Það er ótrúlegt hvað maður er alltaf á síðustu stundu með allt. En þannig virka ég bara, ekkert hægt að breyta því. Skilaði verkefni í gær 5 áður en skólinn lokaði! En er svo að vinna í ritgerð núna í fagi sem heitir Fatlanir og Taugasjúkdómar. Og þar sem ég er með óendanlegan áhuga á öllu því er kemur einhverfu við, ákvað ég að skrifa um hugsanlega tengingu á milli einmitt einhverfu og AMO. Já hugsanlega segi ég, því ekki hefur verið mikið skrifað eða rannsakað í þessum efnum en miklar hugmyndir og kenningar svífa þó um.
Þessa önnina er heldur ekkert mikið hægt að gera annað en að skoða bara og fara eftir skiladögum verkefna, því þau eru svo þétt...en ég kvarta ekki-þetta er óendanlega gaman og ég farin, eins og ég hef minnst á áður, að skoða nám eftir nám... Þ.e. taka kennararéttindin jafnvel samferða síðasta árinu, en við sjáum til hehe. Það er víst engin regla til um það, maður getur tekið fullt nám í Hí og svo fullt nám í KHÍ á sama tíma, en í KHÍ má bara taka 20 einingar í einu og er ekki mælt með því þannig að ég þurfti að sækja um undanþágu. Ég reyndar mæli ekkert hræðilega mikið með 21 einingu þó það sé hægt en einbeitingin er þá að sama skapi ekkert of mikil á hverju fagi fyrir sig. Bla bla bla. Gröftur í heilsa mínum....
Fattaði líka að ég er komin með ágætis einka-bókasafn hérna, en ég panta mér áhugaverðar bækur tengdar þessum sérstæða áhuga af Amazon. Já klikkuð er hún!
Svaf lítið í nótt en get ekki farið í þau mál hér, reyndar horfðum við á tvær myndir líka og svo dottaði maður loksins um já tja 6...