föstudagur, júní 30, 2006

Fyndið og algerlega óviðkomandi-en akkúrat núna koma umfjallanir um það sem ég fjallaði fyrir nokkrum dögum. Einnig var þetta í Ísland í dag í gær. Sætu systkinin mín, ég spring!

*********************

Svo fór ég að hugsa, je man hugsa. Nægur tími til þess. Reyndar er þetta ekkert ný hugsun svo sem, náungakærleikurinn. Hvernig stendur á því að mér finnist minna af honum á þessu litla landi en annars staðar sem ég hef búið eða komið? Eða bara minna af almennri vinsemd og tillitssemi. Er þetta svo? Í alvöru, maður sem gefur aldrei stefnuljós, hendir dósum í garðinn sinn, treðst fyrir framan heldri konuna í Bónus (því hún sér það ekki) og hendir nýfæddum kettlingum á víð og dreif um borgina. Er hann góður og vinalegur alls staðar annars staðar? Æ ég veit það ekki, finnst svo mikið af svona bévitum hérna að ég á stundum ekki til krónu.

Allir taka þátt í að baktala. Enginn er hér saklaus, enda í raun oft óhjákvæmilegt. Það þarf að ræða um hlutina og þá stundum þegar e-r er ekki til staðar. Það þarf samt ekkert að vera ógeðslegur, spinna upp og skíta á manneskjuna.

Æ þetta tengist í raun engu sérstöku, ég var bara að greiða gíróseðlana A B C mína venjubundnu og fór allt í einu að pæla í þessu....langsótt ég veit.
Þó svo að ég sé mjög oft skítblönk þá geri ég þetta. Ekki til að friða samviskuna eða til að safna í í karmabankann. Ekki beint en kannski til að láta meira gott af mér leiða.
Engin er engill en common!

Er þetta veðrið? Við eigum allavega að vera hamingjusamasta þjóð í heiminum!
Ég ætla allavega að skokka með síðustu krónurnar (fæ útborgað á morgun) á pósthúsið með öll bréfin mín fyrir júní og senda þau. Glöð, sátt og ótrúlega svöng eitthvað....

fimmtudagur, júní 29, 2006

Kallaðu mig crazy en ég er með pjönku craving í Martini. Reyndar finnst mér að til að mega drekka Martini þurfi maður að vera soldið dressaður upp. Kjóll, aðhaldssokkabuxur og vel lagað hár. Allavega. Kannski selskapsveski og fallegir skór. Er að hugsa um að kaupa mér Vermouth spray, dressa mig upp og fá mér. Reyndar ekkert á næstu dögum en bráðum.

Það sem er ennþá meira fancy er að við ræddum léttilega um okkar ferðahagi á næstunni. Í haustfríinu verður kannski farið til London en frændi B er að festa kaup á húsi og vantar frændann sinn til að hjálpa sér við hitt og þetta. Hann kallar þetta working holiday en ég veit að það yrði meira stuð en vinna enda ungur og hress. Svo er það skíðaferðin í vetur, en sennilega og vonandi förum við með ma og pa B til Austurríkis eða Ítalíu. Alveg þörf á því enda fórum við einu sinni á bretti í vetur.....
Svo, svo...næsta vor, um páskana eða um sumarið---->til BNA AFTUR! Ég hjarta NY og því komin með smá fráhvarfseinkenni. Þetta yrði þá smá útskriftarferð. En hver veit, plön breytast en sem betur fer ekki eins oft og veðrið á þessu blessaða skeri!
En það yrði yndi að fara aftur út, taka smá NY pakka á þetta og fara svo jafnvel til Savannah, Georgia þar sem Dísa frænka á íbúð.

Mmmmm.

miðvikudagur, júní 28, 2006

Þegar maður er í svona sumarfríi er nóg að gera og hrúga af tíma til að hugsa. Engar áhyggjur þetta er ekkert dramatískt. Í morgun tók ég mig til og þreif allan bílinn-ekki hálfan eins og sumir. Sumir segi ég en veit samt ekki um neinn sem þvær bara hálfan bílinn. Kannski svona ofursamtaka pör, annað komst í verkið en hitt var að vinna eða eitthvað og þar af leiðandi aðeins hálfur bíllinn óhreinn......
Ég þreif sem sagt allan bílinn og bónaði. Afrek, tja kannski ekki hjá þér en hjá mér! Ég nefnilega óverdósaði á svona bílaþrifum þegar ég átti kolsvarta glæýnýja superstud 8000 Poloinn minn hérna fyrir nokkrum árum.

