en finnst hún koma best út. Hinar eru ábyggilega mjög fínar og góðar stelpur.... Samt finnst mér þetta concept samt soldið skrýtið allt og myndi sjálf aldrei vilja kynnast e-m svona undir pressu. Anyways, þó ég vilji að Íris vinni þá held ég samt ekki að hún vinni. Why? Já það er einfalt, af þessum þremur sem eru eftir er bara ein að blogga. Og hver er það? Nú hún Íris sundkappi. Og þær sem farið hafa á síðustu vikum, þær blogga líka. Þetta er sem sagt mín kenning. Þannig að ég spái Gunnfríði sigur. En hvað veit maður, ég er bara amatör. En ég hraðspóla í gegnum þættina, bara svo það komi fram....

Annars komst ég að því í dag að mamma er búin að kaupa jólagjöfina mína og þá varð mín sko spennt!! Úff...
Ég er hálfnuð með 2 jólagjafir og verður spennandi að sjá ;)

Viðskiptajöfur

Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.
Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.

Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.

Það er toppurinn að vera í teinóttu.

Hvaða tröll ert þú?




hummm hummmm.....

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Get ekki setið fyrir framan tölvuna lengi í einu, þarf iðjuþjálfa heim. Er líka að vinna alla vikuna þannig að enginn tími gefst í (ó)þarfa tölvusörf. Ohhh. Verð eiginlega að fá jólin núna, nenni ekki að bíða.
Fæ verðlaun frá B seinna í nóv og verð svaka súr ef hann gleymir. Setti það reyndar í reminder.Hehe.Hoho.

Er með svona stingi, svona poing poing rafmagns-stuð-stingi í hausnum og utan á hálsinum. Veit ekki hvað gerðist eða hvað gæti verið að gerast. Kannski plantaði einhver jólatré með bilaðir seríu á, undir húðina á mér. Kannski. Finnst það allavega einhvern veginn.

Klukkan er 22.01 og B er að vinna. Ég ætla í lúrinn. Sund vonandi klukkan 6.30. Hrezzandi.

laugardagur, nóvember 05, 2005

Mig dreymdi köngurló í nótt og svo sá ég eina pjönkulitla áðan á meðan ég var að pissa. Er lafhrædd við þessi grey þannigað ég varð að myrða hana en eftirað ég var búin að losa mig við líkið, þá fór égnú að hugsa...Ekki myndi mig langa til að vera kramin með klósettpappír, hent ofan í klósett og svo væri pissað yfir mig....neeeh. Karma hugsar maður svo, karma. Úfff hvað maður er ljótur.

En skoðaði svo hvað það þýðir að dreyma þær-fann eftirfarandi:
All spiders except tarantulas are omens of good luck. If you see a spider climbing the wall you will have your dearest wish come true and if you see a spider spinning a web you will have an increase in your income due to hard work. A large spider sitting on a telephone shows you will have a phone call that will benefit you greatly. The larger the spider, the bigger the rewards.

Og svo líka ...
Little annoying or irritating things that are left undone. Can be a fear of gossipy things said about you - or the consequences of gossip you engaged in regarding someone else.

Og líka...
To dream of a spider, denotes you being careful and energetic in your labors and fortune will be amassed to pleasing proportions. Domestic happiness.

Aðeins meira...
Spiders in a dream are a serious danger signal This can mean female intrigues aimed at ensnaring men, and refers to the cold, calculating nature evident in some women.

Dísus...það er ekker það sama...held ég vilji það fyrsta bara...en það síðasta gæti tengst atburðum gærkvöldsins og framhaldsins sem er óþekkt...


Það er ótrúlegt hvað maður er alltaf á síðustu stundu með allt. En þannig virka ég bara, ekkert hægt að breyta því. Skilaði verkefni í gær 5 áður en skólinn lokaði! En er svo að vinna í ritgerð núna í fagi sem heitir Fatlanir og Taugasjúkdómar. Og þar sem ég er með óendanlegan áhuga á öllu því er kemur einhverfu við, ákvað ég að skrifa um hugsanlega tengingu á milli einmitt einhverfu og AMO. Já hugsanlega segi ég, því ekki hefur verið mikið skrifað eða rannsakað í þessum efnum en miklar hugmyndir og kenningar svífa þó um.
Þessa önnina er heldur ekkert mikið hægt að gera annað en að skoða bara og fara eftir skiladögum verkefna, því þau eru svo þétt...en ég kvarta ekki-þetta er óendanlega gaman og ég farin, eins og ég hef minnst á áður, að skoða nám eftir nám... Þ.e. taka kennararéttindin jafnvel samferða síðasta árinu, en við sjáum til hehe. Það er víst engin regla til um það, maður getur tekið fullt nám í Hí og svo fullt nám í KHÍ á sama tíma, en í KHÍ má bara taka 20 einingar í einu og er ekki mælt með því þannig að ég þurfti að sækja um undanþágu. Ég reyndar mæli ekkert hræðilega mikið með 21 einingu þó það sé hægt en einbeitingin er þá að sama skapi ekkert of mikil á hverju fagi fyrir sig. Bla bla bla. Gröftur í heilsa mínum....
Fattaði líka að ég er komin með ágætis einka-bókasafn hérna, en ég panta mér áhugaverðar bækur tengdar þessum sérstæða áhuga af Amazon. Já klikkuð er hún!

