*********************
Svo fór ég að hugsa, je man hugsa. Nægur tími til þess. Reyndar er þetta ekkert ný hugsun svo sem, náungakærleikurinn. Hvernig stendur á því að mér finnist minna af honum á þessu litla landi en annars staðar sem ég hef búið eða komið? Eða bara minna af almennri vinsemd og tillitssemi. Er þetta svo? Í alvöru, maður sem gefur aldrei stefnuljós, hendir dósum í garðinn sinn, treðst fyrir framan heldri konuna í Bónus (því hún sér það ekki) og hendir nýfæddum kettlingum á víð og dreif um borgina. Er hann góður og vinalegur alls staðar annars staðar? Æ ég veit það ekki, finnst svo mikið af svona bévitum hérna að ég á stundum ekki til krónu.
Allir taka þátt í að baktala. Enginn er hér saklaus, enda í raun oft óhjákvæmilegt. Það þarf að ræða um hlutina og þá stundum þegar e-r er ekki til staðar. Það þarf samt ekkert að vera ógeðslegur, spinna upp og skíta á manneskjuna.
Æ þetta tengist í raun engu sérstöku, ég var bara að greiða gíróseðlana A B C mína venjubundnu og fór allt í einu að pæla í þessu....langsótt ég veit.
Þó svo að ég sé mjög oft skítblönk þá geri ég þetta. Ekki til að friða samviskuna eða til að safna í í karmabankann. Ekki beint en kannski til að láta meira gott af mér leiða.
Engin er engill en common!
Er þetta veðrið? Við eigum allavega að vera hamingjusamasta þjóð í heiminum!
Ég ætla allavega að skokka með síðustu krónurnar (fæ útborgað á morgun) á pósthúsið með öll bréfin mín fyrir júní og senda þau. Glöð, sátt og ótrúlega svöng eitthvað....