Svo núna áðan, settist ég niður og las Fréttablaðið. Þar var lítil frétt um hjólreiðakeppnina Hjólað um Ísland, sem fór fram um síðustu helgi. Bróðirinn vann þessa keppni, sem skiðtist í 5 keppnir. hann vann sem sagt allar 5 keppnirnar sem hefur að því sem ég kemst næst aldrei gerst. Ok, það var þó frétt, en þið ættuð að vita hvaðþað eru margr að þrýsta á blöðin til að fá smá umfjöllun. Já allt í lagi við vitum ÖLL að HM er í gangi en það er svo margt annað. Og HM er ekkert alltaf í gangi. Ég er ekki að segja endilega að sumar íþróttafréttir eigi meiri rétt á sér en, hvernig væri að skipta þessu svolítið niður. Síðustu örfáu árin hefur orðið þróun í hjóla-áhuga landsmanna sem er ekkert nema pottþétt mál. Holl og góð hreyfing fyrir okkur bollurnar. Keppnir og annað slíkt fylgja í kjölfarið en fá því miður oft litla sem enga athygli fjölmiðla. Ég er hlutdræg, ég veit en þetta fer í pirrurnar á mér.

Ekki nóg með það að brósi hjólaði þarna í þessum 5 keppnum 256 kílómetra, þá fór hann eldsnemma morguninn eftir norður þar sem hann mun þjálfa í viku verðandi siglingakappa Íslands! Það eru örfáir sem vita að drengurinn ekki bara vinnur allar siglingakeppnir heldur vinnur hann núna og hefur í dágóðan tíma unnið 95% allra hjólreiðakeppna hérlendis. Þar að auki hefur hann farið út, unnið keppni í Færeyjum, keppt í Danmörku og svo framvegis (í hjólreiðum).

Allar þessar keppnir, bæði í siglingunum og hjólreiðunum hefur hann að mestu fjármagnað sjálfur. Í mörg ár var barist fyrir smástyrkjum þegar hann var sem mest úti vegna siglinganna. Auðvitað hefur ÍSÍ styrkt hann í stærstu ferðunum, en opinberlega er þetta ferlega líti. Ég er reyndar ekki með það 100% hversu marga styrki hann hefur fengið eða hversu háa enda langur tími frá því hann hóf keppnir.

Ekki nóg með að hann hjóli guð má vita hve marga klukkutíma á viku, 30-40, þá er hann í meira en fullri vinnu líka.
Auðvitað velur hver sér sína braut en sumir skara framúr og það þarf að hlúa að þeim og styrkja. Hérna er á ferðinni ótrúlega hraustur peyji og algerlega til fyrirmyndar fyrir ungu kynslóðina!

Og hana nú!
Hvernig læt ég! Roskilde er núna um helgina, da da da. En það er uppselt, ég skýst sem sagt ekki óvænt.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Núna væri ég svo ofsalega mikið til í að vera á Roskilde festival. Reyndar um helgina, því hún er víst búin. Held að málið sé bara þessi ólæknandi útþrá sem hellist alltaf yfir mig annað slagið. Alltaf skal grasið virðast grænna hinum megin. Alltaf!

Oh well.

sunnudagur, júní 25, 2006

Já og svo gleymdi ég að linka á þetta. En brósi vann einmitt keppnina um helgina. Til hammó!

laugardagur, júní 24, 2006

Class of 2006
Ohh hvað maður á klára vini!

Til hamingju Sara með daginn-verður ótrúlega skemmtilegur og góður kennari!

Til hamingju Birna-besti lögfræðingurinn á landinu-klárlega!

Til hamingju Helga-flottasti og klárasti þroskaþjálfinn á skerinu!