Svaf lítið í nótt en get ekki farið í þau mál hér, reyndar horfðum við á tvær myndir líka og svo dottaði maður loksins um já tja 6...

föstudagur, nóvember 04, 2005

Æ var að lesa þessa grein á mbl.is...sumir sko...ég he´lt að svona gerðist bara í bíómyndunum ??

Keisaraskurður án deyfingar

Sænsk kona hefur beðið heilbrigðisyfirvöld í Östersund í Svíþjóð um að rannsaka hvort ekki hafi eitthvað farið úrskeiðis síðastliðið sumar þegar hún gekkst undir keisaraskurð áður en deyfingin var farin að virka.

Þrátt fyrir mótmæli konunnar og viðvörun svæfingalæknis og fleiri viðstaddra skar læknirinn konuna upp. Ekki er vitað hvers vegna honum lá svona mikið á að skera, en málið er í rannsókn.

Konan skýrði Östersunds Posten frá sársaukanum þegar læknirinn hóf uppskurðinn áður en deyfingin var byrjuð að virka. Þetta gerðist í júní síðast liðinn. Yfirvöld á sjúkrahúsinu í Östersund segjast ekki draga kvalir konunnar í efa, „það sem rannsakast skal er hvers vegna skurðlækninum lá svona mikið á," sagði talsmaður sjúkrahússins Irene Hoglert, hún sagðist jafnframt ekki vita hvort læknirinn flýtti aðgerðinni vegna þess að hætta steðjaði að barninu.

Móðurinni var ekki kunnugt um neitt hættuástand. „Ef ekkert liggur á þá ber lækni að athuga hvort deyfingin er farin að virka,” segir Hoglert.

Bæði móður og barni heilsast vel í dag.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Þarf að skoða lífeðlisfræðina aftur því ég er farin að hafa smá áhyggjur. Ekki bara tæpa ég annað hvort orð vitlaust eða öfugt inn, heldur er ég einnig farin að taka eftir því að á síðustu dögum hef ég farið í allt öfugt. Kannski ekkert stórmál en samt mál fyrir dömu sem planar það hvernig og hvar hún klæðir sig í fötin mörgum dögum áður. En sem sagt, nærbuxur, náttbuxur og fleira er bara miðinn fram þesa dagana. Allt eitthvað svo öfugsnúið hjá mér þessa dagana.

Svo annað, veit ekki hvort þetta falli undir eitthvað ófundið heilkenni, en ég hef alveg frá því ég man eftir mér elskað að borða bara áleggin-þúst skinkuna, ostinn og þar fram eftir götunum. Læt samt smjörið vera.... Þetta gera margir. En...ég hef líka mikla ánægju af því að borða franskar grænar baunir, súrar gúrkur, ólífur, aspas og fleira beint upp úr dósinni.
Var rétt í þessu að klára eina baunadós og nammi!The image “http://www.bigbarn.co.uk/i/ing/French%20Beans.png” cannot be displayed, because it contains errors.

Önnur færsla dagsins, humm spurning um að einhver eigi að vera að gera eitthvað annað...
Já það borgar sig stundum ekkert að opna munninn...Arrg. En það verður sem sagt hrúga dregin af mér um næstu mánaðarmót vegna þess að launadeild borgarinnar gerði mistök en ekki hefðu þau uppgötvast nema af því ég opnaði munninn. Þetta voru sem sagt svona "góð" mistök, þ.e. launaflokkahækkun sem án efa höfðu verið óséð...afskaplega pirruð kóna núna!

Að öðru: Á einhver segulbandstæki-walkman-græjur-whatever sem hægt erað nota til að hlusta á spólu??? Vantar svoleiðis Í DAG!!!!!!! Þarf að afrita viðtal sem ég tók upp en á ekkert svona tæki.... Hjálp!! Anyone!!???

Eitt í viðbót, veit einhver hvar númerið 5355000 er??? Hringir svo oft og ég hélt það væri launakonan...

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Launaseðlar gera útaf við mig...
Ég skil aldrei upp né niður í þeim en áðan fékk ég einn slíkan. Þar var einhver svaka leiðrétting vegna einhvers starfsmats sem Rvíkurborg erbúin að gera á einhverjum 140 störfum. Þetta náði aftur í tímann og fékk ég því svona nett gott surprise. En alltaf eru gjafir Njarðar gallaðar. Ég sendi póst á einhvern svaðalega áhugasaman launafulltrúa, bara til að ath. hvort ég væri í lægri launaflokk en ég ætti að vera í og einnig um hækkanir vegna náms-en það hafði ég heyrt að myndi gerast eftir ákveðið margar einingar.
Það sem ég fékk tilbaka var að ég fékk víst of mikla leiðréttingu frá gömlu vinnunni en jú ætti að vera einum launaflokk ofar á þeim nýja. Það verður sem sagt sennilega dregið af mér....ég hefði bara átt að halda kjafti, því þá hefði enginn fattað neitt. Er alveg tjúlluð út í sjálfa mig akkúrat núna! Held hún sé að reyna að hringja í mig en ég nenni bara ekkert að tala við hana núna. Pirr.