Frábært-alveg hreint brilliant. Tókuð þetta í nösina allar saman :)

fimmtudagur, júní 22, 2006

Sagði ömmu frá merkingunni á grillinu, hún kallaði í afa og sagði glöð að þau þyrftu ekki að grilla framar. Svo fyndin hún amma. Og afi. Einu sinni, þegar mamma og pabbi voru að byggja við húsið, flutti ég smá til þeirra. Bjó sem sagt í sama herbergi og margir aðrir fjölskyldumeðlimir hafa gert í gegnum árin. Amma og afi segja nefnilega aldrei nei við fólk. Nei ég held bara aldrei. Allavega, þegar ég var svona 18 ára um verslunarmannahelgi, kom ég snemma um morgunin heim með einni vinkonu minni. Mjög þreyttar lögðumst við í koju og steinláum...lengi. Svo heyri ég að amma bankar, opnar og segir við mig að þau séu að fara til mömmu eða eitthvað og hvort ég vilji koma með. Ég, enn sofandi neitaði.
Svo seinna um daginn er ég að tala við mömmu í símann, þegar hún skellir upp úr og segir:,,Amma þín segir að þú sért lesbía og hafir komið með kærustuna heim!" Ekkert að því, en þetta var nú samt bara vinkona. Málið er að amma sagði þetta pollróleg eins og ekkert væri en mömmu fannst þetta afar skondið. Veit ekkert af hverju ég skrifaði þetta. Not a clue.

Hef alltaf lesið mikið-stundum fór ég ósofin í skólann sem krakki því ég gat ekki hætt. Það voru ekki bara ein tegund bókmennta sem ég las, heldur las ég oftast (er meira choosy núna) eiginlega bara allt sem ég komst í. Ég eyddi til dæmis klukkutímunum, jafnvel dögunum saman að lesa ALLAR Öldin okkar bækurnar hjá afa. Draugavesen, morð, veiðar, sjúkdómar og fleira djúsí. Ætla að lesa þær allar bráðum aftur.
Svo las ég Sögu Önnu Frank nokkrum sinnum líka hjá ömmu og afa, og grét í hvert einasta sinn. Man að síðast þegar ég las hana grét ég ekki bara, heldur var ég með flóðblóðnasir og las helminginn á hvolfi.

Aðra bók hef ég lesið nokkrum sinnum og frétti svo síðar að bróðir minn hefur gert nákvæmlega það sama. Býr Íslendingur hér er um Leif Möller, sem var handtekinn því þeir héldu að hann væri njósnari. Hann slapp úr fangabúðum í Þýskalandi og þagði alltaf um þetta. Þangað til hann var að deyja. Mögnuð.

Einu sinni áttum við að skila inn til kennarans hversu margar blaðsíður við lásum, t.d. kvöldið áður. Ég skilaði svo absúrd mörgum að hún hélt það væri eitthvað að mér. Held hún hafi viljað svo sönnun frá mömmu-en mamma þurfti alltaf að kvitta undir.
Svo var ein bók sem ég manlíka eftir, en ég las nú ekkert í henni-rakst óvart á hana einu sinni og roðnaði. Sú hét Sjafnaryndi og hver sá sem veit hvaða bók það er fær Braun-blender í verðlaun (krulljárnin eru búin).
Núna er ég að klára Lullaby eftir Chuck Palahniuk. Á náttúrulega að vera löngu búin með hana en hún, ásamt fimm öðrum vinkonum hafa beðið eftir mér á náttborðinu líkt og vodkaþyrstar vinnukonur mest allan veturinn. Ég er komin elskurnar!

****Smá update****
Fyrir löngu varð uppselt á Belle and Sebastian tónleikana báða, við vildum fara á Borgarfjörð Eystri til að hlýða á þetta snilldar band. Uppselt! Og það strax. En í dag fékk ég að vita að ég er að fara jei jei. Svona er að þekkja fólk með sambönd hahaha. Elska sveitina, elskana!

þriðjudagur, júní 20, 2006


Les þetta einhver? Nei, hélt ekki.

Á nýja sumarbústaða grillinu er afar áhugaverð merking.
<-------------

,,Afi, nei láttu grillið í friði..."

mánudagur, júní 19, 2006

Afslappelsið var svo svakalegt að ég er bara andvaka núna. Ofsalega fín helgi, og þrátt fyrir að sjónvarpið hafi logað og við verið vatnslaus þá var þetta eins og ávallt, unaður út í gegn. Mamma og pabbi B komu í þjóðhátíðarmat og svo fórum við í stutta göngu að sýna þeim umhverfið. Þau áttu hreinlega bara ekki til krónu yfir þessu öllu og fannst skrýtið að það væri ekki búið að byggja fleiri bústaði, en það hafa ekki verið byggðir neinir nýjir í þau tuttugu árin sem við höfum verið þarna. Held að bóndinn vilji það ekki og ég er sátt við það, rólegt og fallegt umhverfi. Útsýnið þarna er líka engu líkt-fjöllinn....ahhh.
Nóg um það, við dæstum þegar við nálguðumst borg óttans. B er líka svo bóndalegur þegar hann tekur sig til og mætti í raun halda að hann væri úr sveit. Hver veit nema draumur okkar rætist og við flytjumst upp í sveit, ekkert of langt, bara nógu langt.

Pabbinn að kyssa litluna

föstudagur, júní 16, 2006

Þessi síða er fyrir löngu síðan orðin partur af mínu daglega lífi, ég skríki eins og kramin mörður þegarég les sumt af því sem kemur upp.

He Shouldn't Stand Near the Tuxes

Black woman: You cut in front of him because he's black!
White woman: I did not, I just didn't see him!
Black woman: You didn't see him because he's too black?


--Bloomingdale's

Dude, It Was Medicinal

White guy #1: And to make matters worse, she stole my bag of weed!
White guy #2: She told you she had herpes, and you're worried about your weed?

--Ray's Pizza, 8th & 51st

Á morgun bústaður, ekki í dag því miður en helgin...ohh so sweet. Verðum bara að taka litluna með þar sem hún er aðeins of ung til að vera ein heima og Gnýr er aðeins of mikill unglingur til að geta hugsað um hana. Annars er hún hress, ofsa gæf og ekkert hrædd. Gott og vont, en meira gott. Við sem ætluðum ekkert að fá okkur annan kisa, oh well. Svona getur lífið verið óútreiknanlegt. Já svei mér!

Og annað, verð eiginlega að biðjast afsökunar-þetta með ANTM. Ok, þó svo að þeir séu ekki mín tegund af vodka, þá hefur hugmyndin skilað vænlegum gróða þeim sem fengu hana. Og það er kúl. Ég myndi pottþétt vera búin að fara í rasslyftingu-átta búbjobs, ristilbotox, permanent varatattoo, myndi keyra um á Navigator á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og einhverju öðru farartæki hina dagana. Ég ætti hús, íbúðir og tjöld um alla veröld-meira að segja Grænlandi því mér finnst það svalt og og, og hvað fleira? Já, ég ætti líka hest. Einhyrning jafnvel og risastóran túrkísbláanhestvagn.

En ég fékk ekki þessa hugmynd.

Annars, ef einhverjum dettur í hug að fá sér bíltúr um helgina í Borgarfjörðinn, þá er litli kofinn ávallt opinn. Nánari upplýsingar on request.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Ég tók mig til um daginn-reyndar tók ég mig ekkert til né planaði þetta eitthvað sérstaklega heldur gerðist þetta svo mikið óvart að ég er enn að átta mig á því að þetta hafi verið ég sem gerði þetta.
Málið er að ég var svo til andvaka og átti ekkert til að horfa á. Rak svo augun í sjöttu seríu Americas Next Top Model. One thing lead to another og nokkrum tímum síðar var ég búin að horfa á 11 þætti....ég spólaði að vísu mikið og oft áfram, en þetta varð að svona sjúklegu mission og áður óþekkt þráhyggjueinkenni komu þarna berlega í ljós. Ég varð hreinlega að vita hvort heil sería gæti verið svona svaðalega prumpurassleiðinleg og hvort hver einasti kúlurassaþáttur væri eins!
Niðurstaðan, júbb hún getur það og þeir voru það, and a half! Mér finnst ég hafa tapað hluta af mér og að ég geti aldrei endurheimt hann. Líkt og þegar þú sturtar óvart öðrum uppáhalds eyrnalokknum þínum niður. Ekki sjéns að ná í hann! Það væri annað ef hann færi niður vaskinn, þar væru allavega 67% líkur að hann væri í vatnslásnum og okkur er nú öllum kennt á leikjanámskeiðum hvernig á að opna þannig. Það held ég nú.

Annars var ég að komast að því að það er verið að plata okkur hérna á þessu blessaða skeri. Alveg pottþétt á því að á meðan við (samlandar) áttum að vera upptekin að horfa á Grandma´s boy, Scary movie 4 eða aðra eins gæðabíómynd-þá vorum við svæfð eða réttara sagt dáleidd og tíminn jafnvel stöðvaður. En ég er svo klár að ég sé í gegnum þetta alheimsplott "þeirra", enda var ég ekki að horfa á þessar myndir. Ég læt ekki plata mig, það er ekkert komið sumar, það er ennþá bloody ass haust. Ekki segja mér að þú lést plata þig!!??

Annað, ef ykkur langar í góða (ó)sumartónlist þá mæli ég með The Shangri-Las. Þarf ekkert að útskúra þær neitt-bara skemmtilegt og búið að vera til í safninu lengi.
Er hægt að trúa á karma og á tilviljanir og að þær leynist alls staðar?
Karma hefur verið ofarlega í huga mér undanfarið-svolítið lengi, veit að þetta hljóma vel klisjulega en þetta er satt. Elska allflest dýr, önnur mun meira en sum en ég er með netta köngurlóarfóbíu. Nett is an understatement. Stundum svo mikla fóbíu að ég frýs og mér verður flökurt-hef ælt....
En, núna og í eilítinn tíma fæ ég alltaf samviskubit þegar ég læt skó falla á eina slíka en hvað get ég annað gert..?? Já ég veit, það eru milljón aðrar aðferðir, átti það til að ryksjúga þær upp hér áður fyrr en það var og er bara ekkert betra. Í kjölfarið fylgdu þær allra svakalegustu martraðir sem ég hef fengið. Einnig fæ ég alveg nagandi líka þegar ég pikka upp silfurskottur með skeinispappír, og þó mér finnist þetta alveg ótrúlega flott skordýr, þá bara nenni ég ekki að safna þeim.

mánudagur, júní 12, 2006

Allt snýst um tilviljanir, ekki það að ég hafi ekki vitað það áður en ég var bara aldrei 100% viss. Ef ég hefð ekki verið inn í tölvuherbergi akkúrat þessar 2 mínútur sem ég var, eða ef ég hefði ekki farið með Hróa Hetti á síðustu öld á forsýningu á Get Shorty, hefði ég aldrei heyrst í litlu rækjunni. Og hvað þá? Þetta er barasta ekki í fyrsta skipti sem villt grey rambar á okkar hurð. Neibb, við höfum samt alltaf náð að koma þeim heim, enda veit ég fátt verra en að vera búin að týna kisa. En þessi skonsa er bara alveg týnd, enginn svarar auglýsingunum okkar. Þetta er bara hrikalega sorglegt. Sorglegt í þeirri merkingu að kannksi er e-r búinn að týna henni en nennir ekki að leita en ekki sorglegt að því leyti að hérna líður henni allavega ekki illa. Hún er svoooo lítil en alveg mega óhrædd, stekkur og flýgur um allt og ég gríp bara fyrir augun. Svo sefur hún bara í handakrikanum mínum.

Ok, að öðru, mamma hefur alltaf kennt mér að ég geti aldrei skammast mín fyrir neinn annan en mig eða sko aðra en mig þar sem ég er ekki hestur. Well, samt sem áður gæti verið að þetta boðorð hafi fallið á föstudaginn...ég veit það ekki en biðst allavega vega forláts á minni ó-laydilike hegðun-þið takið þetta til ykkar sem eydduð bróðurparti kvöldsins með mér....

Then again, þá er ég ekki þekkt beinlínis fyrir að vera dama í þeirri ofurmerkingu.

Ef ykkur langar til að horfa á brútal og sóðalega þætti þá mæli ég með Deadwood. Ég tel mig flotta í enskunni en stundum skil ég ekkert hvað verið er að röfla um í þættinum. Þarna er mikið um: morð, svín sem éta lík, dirty kúreka, "vinnukonur" með allskyns kláðasjúkdóma, sveitta barþjóna, nærfatasamfestinga og (fáránlega mikið) af blóti-alvöru bann-blóti. Þar fyrir utan er ein voða pen og fín kona, einn ágætlega sætur karlmaður og lítil norsk smástelpa.
Jú þetta er þáttur um landnema BNA... Já og, ég er aðeins á fyrstu seríu...Og annað já, Keith Carradine leikur einn svakalegan. Þið munið eftir honum úr einu Friðriks-floppi.

sunnudagur, júní 11, 2006


Seint í gærkvöldi ákvað ég að kíkja í tölvuna en við vorum að horfa á imbann í stofunni. Svo heyrði ég pínku ponsu mjálm fyrir utan gluggann en hélt að þetta væri bara Gnýr í e-m vandræðum þarna úti en þegar ég gáði sá ég oggu lítinn kettling. Ég þaut náttúrulega út og náði í hana þar sem skinnið mjálmaði fyrir utan eldhúshurðina. Litli rangeygði maurinn er annað hvort týndur eða úr villikattargoti. Hvort sem er, þá munum við auglýsa hana (er læða) og ef ekkert kemur út úr því, þá bara verður hún hjá okkur. Þegar við sögðum búðarstráknum okkar frá þessu áðan spurði hann hvort við værum í e-m sértrúarflokki. Ekki svo langt síðan við létum hann fá augl. þegar Gnýr týndist og svo þar á undan Örk....

Fjör á framabraut! Alltaf gaman í Bogahlíðinni :)

laugardagur, júní 10, 2006

Svona líður mér soldið í dag....pínku þreyyt-svona langþreytt.

kat5.jpg (28428 bytes)

fimmtudagur, júní 08, 2006

Furðulegt að vera svona í vinnunni, þar sem oftast er heilmikið að gerast og svaka fjör alls staðar-en núna bara voða rólegt, allir að gera sína hluti...vantar þessa gemlinga ;) En já, spennandi tímar framundan, mun fást við spennandi verkefni ef hægt er að kalla það því nafni, í haust. Er komin með stofu sem akkúrat núna í þessum töluðu orðum er verið að tæma, þar sem hún hefur verið notuð sem svona milli-geymslu. Ekkert nema gott en ferlega er mikið af dóteríi hérna, saga skólans í húsgögnum og öðrum munum. Fann forláta tölvumaskínu áðan sem maður sér bara í bíómyndum frá ca. 1983 og var í alvöru að hugsa um að hirða hana til skrauts. En hætti við, því annars endar mín íbúð sem safn og kannski eins og geymslur þessa skóla! No thank you :) En merkilegt safn engu að síður. Ég fer svo að sanka að mér dóti og þess háttar sem ég get notað í haust og í framhaldinu. Því auglýsi ég hér með eftir borðspilum og þess háttar sem fólk er hætt að nota. Videospólur og dvd eru líka af hinu góða og má alveg henda því til mín í stað þess að dúndra því á haugana :)

Jæja, farin að taka meira til!

miðvikudagur, júní 07, 2006

Ok ástæðan fyrir brenglinu var greinilega þetta nýja fína template. Oh well. Ég græt mig ekki í svefn en skal lappa upp á þetta svarta.---> Vinsamlegast hjálpið mér með linkana-ég man ekki svo glatt hvað ég var búin að setja þarna, vill þá alla aftur...

Afmæli í gær, ekkert stór en ofsalega finnst manni maður vera sérstakur á þessum degi, þó svo að aðrir pæla ekkert í þessu. Ég fékk fullt af skemmtilegum skilaboðum, kortum og pósti-takk takk! Það væri ömurlegt að fá ekkert slíkt, bara súrt. En það er svo er dagurinn búinn að heilt ár í næsta. Það er ekki hægt að líkja þessu við jólin því þar fær maðurnokkra daga plús áramótin. Svona eins og uuu afeitrun eða afvönun. Ok þetta hljómaði ekki rétt.

Yfir í annan poka, er enn að bíða eftir að fá úr kúrsum sem gefa 15 einingar! Búin að fá úr tveimur fögum. Alltaf sami ljóshraðinn í þessari yfirferð þeirra. Eða eru þeir svona gáttaðir yfir þessum lúxusverkefnum sem ég sendi inn og það tekur svona langan tíma að fá landsstandarnum breytt, þ.e. yfir í 1-12 ??? Ég bara spyr?? En það þýðir ekki að gráta alla daga yfir þessu.
Söri: Er ekki komin í frí-eftir föstudaginn :)

Man ekkert hvað ég ætlaði að..jú æ nei ekki rétti vettvangurinn ;)

þriðjudagur, júní 06, 2006

What a great day! I bet lots of very talented and good people were born on this day of sex :) ohh and not just Damien whats his face! You know the kid with the weird tattoo....

But speaking if ESG-go here type My love for you (ESG). You´ll love it!


Why is that this blog just sounds cheesier in english..engrishh...ja ??

Ohh and thisis always quite the charmer ;)

mánudagur, júní 05, 2006

OK, so the site is broken and everything is in hebrew. I´ve tried everything; running around the house in my underwear, setting up a new blogger template and cursing...a lot. But nothing seems to work. It all looks fine when I preview the page, but then when it´s up and going it goes back to hebrew. Damn.

So english it shall be until I figure this thing out. You all (three) understand it, i.e. the language of Bush and Blair.

Anyways, last night we decided to go see a band. Why and how? Well, because the Reykjavik Tropic(al) music festival didn´t have a licence to kill..no no..licence for all three days-only the 2nd and the 3rd of june, the festival moved indoors to NASA. But Sleater Kinney were meant to be in NASA as well, so the planners decided to hit to flies in one and join them two. That is the rest of the festival and Sleater Kinney, not one of the flies and Sleater Kinney. But that would be quite surreal huh. Or not.

Anyways, what they did as well was to put on sale individual tickets and since we didn´t buy a festival ticket-this was perrrrfect. And what´s better, is that the band we wanted to see more than all the other ones on stage, was...yes you guessed it-playing on sunday night! Happy happy joy joy!
Some might say these tickets were expensive, but boy ohhhh boy George, were they worth it! The roof almost went flying and today my hands, or should I say palms are ohh so sore. God almighty was our witness and Allah the second, this was amazing! ESG were so much more than we had wished for. I shook my enourmous booty and sang with them-ohhh yeahhhh!

So yes, that was the highlight of my weekend, no my week, no...my month-well so far ;)

Love you but gotta leave you.

sunnudagur, júní 04, 2006

Allt í kexi...hmmm

Tónleikar í kvöld-erum ofsa glöð með þetta á NASA :)

föstudagur, júní 02, 2006

Mér finnst matur afar spennandi og geri mikið af því að leita mér uppi uppskriftir og prófa. hinsvegar geri ég minna af því að bjóða fólki í mat að prófa. Kannski hrædd? En úr því verður bætt í fríinu :) Gleymdi að setja link á eina rather fína food-obsession síðu og gerði það því áðan. Ohh þvílikt yndi og joy.

Svo er ég búin að gera lista yfir það sem þarf að gera á heimilinu og þar má meðal annars finna verkefni eins og: mála hurðalista, setja upp innrennilegar útisnúrur, kaupa straumbreyti fyrir ryksuguna, flokka og ganga frá skóladóti 2005-2006, setja niður sumarblóm og sauma og/eða kaupa gardínur. Þetta er allt og sumt. Einnig þarf að lappa aðeins upp á sjálfrennireiðina en í því felst ma. að fara með hann á verkstæði-ok ég geri nú lítið þar nema þeir vilji það sérstaklega en þeir sem þekkja mig vita að ég er ekkert óvön bílaviðgerðum! En þegar og ef hann kemur heim þá ætla ég að laga ryð, spreyja felgur og fleira sniðugt.

Merkilegt alveg ekki satt og mikið græddirðu á að lesa þetta! Jæja farin á dekkjaverkstæðið-by the way auglýsi hér með Vöku sem ódýrasta dekkjakaupsúrræðið! Og skemmtilegustu mennina, eða svona-ég náttlega býð af mér svo góðan þokka að þeir snúast í kringum mig heheheh.

Að lokum ætla ég að benda á frrrrábært framtak einhvers-Tattoo hátíð sem fer fram frá 8.-11.júní. Sambland af þekktum erlendum húðflúrslistamönnum, rokki og tísku þessa 4 daga. Gaukur á Stöng og ellefan að mig minnir. 500 á hvern dag-sem er svo sannarlega viðráðanlegt og getiðið svo punchline-ið!!!
Allur, allur, allur ágóði rennur óskiptur, óskiptur, óskiptur til Styrktarfélags lamaðra og faltlaðra! Á ekki til krónu er svo sátt við þetta :=)

Svo minni ég á afmælistónleikana hans...NOTTTTTTT!